Varist falsspámenn


Um helgina rak ég augun í fréttir af áhyggjum af áhrifum falsfrétta og áróðurs á lýðræðisþróun á Íslandi. Eitthvað sem er virkilega ástæða til að hafa áhyggjur af. Það er nefnilega alveg dagsljóst að áhrif samfélagsmiðla á þjóðfélög hefur að mörguleiti verið neikvæð. Hægt er að nota þá til þess að koma af stað dreifingu á falsfréttum, misvísandi upplýsingum og hreinlega bulli. Á sama tíma hafa stjórnmálaöfl séð sér hag í því að beina spjótum sínum að hefðbundnum fjölmiðlum og telja þá vera hluta af þessu vandamáli. Það skyldi því engan undra að fólk sé í ákveðnum vandræðum með að greina á milli raunverulegra atburða og frétta og áróðurs og falsfrétta.

Fyrir tilkomu samfélagsmiðla og netsins þá var dreifing upplýsinga að mestu í gegnum hefðbunda fjölmiðla, dagblöð, útvarp og sjónvarp. Það fór eftir stjórnarfari í viðkomandi landi hvernig stýring og eignarhald var á þessum miðlum. Þeir voru líka klárlega misáreiðanlegir - þannig var sovéski sannleikurinn (Pravda) þekktur fyrir nokkuð grímulausan áróður. Á meðan BBC og sambærilegir ríkisfjölmiðlar á vesturlöndum voru flestir sæmilega óháðir stjórnvöldum (amk. á friðartímum) og svo var fjölmiðlafrelsi nokkuð afgerandi í Bandaríkjunum. Þeir komu sér upp vinnuaðferðum sem áttu að tryggja sæmilega góðan fréttaflutning og að gæði fréttaefnis væri í lagi.

Þetta voru þó ekki fullkomnir miðlar. Fjölmargir hafa í gegnum tíðina orðið til þess að gagnrýna fjölmiðla. Nixon kenndi þeim til dæmis um ófarir í Víetnam, Chomsky sagði þá ekki nægilega gagnrýna og opna og Adam Curtis taldi að sú heimsmynd sem þeir hefðu byggt á væri svo einföld að hún stæðist ekki skoðun. M.ö.o. þeir hafa verið gagnrýndir bæði frá hægri og vinstri.

Kosturinn við hefðbunda fjölmiðla er að þar er ritstýring. M.ö.o. það er einhver sem tekur afstöðu til upplýsinga. Metur hvort þær teljist áræðanlegar og birtir þá ekki þær sem þykja ekki nægilega líklegar til að vera sannleikanum samkvæmt. Þetta tekst ekki alltaf og stundum eru fréttir hreinlega rangar. Það kemur jafnvel fyrir að fjölmiðlafólk skáldi upp fréttir. En það er samt sem áður markmið hefðbundina fjölmiðla að reyna að skila af sér sannleikanum. Það er því líklegra að þú sjáir sannleika í fréttum frá hefðbundnum fjölmiðlum.

En hvað getur þú gert til að vera betri upplýsinga neytandi?

1. Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum. Ef það kemur ekki frá hefðbundnum fjölmiðli - t.d. RÚV, BBC eða Le Monde - þá gætir þú verið að sjá falsfréttir

2. Ef þú ert í vafa. Kíktu við á Snopes.com og svo er Media Bias/Fact Check næsta stop. Það er t.d. algengt að miðlar til hægri og vinstri hafi ákveðið sjónarhorn á fréttir. Ekki endilega rangt sjónarhorn, en kannski ekki allur sannleikurinn og oft ákveðin skilaboð í gangi. Fox News er t.d. bókstaflega stofnuð til að vera fréttastöð sem væri til hægri í stjórnmálum og Guardian í Bretlandi telst vera fremur til vinstri.

3. Trúgirni opinberast á samfélagsmiðlum. Það að þú sendir út skilaboð um að þú hafir fallið fyrir falsi. Það gefur færi á þér. Þú kemst þar með á lista (eða í gagngrunn) yfir fólk sem hugsanlega gæti fallið fyrir falsfréttum eða gylliboðum. Hugsaði þig um áður en þú dreifir einhverju á samfélagsmiðla.

Ummæli

Vinsælar færslur