Kerry eða Bush

Það er merkilegt að fylgjast með Bandarísku forsetakosningunum, ekki hvað síst fyrir þær sakir, að okkur sem búum utan Bandaríkjana tekst svo óskaplega vel að greina kosningarnar fyrir Westan (hóst, hóst). Eiginlega verður maður alveg frá sér numinn af bullinu sem veltur upp úr fréttaskýrendum hér heima, sem leggjast í kapp við að misskilja hlutina.

Regla númer 1. Bandarísk stjórnmál snúast um innanríkismál.

Bandaríkjamenn eru lítið fyrir það að slá af forseta þó þeir séu í stríði og það jafnvel þó stríðið sé vont, málstaðurinn bull og engir bandamenn, svo framarlega sem útlit er fyrir að stríðið sé á réttri leið og sigur í sjónmáli. Víetnam var klúður í amk. 8 ár áður en Bandaríkjamenn misstu trúna. Það sem skiptir Bandaríkjamenn miklu meira máli er hversu vel þeim líður, bæði hvað varðar trú þeirra á því að stjórnvöld verji þá fyrir óvinum og að þeim líði vel efnahagslega.

Regla númer 2. Sitjandi forseti vinnur kosningarnar.

Það er ótrúlega erfitt að tapa kosningum númer 2. Það er reyndar svo auðvelt að vinna kosningar að Bandaríkjamenn hafa sett takmörk á það hversu oft má kjósa sama aðila forseta og sami maður (aldrei hingað til verið kona) situr því í mesta lagi í 8 ár. Þetta ákvæði var sett í kjölfar afsagnar Richard Nixon. Á þessu eru undantekningar.

Regla númer 3. Vont efnahagsástand getur fellt sitjandi forseta.

Efnahagsmál urðu Hoover, Jimmy Carter og Bush eldri að falli. Vondur efnahagur er versti óvinur sitjandi forseta. Leiða má að því líkum að stríðið í Írak hafi átt að rétta við efnahaginn. Búist var við því að olíumarkaðir myndu róast í kjölfarið og olíuverð lækka, sem síðan myndi hafa góð áhrif á efnahagslífið. 2004 átti að verða besta árið hjá Bush yngri. Svo fór þó ekki og sönnuðust þar orð Clausewitch sem vildi meina að það að fara í stríð til að koma í veg fyrir stríð, sé eins og að drepa sig til að komast hjá snákabiti.

Fyrir áhugafólk um betri stjórn í USA bendi ég á hinn stórskemmtilega vef Insta Protest

Ummæli

Vinsælar færslur