Upp úr leiðindunum

Föstudagur og ég bara verð að komast upp úr öllu þessu neikvæða tali og hvað er betur til þess fallið en sjónvarpið. Það er nefnilega það góða við íslenskt fjölmiðlaumhverfi að hér eru ekki of margar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að hægt er að eiga umræður við fólk um sjónvarpsefni og svona flestir hafa séð það sem um er rætt. Manni líður líka pínulítið utangátta þegar sjónvarpsefni sem maður hefur ekki aðgang að er til umræðu. Svo ég bið þig fyrirgefningar á því fyrirfram ef þú hefur ekki séð eitthvað af því sjónvarpsefni sem hér er til umræðu.

Ég horfi á sjónvarp og skammast mín bara ekkert fyrir það. Ég fíla alveg svona one-way mindless communication og veit það bara að ég er að taka upplýsta ákvörðun um að nýta ekki tíma minn í eitthvað annað á meðan. Eins og öllum sem eru komnir með sjálfræðisaldur þá finnst mér heimurinn fara versnandi á öllum sviðum og þ.m.t. sjónvarpsefni. Ég á t.d. óskaplega erfitt með að sætta mig við meiri hluta þess raunveruleikasjónvarps sem núna er í gangi.

Sori eins og Pardise Hotel, There’s Something about Miriam, Bachelor, Simple Life, Americas Next Top Model og Temptation Island svo einhver dæmu séu nefnd eru algjörlega botninn að mínu mati. Fyrir því eru tvær megin ástæður, annars vegar að mannfyrirlitning þeirra sem gera þættina er algjör og hins vegar að efnið er einfaldlega svo ótrúlega óspennandi. En ég skal líka fúslega viðurkenna að ég hef eytt einhverjum smá tíma í að horfa á alla þessa þætti, til þess einmitt að vera ekki bara tuðandi yfir einhverju sem ég hefði aldrei horft á.

Til allrar hamingju er þetta þó ekki alslæm þróun og ég get alveg virðurkennt að hafa gaman af nokkrum þáttum af þessu tagi. Þeir tveir þættir sem ég hef fylgst með af miklum áhuga eru annars vegar The Amazing Race og hins vegar The Block.

The Amazing Race sem nú er akkúrat að fara byrja á Stöð 2 finnst mér ferlega skemmtilegur, ekk hvað síst vegna þess að maður þarf ekkert að trúa því að kvikmyndatökuliðið sé ekki til staðar. Þar er líka keppendum öllum sýnd virðing og með því snilldarbragði að gefa keppendum tækifæri á því að vinna upp forskot þeirra sem fremstir eru, þá helst þetta spennandi alla leiðina. Mæli hiklaust með The Amazing Race.

The Block sem er ættaður frá Ástralíu ber þess einmitt sterk merki að vera ekki frá Bandaríkjunum. Það er ennþá fullt af húmor í gangi og það er heldur ekki verið að kjósa neina í burtu. Eftir að hafa búið inn á gafli með þeim sem tóku þátt í því að gera upp heilt hús, þá fannst manni maður eiginlega þekkja þetta fólk. Það var allt svo mannlegt og allir jafn skemmtilega klikkaðir. Ég veit að það verður framhald á áhorfi mínu á The Block.

En þetta er auðvitað alltaf að verða líkara og líkara Brave New World.

Um helgina ætla ég á GusGus tónleika á Nasa og fá vonandi að heyra eitthvað af nýja efninu þeirra.

Ummæli

Vinsælar færslur