Ég hef þetta frá fyrstu hendi

Ég hef lengi haft gaman af þjóðsögum og ævintýrum. Þess vegna fannst mér skemmtilegt að rekast á grein inn á MSN Encarta um þjóðsögur, já eða öllu heldur flökkusögur í bandarískum háskólum. Sumar þeirra eru bara nokkuð góðar og þjóna greinilega þeim tilgangi að forða nemendum frá því að gera mistök, hvort heldur er í einkalífi eða námi. Hér er t.d. ein góð sem meira segja byggir á leikjafræði.

“Speaking of scare tactics, did you hear the one about the two college students who lied to get out of a test? They went skiing for the weekend and didn't study for their Monday exam. Upon their return, they told their calculus professor they got a flat tire on their way to the exam and requested a retake.

The professor adheres to their request. During the rescheduled exam, each student is placed in a separate room to take the test. The questions on the first page, worth 10 percent, were quite easy--especially after having the extra time to study. After answering, each student becomes confident about acing the exam. But when they turn to the second page, they discover that 90 percent of their grade rests on one last question: "Which tire?"”

Það er ekki hægt að segja annað en að ímyndunarafli (já og kannski líka trúgirni) nema við þessa skóla virðast vera lítil takmörk sett. Það verður þó að hafa í huga að háskólanám í Bandaríkjunum er nokkuð frábrugðið því sem við eigum að venjast. Oft á tíðum er búseta á háskólagörðum fyrsta tækifæri bandarískra ungmenna til þess upplifa heiminn án foreldrana. Mín upplifun var að oftar en ekki væru þessi ungmenni ekki vel undirbúin fyrir lífið utan foreldrahúsa. Mér fundust líka áherslur í fræðslu til þessara ungmenna vera heldur furðulegar, þeas. sú sem þau höfðu fengið áður en í háskólann kom. Ekki vegna þess að þetta væru ekki klárir krakkar, heldur vegna þess að það var eins og þau hefðu verið vernduð fyrir raunveruleikanum. En hvort þau séu nógu vitlaus til þess að trúa jómfrúarsögunum er ég ekki alveg viss um.

“The University of North Carolina in Chapel Hill, the University of Tennessee in Knoxville, and the University of Maryland in College Park have something in common. Stories suggest that if a virgin walks by a particular statue on campus, that statue will react in some way. At the University of North Carolina, they say Silent Sam, a memorial of a UNC alumnus who died fighting for the Confederacy in the Civil War, will shoot his rifle. At the University of Tennessee, the statue of The Torchbearer's flame will go out. And at the University of Maryland, a statue of the school's mascot, a diamondback terrapin (a kind of turtle) named Testudo, will sprout wings and fly away. There's one more: At the University of Missouri in Columbia, the University of Michigan in Dearborn, and the University of Cincinnati, pairs of stone lions will roar when a virgin walks between them.”

Fyrir þá sem þyrstir í frekari flökkusögur þá birtist grein í vefriti University of Cincinnati þar sem farið var yfir sannleiksgildi nokkura slíkra. Spurning hvort svipaðar flökkusögur séu í gangi í íslenskum háskólum? Hvað segið þið lesendur um það? Eitthvað heyrt um slíkt? Ekki hika við að nota Comment hérna fyrir neðan og þið þurfið ekki einu sinni að gera það undir nafni.

Ummæli

Vinsælar færslur