Smá um Evrópu og Airwaves

Ég fór á ársfund Evrópusamtakana í síðustu viku. Ef það hefur eitthvað farið á milli mála, þá skal það bara tekið fram opinberlega, að ég er fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég blæs á fullyrðingar um að við myndum tapa sjálfstæði okkar ef við göngum í þetta samband. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að við Íslendingar munum hafa gæfu til þess að sækja um aðild áður en ytri aðstæður reka okkur til þess. Þetta verður ekki í síðasta skipti sem ég skrifa um þetta málefni, enda er ég þeirrar skoðunar að allar helstu endurbætur á íslensku stjórnmála og atvinnulífi megi rekja til Evrópu. Þar er tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar öflug útrás íslenskra fyrirtækja sem aldrei hefði orðið ef við hefðum ekki samþykkt samninginn um EES. Hins vegar þær gríðarlegu réttarbætur sem við höfum sótt til mannréttindardómstóls Evrópu. En ég læt þetta nægja um málið í bili.

Um helgina heyrði ég í frábæri íslenskri hljómsveit sem heitir NLO og spilar alveg ferlega skemmtilega danstónlist. Kæmi mér ekki á óvart þó NLO eigi eftir að ná einhverjum árangri í útrás íslenskra tónlistar. Þetta voru tónleikar á vegum Iceland Airwaves og það fór ekkert á milli mála um helgina að bærinn var pakkaður af útlendingum. Undarlegt að standa á tónleikum og heyra meira talað á sænsku og ensku, en íslensku. Skemmtilegt samt og Iceland Airwaves er skemmtilegt fyrirbæri.

Annað skemmtilegt fyrirbæri sem ég fann á Netinu er þessi einfaldi en samt ótrúlega skemmtilegi leikur.

Hey og hvernig væri svo að fá einhver comment hérna inn...þarf ég að setja upp lottó?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
This is a comment!

=Y=
Nafnlaus sagði…
Ég held að þín skoðun um Evrópumál hafi aldrei farið neitt á milli mála;) Ef þú setur upp lottó þá pant ég vinna. kv Í

Vinsælar færslur