Gus Gus er málið
Gus Gus tónleikarnir á laugardaginn eru ekki helsta ástæða þess að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að skrifa fyrr en núna. Það er einfaldlega að annað hefur haft forgang. Ég er til dæmis að leita mér að góðri digital myndavél og hef komist að því að það er úr vöndu að ráða. Ligg núna á vefnum og skoða og skoða og skoða.
Þess vegna hef ég ekki gefið mér tíma til þess að skrifa neitt hér á meðan. Verð þó að koma frá mér ánægju með frábæra tónleika Gus Gus. Ef Mínus eru bestu rokkarar landsins eru Gus Gus langbestir í elektróník. Urður er meðal okkar bestu söngkvenna og Stebbi minnir sífellt meir á þýskan þungarokkara frá svona ca. 1985. Talandi um þungarokkara og Mínus þá vöktu þeir athygli einhverja gesta sem töldu líklegustu
skýringuna á því að þeir væru á Nasa þetta kvöldið væri að ná sér í stelpur. Sem virtist að sögn ganga vel. Annars voru gestir skemmtileg blanda af fólki sem var búið til á níundaáratugnum og finnst það bara flott að ganga í tískunni frá þeim tíma og svo hinum þessum sem voru stífari og hugsanlega hrifnari af S-Ameríku. En góðir tónleikar.
Í þynnkunni á sunnudeginum þá afrekaði ég að hlusta með öðru eyranu á Silfur Egils. Verð að vera sammála einhverjum fjölmiðlaspeking sem sagði að nýja settið hans væri stíft og setti menn í stellingar. Hlustaði þar á rök um veitingu sæta í hæstarétti og finnst satt best að segja að þetta sé komið út í tóma steypu. Stendur eiginlega alveg á sama hver fær sætið og get til dæmis ekki séð að nokkur geti haldið því fram að Jón Steinar sé vondur lögfræðingur. Ef hann er maður sjálfstæðisflokksins og góður í lögum, sem allir virðast sammála um, þá skulum við bara leyfa þetta.
Sjálfstæðisflokkurinn enda flokkur sértækra aðgerða og minnir raunar orðið á Alþýðuflokkinn áður en fylgið hrundi af flokknum. Spurning hvort það sé ekki víti til að varast?
Svo heyrðist enn og aftur talað af miklum móð gegn Evrópusambandinu. Það er alveg furðulegt hve miklar ranghugmyndir andstæðingar þess virðast hafa um sambandið. Það er kannski bein afleiðing þess að ég hef setið og lesið um Weimar lýðveldið
að mér þykir málflutningur þessara andstæðinga sambandsins um margt minna á málflutning andstæðinga þess. En ætli það sé ekki bara með það eins og þegar maður les sálfræðina. Einhvern vegin hefur maður öll sömu einkennin og ætli ég heimfæri ekki bara þessar skoðanir upp á þessa íslensku andstæðinga ESB. Það vona ég í það minnsta.
Þess vegna hef ég ekki gefið mér tíma til þess að skrifa neitt hér á meðan. Verð þó að koma frá mér ánægju með frábæra tónleika Gus Gus. Ef Mínus eru bestu rokkarar landsins eru Gus Gus langbestir í elektróník. Urður er meðal okkar bestu söngkvenna og Stebbi minnir sífellt meir á þýskan þungarokkara frá svona ca. 1985. Talandi um þungarokkara og Mínus þá vöktu þeir athygli einhverja gesta sem töldu líklegustu
skýringuna á því að þeir væru á Nasa þetta kvöldið væri að ná sér í stelpur. Sem virtist að sögn ganga vel. Annars voru gestir skemmtileg blanda af fólki sem var búið til á níundaáratugnum og finnst það bara flott að ganga í tískunni frá þeim tíma og svo hinum þessum sem voru stífari og hugsanlega hrifnari af S-Ameríku. En góðir tónleikar.
Í þynnkunni á sunnudeginum þá afrekaði ég að hlusta með öðru eyranu á Silfur Egils. Verð að vera sammála einhverjum fjölmiðlaspeking sem sagði að nýja settið hans væri stíft og setti menn í stellingar. Hlustaði þar á rök um veitingu sæta í hæstarétti og finnst satt best að segja að þetta sé komið út í tóma steypu. Stendur eiginlega alveg á sama hver fær sætið og get til dæmis ekki séð að nokkur geti haldið því fram að Jón Steinar sé vondur lögfræðingur. Ef hann er maður sjálfstæðisflokksins og góður í lögum, sem allir virðast sammála um, þá skulum við bara leyfa þetta.
Sjálfstæðisflokkurinn enda flokkur sértækra aðgerða og minnir raunar orðið á Alþýðuflokkinn áður en fylgið hrundi af flokknum. Spurning hvort það sé ekki víti til að varast?
Svo heyrðist enn og aftur talað af miklum móð gegn Evrópusambandinu. Það er alveg furðulegt hve miklar ranghugmyndir andstæðingar þess virðast hafa um sambandið. Það er kannski bein afleiðing þess að ég hef setið og lesið um Weimar lýðveldið
að mér þykir málflutningur þessara andstæðinga sambandsins um margt minna á málflutning andstæðinga þess. En ætli það sé ekki bara með það eins og þegar maður les sálfræðina. Einhvern vegin hefur maður öll sömu einkennin og ætli ég heimfæri ekki bara þessar skoðanir upp á þessa íslensku andstæðinga ESB. Það vona ég í það minnsta.
Ummæli