Ég skulda
Eins og allir íslendingar þá skulda ég. Ég ákvað til dæmis að fjárfesta í menntun og skulda því LÍN nokkuð stórar fjárhæðir. Fyrir það lán, greiði ég sem svarar til eins mánaðartekna sem þýðir að ég fæ í rauninni ekki nema 11 mánuði greidda á ári, því 12. mánuðinn er ég að greiða afborganir af fjárfestingu minni í menntun. Sem er dáldið stíft prógram, sérstaklega af því að ég kem til með að vera greiða af þessum lánum meira eða minna alla ævi, en lánin eru hagstæð og því kvarta ég ekki.
Ég skulda líka húsnæðið sem ég bý í. Hlutfallslega minna en ég gerði, því fasteignaverð hefur verið að hækka og þar með hefur hlutfall þess sem ég skulda verið að minnka. Ég er því að verða ríkari og ríkari, án þess að hafa neitt fyrir því. Reyndar á ég afar erfitt með að innleysa þennan hagnað, því svo framarlega sem ég er ekki á leið úr landi eða í gröfina þá þarf ég væntanlega á húsnæði að halda og mun því lítið græða á hækkandi fasteignaverði nema svona helst að mér líður betur í sálinni. Sem er mjög gott.
Þetta leiðir hugan að því að við erum flest (ef ekki öll, ekki þú reyndar sem ert að lesa þetta, þú ert pottþétt klárir en við hin) ótrúlega vitlaus þegar kemur að því að hafa vit á peningunum okkar. Um þetta las ég ótrúlega skemmtilega bók sem heitir Eat the Rich eftir P.J. O’Rourke. Það er svo sem alveg rétt að nefna það að höfundurinn er bandarískur hægrimaður, en skemmtilegur penni þrátt fyrir það.
Í bókinni fjallar O’Rourke um þá einkennilegu staðreynd að við eyðum mun minni tíma í að átta okkur á fjármálum en flestum öðrum hlutum sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef við horfum til dæmis á aðalnámskrá grunnskóla landsins (skyldunámið) þá er eytt mun meiri tíma í allar námsgreinar aðrar en peningavit. Sem er ekki einu sinni á námskránni.
Þetta þýðir það að við eigum ótrúlega erfitt með að átta okkur á því hvernig við getum best farið með penningana okkar. Á þetta spila þannig bæði Lottó (Skattur á fátækt fólk sem kann ekki að reikna), kreditkortafyrirtækin og bankarnir. Afhverju eru svona gríðarlega háir vextir á kreditkorta skuldum? Jú, það er vegna þess að við vanmetum alltaf hversu dýrt það verður að skulda. Þess vegna fáum við okkur veltu kort og erum rík í nokkra mánuði, en gengur kannski sínu verr að greiða niður skuldina eftir sukkið. Þess vegna finnst okkur allt í lagi þó að fjármálaráðherra ljúgi að okkur ár eftir ár um að þetta verði í plús á næsta ári, það er jú bara það sem við ljúgum að okkur sjálfum um hver mánaðarmót...eða hvað?
Ég skulda líka húsnæðið sem ég bý í. Hlutfallslega minna en ég gerði, því fasteignaverð hefur verið að hækka og þar með hefur hlutfall þess sem ég skulda verið að minnka. Ég er því að verða ríkari og ríkari, án þess að hafa neitt fyrir því. Reyndar á ég afar erfitt með að innleysa þennan hagnað, því svo framarlega sem ég er ekki á leið úr landi eða í gröfina þá þarf ég væntanlega á húsnæði að halda og mun því lítið græða á hækkandi fasteignaverði nema svona helst að mér líður betur í sálinni. Sem er mjög gott.
Þetta leiðir hugan að því að við erum flest (ef ekki öll, ekki þú reyndar sem ert að lesa þetta, þú ert pottþétt klárir en við hin) ótrúlega vitlaus þegar kemur að því að hafa vit á peningunum okkar. Um þetta las ég ótrúlega skemmtilega bók sem heitir Eat the Rich eftir P.J. O’Rourke. Það er svo sem alveg rétt að nefna það að höfundurinn er bandarískur hægrimaður, en skemmtilegur penni þrátt fyrir það.
Í bókinni fjallar O’Rourke um þá einkennilegu staðreynd að við eyðum mun minni tíma í að átta okkur á fjármálum en flestum öðrum hlutum sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef við horfum til dæmis á aðalnámskrá grunnskóla landsins (skyldunámið) þá er eytt mun meiri tíma í allar námsgreinar aðrar en peningavit. Sem er ekki einu sinni á námskránni.
Þetta þýðir það að við eigum ótrúlega erfitt með að átta okkur á því hvernig við getum best farið með penningana okkar. Á þetta spila þannig bæði Lottó (Skattur á fátækt fólk sem kann ekki að reikna), kreditkortafyrirtækin og bankarnir. Afhverju eru svona gríðarlega háir vextir á kreditkorta skuldum? Jú, það er vegna þess að við vanmetum alltaf hversu dýrt það verður að skulda. Þess vegna fáum við okkur veltu kort og erum rík í nokkra mánuði, en gengur kannski sínu verr að greiða niður skuldina eftir sukkið. Þess vegna finnst okkur allt í lagi þó að fjármálaráðherra ljúgi að okkur ár eftir ár um að þetta verði í plús á næsta ári, það er jú bara það sem við ljúgum að okkur sjálfum um hver mánaðarmót...eða hvað?
Ummæli