Rigning

Það rignir á Ko Tao. Ég hugsaði næstum því, auðvitað er rigning á Ko Tao. Enda er þetta blautasti tími ársins. Ég kom mér líka inn á gistingu á rólegasta hluta strandarinar hérna. Ekki eins og það sé iðandi líf og fjör hér í dag. Þvert á móti. Þetta er án efa rólegasti hlutinn af þessu fríi mínu. Þarf heldur ekki að koma beinlínis á óvart. Það er einu sinni blautasti tími ársins á þessu svæði og þá er ekki nema furða þó strandarbær fái á sig rólegt yfirbragð. En gistingin er samt ósköp fín. Stór strandaskáli sem væri frábær í sól og hita. Ég er svona mínútu að rölta á ströndina og það tók mig svona korter að rölta aðalgötuna. Já, ef það er hægt að tala um aðalgötu.

Ég er svona að verða ferðasaddur. Finnst þetta orðið ágætt. Hefði verið til í nokkra daga af sól og strönd. Því þó að það sé ósköp heit og notalegt, þá er bara ekki sama stuðið að vera í rigningu og sól. Ég kem í það minnsta ekki að til með að þurfa nota alla sólarvörnina mína. Náði auk þess að vera bitinn eins og gatasigti í Chiang Mai. Týndi vörninni minni og nennti ekki að kaupa nýja alveg strax. Mikil mistök. En þetta hefur svo sem alveg verið í lagi. Ég hef í það minnsta ekki lent í jafn miklum vandræðum og fólkið frá Bandaríkjunum sem ég var samferða í rútu á leiðinni hingað.

Þau áttu samfeldan hörmungardag í gær. Veit ekki hversu glöð þau eru hér í dag. En þeim tókst að byrja á því að kíkja í rauða hverfið í Bangkok. Þar þurftu þau að leggja fram 250 dollara fyrir barnum. Daginn eftir ætluðu þau að kíkja á konungshöllina (sem ég kíkti á fyrsta daginn) og lentu þá í því að vera sagt að það væri lokað. Sem er algjör lýgi. Svo það var rúntað með þau um bæinn, allt nema auðvitað konungshöllina. Svo lentu þau í vandræðum með leigubílsstjóra sem keyrði með þau í hringi og endaði á því að skilja þau eftir í reiðileysi. Þau voru ekki glöð með dvöl sína á Tælandi eftir þessa upplifun. Það skemmtilega var að þau höfðu verið í Hong Kong á sama tíma og ég. Meira að segja farið á sömu gleði og ég. En síðan höfðu þau farið til Vietnam. Sem þau sögðu að hefði verið frábært. Alveg ólíkt Tælandi. Ég er svolítið leiður yfir því að sleppa Vietnam, en á sama tíma er ég að fá nóg af þessum ferðalögum mínum. Sjáum til hvernig þetta þróast hérna, en ef ekki birtir á morgunn, þá held ég að leiðin liggi aftur til Bangkok og ég fari að koma mér áleiðis til Evrópu.

Ummæli

Vinsælar færslur