Segjum sögur

Ég hef verið að vinna að verkefninu mínu með nokkrum hléum. Eitt af því sem ég hef nú ákveðið að gera er að fylgja fordæmi Seth Godin og senda frá mér nokkrar línur á hverjum degi. Taka frá 30 mín á hverjum degi til að skrifa hugleiðingu. Bæði af því að ég get það. Og ekki síður hitt að það heldur mér í góðri æfingu við skriftir.

   

 Seth hefur lengi verið mér fyrirmynd. Eiginlega alveg frá því að ég keypti fyrir tilviljun “Free Prize Inside: The Next Big Marketing Idea”. Hún kom út í kjölfarið á Purple Cow og hugmyndin eins og Seth útskýrir sjálfur er einföld

 “As marketers, our instinct is to believe that we have to make a product or service that flies faster, jumps higher, costs less, works infinitely better and is generally off the charts at doing what the product is supposed to do. We get our minds around one performance metric and decide that the one and only way we can be remarkable is to knock that metric out of the park. So, hammers have to hammer harder, speakers have to speak louder and cars have to accelerate faster. Nonsense. This is a distraction from the reality of how humanity chooses, when they have a choice. We almost never buy the item we buy because it excels at a certain announced metric. Almost no one drives the fastest car or chooses the most efficient credit card. No, we buy a story.” 

 Seth leggur heilmikið uppúr því að við nýtum okkur allar leiðir til að segja sögur og þess vegna ætla ég að segja einhverjar sögur. Gera það reglulega á hverjum degi og eyða í að allt að 30 mínútum á hverjum degi.

Ummæli

Vinsælar færslur