September bilun
Ég veit ekki hvort það er hiti sumarsins eða eitthvað annað sem kveikir í mönnum geðveiki eins og þá sem hefur helst yfir okkur í september. Það er amk. erfitt að gera sér í hugarlund hvaða ávinning menn telja af því að hertaka skóla fullan af börnum.
Hryðjuverk hafa nefnilega tilhneygingu til þess að koma í bakið á þeim sem þau fremja. Þetta var eitthvað sem Gandhi var kannski eina fyrstur til þess að skilja. Því þó hryðjuverk og ógn séu vissulega áhrifamikil tól, þá er afleiðing þeirra ekki endalega sú sem vonast var eftir. Um þetta eru nokkuð skýr söguleg dæmi frá Evrópu.
Á fyrri hluta síðustu aldar gekk yfir Evrópu hrina hryðjuverka sem beindist ekki hvað síst að ríkjandi skipulagi í álfunni. Það er kannski ekki hægt að bera slíkt saman við þau voðaverk sem nú er framin, en við skulum ekkert gleyma því að sá atburður sem hrinti af stað fyrri heimstyrjöldinni var einmitt hryðjuverk.
Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni þjóðernishyggju í Evrópu, en kannski mun frekar að hafa áhyggjur af henni á Indlandi og í Pakistan. Bæði þessi lönd búa nú yfir kjarnavopnum. Svo við séum ekkert að ræða Norður Kóreu sem mun líkri eru til þess að búa yfir bæði kjarnavopnum og vilja til að nota þau, en Írak nokkurn tíma.
En fyrir þá sem hafa áhuga á því að skoða frekar þessa þróun þá verð ég að mæla með 2 ólíkum ritum. Annars vegar er um að ræða alvöru stjórnmálafræði rit eftir Susan Strange sem heitir The Retreat of the State: The Diffusion of Power in the World Economy Þetta er áhugaverð lesning fyrir alla þá sem vilja gera sér grein fyrir hvað gerist í ríkjum þar sem ríkisvaldið hrynur. Þetta á við um lönd eins og Sovétríkin, Afganistan, Albaníu og fleiri ríki. Hit ritið er öllu léttara, en kannski ekki síður áhugavert, því þar kemur við sögu sami hópur og taldi það verða sér til framdráttar að taka skóla í gíslingu. Þetta rit er eftir Bruce Sterling og heitir Tomorrow Now: Envisioning the Next 50 Years. Bruce Sterling er rithöfundur sem var meðal helstu höfunda í cyberpunk hreyfingunni á sínum tíma og hefur skrifað áleitnar bækur um áhrif tækniþróunar á líf okkar. Í Tomorrow Now sest hann við kristalskúluna og dregur meðal annars fram áhrif þess sem hann kallar The New World Disorder eða nýju heimsóreiðuna. Ég ætla ekki að skemma fyrir með frekari lýsingum á innihaldinu en mæli með lestri þessara tveggja rita.
Hmmm...ég þarf kannski að skrifa minna og oftar hér.
Hryðjuverk hafa nefnilega tilhneygingu til þess að koma í bakið á þeim sem þau fremja. Þetta var eitthvað sem Gandhi var kannski eina fyrstur til þess að skilja. Því þó hryðjuverk og ógn séu vissulega áhrifamikil tól, þá er afleiðing þeirra ekki endalega sú sem vonast var eftir. Um þetta eru nokkuð skýr söguleg dæmi frá Evrópu.
Á fyrri hluta síðustu aldar gekk yfir Evrópu hrina hryðjuverka sem beindist ekki hvað síst að ríkjandi skipulagi í álfunni. Það er kannski ekki hægt að bera slíkt saman við þau voðaverk sem nú er framin, en við skulum ekkert gleyma því að sá atburður sem hrinti af stað fyrri heimstyrjöldinni var einmitt hryðjuverk.
Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni þjóðernishyggju í Evrópu, en kannski mun frekar að hafa áhyggjur af henni á Indlandi og í Pakistan. Bæði þessi lönd búa nú yfir kjarnavopnum. Svo við séum ekkert að ræða Norður Kóreu sem mun líkri eru til þess að búa yfir bæði kjarnavopnum og vilja til að nota þau, en Írak nokkurn tíma.
En fyrir þá sem hafa áhuga á því að skoða frekar þessa þróun þá verð ég að mæla með 2 ólíkum ritum. Annars vegar er um að ræða alvöru stjórnmálafræði rit eftir Susan Strange sem heitir The Retreat of the State: The Diffusion of Power in the World Economy Þetta er áhugaverð lesning fyrir alla þá sem vilja gera sér grein fyrir hvað gerist í ríkjum þar sem ríkisvaldið hrynur. Þetta á við um lönd eins og Sovétríkin, Afganistan, Albaníu og fleiri ríki. Hit ritið er öllu léttara, en kannski ekki síður áhugavert, því þar kemur við sögu sami hópur og taldi það verða sér til framdráttar að taka skóla í gíslingu. Þetta rit er eftir Bruce Sterling og heitir Tomorrow Now: Envisioning the Next 50 Years. Bruce Sterling er rithöfundur sem var meðal helstu höfunda í cyberpunk hreyfingunni á sínum tíma og hefur skrifað áleitnar bækur um áhrif tækniþróunar á líf okkar. Í Tomorrow Now sest hann við kristalskúluna og dregur meðal annars fram áhrif þess sem hann kallar The New World Disorder eða nýju heimsóreiðuna. Ég ætla ekki að skemma fyrir með frekari lýsingum á innihaldinu en mæli með lestri þessara tveggja rita.
Hmmm...ég þarf kannski að skrifa minna og oftar hér.
Ummæli