Ísland best í heimi

Fyrsti desember er merkilegur dagur. Í dag er um allan heim minnt á að meðal okkar er plága. Ólæknandi sjúkdómur sem við köllum alnæmi. Við erum reyndar svo heppin öll að þetta er ekki sjúkdómur sem smitast auðveldlega. Þannig getum við umgengist fólk með þennan sjúkdóm án þess að eiga neitt á hættu. Það er ekki nema við blóðgjöf og kynlíf sem einhver hætta er fyrir hendi. Svo eru líka komin fram lyf sem halda HIV smiti niðri. Svo fólk getur lifað við sjúkdóminn í mörg ár. Þess vegna eigum við að sýna þeim sem þjást af þessum sjúkdómi þá virðingu að koma fram við það eins og við myndum vilja að aðrir kæmu fram við okkur. Sem er raunar góð og gild regla í mannlegum samskiptum.

En þessi dagur er líka merkilegur í Íslandssögunni. Því á þessum degi fyrir 99 árum síðan, urðum við fullvalda þjóð. Því þó við höfum ákveðið að verða lýðveldi og slíta sambandinu við Dani árið 1944. Þá er 1918 raunar merkilegri dagur. Því þann dag urðum við jafnfullvalda og Kanada og Ástralía eru í dag. Ég get ekki annað en verið ánægður með að þennan dag fyrir öllum þessum árum. Þegar heimurinn allur var í heljargreipum plágu sem kölluð var spænska veikin. Þá varð Ísland að fullvalda þjóð í eigin landi, þó sambandinu við Dani væri ekki slitið fyrr en síðar.

Sumum hér á landi finnst sem sjálfstæði okkar og fullveldi verði ekki varið nema með því að Ísland einangrað sem mest frá umheiminum. Ég er þess fullviss að svo er ekki. Því mín skoðun er sú að við séum sterkari saman í hóp. Að í góðum hópi myndum við halda áfram að vaxa og dafna. En með núverandi stöðu okkar séu við á ystu brún. Í stað þess að vera með í liðinu. Nema bara svo óbeint. Þjóðernishyggja er enda á undanhaldi. Ég heyrði í gær því haldið fram að okkar fremsta unga fólki liti ekki á sig sem Íslendinga eða Evrópubúa, heldur jarðarbúa. Birtingarmyndir þjóðernishyggjunnar. Hafa enda valdið meiri skaða á þessum 99 árum en nokkurn hefði getað grunað þarna undir lok stríðsins sem enda átti öll stríð. Betur að rétt hefði reynst.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
mér fannst meira gert úr 1.des. í "gamla daga", man t.d. að það var alltaf ball í háskólanum á þessum degi...

1. des hlýtur að hafa farið í úreldingu.

Vinsælar færslur