Alþjóðavæðumst


Ég hef verið mikill og ákafur fylgismaður hnattvæðingar. Tel að bæði sé hún af hinu góða og eins hitt að það séu fjölmargir hlutir sem kalli á viðbrögð allra þjóða. Fyrir mér er það augljóst að frjálst og hindrunarlaust flæði vöru og þjónustu sé af hinu góða. Enda hef ég notið þess í ríkum mæli að hafa verið á lífi á sama tíma og hnattvæðing jókst hratt. En undanfarin ár hef ég tekið eftir því að stjórnmálin eru að þróast í aðra átt. Economist fjallar um þetta ínýlegri grein.

Globalisation made the world a better place for almost everyone. But too little was done to mitigate its costs. The integrated world’s neglected problems have now grown in the eyes of the public to the point where the benefits of the global order are easily forgotten.

Photo by slon_dot_pics from Pexels

Þetta var raunar alltaf fyrirséð. Það var algjörlega fyrirséð að sérhæfing myndi hafa þær afleiðingar að einhverjum myndi farnast verr. Þannig gripu velferðarríkin í Evrópu inn í og gerðu fjölmargt til að minnka þann sársauka sem fylgdi breytingunum. Sumir vilja horfa til baka og telja að í fortíð hafi verið betri heimur. Með fjármálahruninu 2008 fær sá hópur byr undir báða vængi.

Þetta er ekki glænýtt vín. Þessar hugmyndir eru bara gamli fasisminn sem á rætur sínar í þjóðfélagsbreytingum Evrópu í kjölfar fyrra heimsstríðs. Hrun þeirrar heimsmyndar sem hafði verið ríkjandi kallaði fram hugmyndir um bæði lýðræði og einræði. Trú á að sterkir leiðtogar gætu náð meiri árangri en hið spillta lýðræði embættismanna. Við höfum verið blessunarlega að mestu laus við þessar hugmyndir, en það er stutt í þetta hjá ákveðnum hópum.

Trump, Orban, Bolsonaro, Putin eru allt dæmigerðir leiðtogar sem spila inn á þessar tilfiningar sér til framdráttar. Hér á landi eiga þeir sér áðdáendur sem verja þá ákaft. Sumir jafnvel fengið sérstakar viðurkenningar fyrir vasklega framgöngu í stuðningi sínum.


Ummæli

Vinsælar færslur