Alvarlegar pælingar um Prússland
Eins og ég minntist á í fyrri pistlum þá er búinn að vera lesa The Baroque Cycle eftir Neal Stephenson í ár (þriðji og síðasti hluti er að fara koma út). Þar eitt af sögusviðum bókarinar er mið-Evrópa þá kviknaði hjá mér áhugi að vita eitthvað meira um þetta svæði. Hafði svo sem blundað í mér áhugi á þýskumælandi hluta Evrópu frá því ég kynntist málinu í menntaskóla. Svo ég helti mér úti sögu Prússlands frá 1700 til 1840. Fyrir ykkur sem ekki hafið gaman af sögu, þá er ykkur alveg óhætt að hætta lesa núna, þetta á bara eftir að versna.
En sem sagt ég byrjaði að lesa sögu Prússlands og það kom mér verulega á óvart hversu áhugaverð sú saga var. Ég gat því ekki hætt þegar komið var fram til 1840 og hélt áfram lestrinum. Sú staðreynd að Prússland var formlega lagt niður árið 1947 segir kannski meira en mörg orð um viðhorf til Prússlands, þó ég hafi komist að því að í raun má segja að Prússland hafi horfið við sameingu Þýskalands í Þýska keisaradæmið árið 1871. Það var þó enn stærsta einstaka ríkið innan Þýska keisaradæmisins og í Weimarlýðveldinu var litið á Prússland sem hornstein og vörð lýðræðislegra stjórnarhátta í Þýskalandi. Það er því nokkuð kaldhæðnislegt að í dag er Prússland einkum tengt þýskri hernaðarhyggju og Nazisma.
Þetta er því saga með sorglegan endir og raunar er það ótrúlega sorglegt hvernig fór fyrir Þýskalandi við valdatöku Nazista. En það eru ekki þeir sem ég ætla að tala um hér, heldur ógæfu Prússa. Því eftir að hafa kynnt mér málið, þá sé ég að það eru Prússar sem hafa goldið hvað harðast fyrir þá ógæfu sem stjórn Nazista steypti þjóðum Evrópu út í. Ekki svo að skilja að þeir hafi ekki átt sinn þátt í því að kalla þessa ógæfu yfir sig. Staðreyndin er nefnilega sú að það voru vissulega öfl í Prússlandi sem töldu að lýðveldi væri slæmur kostur fyrir Þýskaland og vildu koma á öðrum stjórnarháttum.
Það sem einkenndi Prússa þó öðrum fremur var virðing þeirra fyrir lögum og reglum. Meira að segja nútíma kapítalistar telja að krafturinn í kapítalismanum eigi einmitt rætur sínar að rekja til þessara sömu Prússa og þeirra gilda sem á engilsaxnesku er kallaðar “the protestant work ethic”. Það er rétt að benda á að Pólverjar, Frakkar, Danir og Austurríkismenn höfðu allir ástæðu til þess að hafa horn í síðu Prússa. Pólverjar fyrir þá sök að það voru Prússar og Rússar sem bókstaflega lögðu undir sig Pólska-Litháska sambandsríkið. Austurríkismenn fyrir þá staðreynd að Prússar notfærðu sér slæmt ástand Austurríska-Ungverskakeisaradæmisins til þess að leggja undir sig Silesíu og stóðu í vegi fyrir að Austurríki gæti stofnað þýskumælandi stórveldi. Frakkar áttu harma að hefna eftir ósigurinn 1870 og loks Danir fyrir Slesvík og Holstein eins og við þekkjum úr okkar eigin sögu. Reyndar ættum við Íslendingar að standa í þakkarskuld við Prússa því þetta hafði einmitt jákvæð áhrif á okkar stöðu gangvart Danmörku.
Við Norðurlandabúar eigum margt sameiginlegt með Prússum, ekki hvað síst með hvaða augum við sjáum yfirburði okkar gagnvart öðrum. Danska útvarpið hefur tekið saman áhugavert efni um sjálfsánægju Norðurlandabúa. Spurning hvort endalok Prússlands geti ekki kennt okkur Íslendingum eitthvað varðandi gildi þess að lýðræðislegir stjórnhættir séu í hávegum hafðir?
Þú ert hetja ef þú last alla leiðina hingað....
En sem sagt ég byrjaði að lesa sögu Prússlands og það kom mér verulega á óvart hversu áhugaverð sú saga var. Ég gat því ekki hætt þegar komið var fram til 1840 og hélt áfram lestrinum. Sú staðreynd að Prússland var formlega lagt niður árið 1947 segir kannski meira en mörg orð um viðhorf til Prússlands, þó ég hafi komist að því að í raun má segja að Prússland hafi horfið við sameingu Þýskalands í Þýska keisaradæmið árið 1871. Það var þó enn stærsta einstaka ríkið innan Þýska keisaradæmisins og í Weimarlýðveldinu var litið á Prússland sem hornstein og vörð lýðræðislegra stjórnarhátta í Þýskalandi. Það er því nokkuð kaldhæðnislegt að í dag er Prússland einkum tengt þýskri hernaðarhyggju og Nazisma.
Þetta er því saga með sorglegan endir og raunar er það ótrúlega sorglegt hvernig fór fyrir Þýskalandi við valdatöku Nazista. En það eru ekki þeir sem ég ætla að tala um hér, heldur ógæfu Prússa. Því eftir að hafa kynnt mér málið, þá sé ég að það eru Prússar sem hafa goldið hvað harðast fyrir þá ógæfu sem stjórn Nazista steypti þjóðum Evrópu út í. Ekki svo að skilja að þeir hafi ekki átt sinn þátt í því að kalla þessa ógæfu yfir sig. Staðreyndin er nefnilega sú að það voru vissulega öfl í Prússlandi sem töldu að lýðveldi væri slæmur kostur fyrir Þýskaland og vildu koma á öðrum stjórnarháttum.
Það sem einkenndi Prússa þó öðrum fremur var virðing þeirra fyrir lögum og reglum. Meira að segja nútíma kapítalistar telja að krafturinn í kapítalismanum eigi einmitt rætur sínar að rekja til þessara sömu Prússa og þeirra gilda sem á engilsaxnesku er kallaðar “the protestant work ethic”. Það er rétt að benda á að Pólverjar, Frakkar, Danir og Austurríkismenn höfðu allir ástæðu til þess að hafa horn í síðu Prússa. Pólverjar fyrir þá sök að það voru Prússar og Rússar sem bókstaflega lögðu undir sig Pólska-Litháska sambandsríkið. Austurríkismenn fyrir þá staðreynd að Prússar notfærðu sér slæmt ástand Austurríska-Ungverskakeisaradæmisins til þess að leggja undir sig Silesíu og stóðu í vegi fyrir að Austurríki gæti stofnað þýskumælandi stórveldi. Frakkar áttu harma að hefna eftir ósigurinn 1870 og loks Danir fyrir Slesvík og Holstein eins og við þekkjum úr okkar eigin sögu. Reyndar ættum við Íslendingar að standa í þakkarskuld við Prússa því þetta hafði einmitt jákvæð áhrif á okkar stöðu gangvart Danmörku.
Við Norðurlandabúar eigum margt sameiginlegt með Prússum, ekki hvað síst með hvaða augum við sjáum yfirburði okkar gagnvart öðrum. Danska útvarpið hefur tekið saman áhugavert efni um sjálfsánægju Norðurlandabúa. Spurning hvort endalok Prússlands geti ekki kennt okkur Íslendingum eitthvað varðandi gildi þess að lýðræðislegir stjórnhættir séu í hávegum hafðir?
Þú ert hetja ef þú last alla leiðina hingað....
Ummæli