Hversu vel viltu að sé fylgst með þér?



 Ég las í gær frábæra umfjöllun New York Times um hversu miklar upplýsingar er hægt að fá um ferðir fólks í gegnum alla þessa snjallhluti sem við berum með okkur. Þetta ætti að vera okkur flestum umhugsunarefni. En er það ekki. Því opinberir aðilar virðast algjörlega sofandi fyrir þessu. Persónuvernd á Íslandi virðist sem dæmi ekki hafa nokkra skoðun á þessu. Í það minnsta fann ég ekkert við leit á vefnum hjá þeim. Það er því vel þess virði að lesa þessa grein frá New York Times fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál aðeins betur.

Það hefur raunar verið vitað nokkuð lengi að símtæki getur verið notað til upptöku og það hefur verið hægt að staðsetja tækið með ákveðinni nákvæmni út frá staðsetningu símsenda. Það sem er að breytast núna er að fjölmörg smáfforit sem eru á snjállsímum vinna með staðsetningarupplýsingar og skrá þær. Sömuleiðis öll snjallúrin sem við berum með okkur og svo að sjálfsögðu öll krakkaúrin. Það sem við vitum kannski ekki er að þessar upplýsingar eru að ganga kaupum og sölum. Það er m.ö.o. ekki sérlega flókið að komast yfir upplýsingar sem sýna t.d. hvaða leið þú hleypur oftast. Eða hvernig barnið fer í og úr skóla. Sem hugsanlega eru upplýsingar sem við myndum ekki vilja að séu opinberar.

Your Apps Know Where You Were Last Night, and They’re Not Keeping It Secret



Ummæli

Vinsælar færslur