Bring it on...eða þannig

Ég hef áður nefnt það hér að ég lesi New York Times á vefnum, auk þess að kíkja inn á fleiri bandaríska vefmiðla. Það er eiginlega dálítið óhugnanlegt þegar maður les viðhorfs greinar í þessum vefmiðlum, hversu stór gjáin er á milli Bandaríkjana og Evrópu þessa dagana. Það sem í kjölfar 11. september 2001 virtist óhugsandi, virðist nú liggja á borðinu, þ.e.a.s. að varanlegur brestur sé komin í samstarfið innan NATO. Þetta stafar ekki hvað síst af því að á undanförnum vikum hefur verið að koma í ljós hversu alvarleg mistök Íraksstríðið var.

Í nýlegum viðhorfsgreinum í New York Times annars vegar og The Guardian hins vegar er að verða ljóst hversu alvarlegt ástandið í Írak er orðið. Jafnframt er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi þeirra sem töldu nauðsynlegt að gera innrás í Írak.

Það sem er síðan óhugnanlegast af öllu er sú staðreynd að hvorki fráfarandi utanríkisráðherranúverandi utanríkisráðherra virðast ekki sjá neina ástæðu til þess að gera okkur grein fyrir hvaða vitleysingar þetta eru sem við fórum í stríð við, þegar við ákváðum að vera í félagi með Bandaríkjunum í innrásinni. Shamil Basaev er kannski sá sem við ættum að hafa hvað mestar áhyggjur af. En afhverju virðast íslensk stjórnvöld ekki sjá neina ástæðu til þess að vara okkur við hættunni sem af þessu stafar. Fyrir nú utan furðulegan áhuga okkar á því að komast í öryggisráð Sameinuðu Þjóðana, þjóð sem ekki einu sinni rekur sína eigin öryggisþjónustu.

Ummæli

Thorey sagði…
þjófur....
en takk fyrir kveðjuna :)

Vinsælar færslur