Skraut, prjál og óþarfi
Ég
verða viðurkenna ást mína á Búdapest. Kom þangað fyrst fyrir
áratug og það var eitthvað við þessa borg sem ég féll fyrir.
Í fyrstu heimsókn minni gisti ég á gistiheimili sem komið hafði
verið fyrir í íbúð rétt við eina af fallegustu strætum
Búdapest - Andrassy út - sem er m.a. á skrá Unesco yfir
heimsminjar. Það var eitthvað dásmlegt við þessa borg. Hún
minnti mig á aðrar borgir sem ég hafði heimsótt - var einhver
blanda af Madríd, Berlín, London en á sama tíma svo klárlega
Búdapest og hluti af einhverju öðru. Ég rölti heilmikið um
borgina og smakkaði bæði mat og drykk. Sem var dásamlega ódýr á
þessum tíma þegar íslenska krónan fór sem lægst þarna árið
eftir hrun.
Budapest
á sér langa sögu, en borgin sem stendur núna er sannkallaður
hrærigrautur. Hún kom ekki sérlega vel undan seinna stríði -
Sovéski herinn fór ekki sérlega mjúkum höndum um borgina og
byltingin 1956 hafði lika sitt að segja. Við endurbyggingu þá
urðu til hverfi þar sem öll áhersla var á hraða uppbyggingu og
þá sérstöku tegund fjölbýlishúsa sem einkenir öll lönd sem
komust í kynni við Sovétríkin og voru austan við járntjaldið.
Hugmyndin
að þessum húsum var í sjálfu sér ekki svo slæm. Hún var sú
að allir ættu rétt á húsnæði. Það skyldi vera einfalt og
ódýrt og ekkert óþarfa prjál. Sem var algjörlega á skjön við
það sem hafði verið ríkjandi í Búdapest á meðan Búdapest
var hluti af Austur-Ungverska keisaradæminu. Þá hafði nefnilega
verið lögð á sú skylda að allar byggingar í Búdapest skyldu
hafa skreytingu. Sú skreyting átti að jafnaði að vera 10% af
byggingarkostnaði. Afleiðingin varð svo sú að sumar byggingar í
Búdapest eru sérlega skrautlegar að sjá – en kannski ekki alveg
eins merkilegar og ætla mætti við fyrstu sýn.
Ég
er sérstakur áhugamaður um þennan byggingarstíl sem einkenndi
Sovétríkin og fylgitungl. Þetta er ekki beinlínis mikið fyrir
augað. En það var heldur ekki hugmyndin. Hér á landi má finna
byggingar sem kallast á við þessar. Breiðholtið, Grafarvogur og
Grafarholt – raunar stór hluti þeirra fjölbýlishúsa sem hér
hafa verið reist frá 1960 hafa haft þessi einkenni. Það er verið
að vinna með einingar. Modernisminn er ekki fjarri og afar lítil
áhersla á skreytingar eða listaverk. Raunar algjörlega þvert á
móti lögð áhersla á að verktakar þyrftu sem minnst að huga að
slíku.
Ummæli