Til hamingju með daginn
Hafi það farið framhjá einhverjum þá er bóndadagurinn í dag. Sem í mínum huga er og verður tileinkaður íslenskum bændum. Því þetta er dagurinn sem við tökum upp þjóðlega siði og borðum þorramat. Hvað gæti verið meira tengt lifnaðarháttum forfeðra okkar en einmitt það að gæða okkur á sama mat og hélt lífi í gegnum kynslóðum? Ég skal svo sem alveg viðurkenna að ég hef aldrei kunnað að meta súrmeti. Finnst það einfaldlega ekki góður matur. En mér eldri og reyndari segja þetta alveg besta mat í heimi. En í þessum potti fornra rétta eru líka hlutir sem mér er sagt að séu alveg á mörkum þess sem við getum kallað matvæli. Dæmi um þetta eru selshreyfar, sem mér er sagt að líkist því helst að borða fljótandi fitu.
En einhverja hluta vegna virðist þessi dagur ekki tengjast bændum. Heldur er þetta sett upp sem andstæða við konudaginn. Sem ég skil ekki alveg. Hins vegar finnst mér það skemmtilegur og þjóðlegur siður að halda upp á komu þorra með þessum hætti. Skella sér á þorrablót og reyna að gleyma því í smá stund að það er kalt og dimmt úti. Úff hvað mig langar mikið til þess að búa einhverstaðar þar sem sólin skín og hitastigið er einhverstaðar komið yfir 20 gráður þessa dagana. En í tilefni dagsins og af því að ég gerði þá uppgötvun fyrir einhverjum árum síðan að íslenskt brennivín og hákarl eiga góða samleið, þá ætlaði ég að vísa á síðu um þennan þjóðardrykk okkar. En mér til furðu komst ég að því að Egils sem framleiðir þennan klassíska drykk, heldur hreinlega ekki úti vef með neinum upplýsingum um drykkinn. Sem mér finnst alveg furðulegt, enda fátt skemmtilegra en að bjóða fram þennan ekta íslenska snafs ískaldan og vel kæstan hákarl með. Kannski það verði kominn vefur á sama tíma að ári.
En einhverja hluta vegna virðist þessi dagur ekki tengjast bændum. Heldur er þetta sett upp sem andstæða við konudaginn. Sem ég skil ekki alveg. Hins vegar finnst mér það skemmtilegur og þjóðlegur siður að halda upp á komu þorra með þessum hætti. Skella sér á þorrablót og reyna að gleyma því í smá stund að það er kalt og dimmt úti. Úff hvað mig langar mikið til þess að búa einhverstaðar þar sem sólin skín og hitastigið er einhverstaðar komið yfir 20 gráður þessa dagana. En í tilefni dagsins og af því að ég gerði þá uppgötvun fyrir einhverjum árum síðan að íslenskt brennivín og hákarl eiga góða samleið, þá ætlaði ég að vísa á síðu um þennan þjóðardrykk okkar. En mér til furðu komst ég að því að Egils sem framleiðir þennan klassíska drykk, heldur hreinlega ekki úti vef með neinum upplýsingum um drykkinn. Sem mér finnst alveg furðulegt, enda fátt skemmtilegra en að bjóða fram þennan ekta íslenska snafs ískaldan og vel kæstan hákarl með. Kannski það verði kominn vefur á sama tíma að ári.
Ummæli