Bangkok er stór borg

Það fer ekkert á milli mála. Þegar ég spurði til vegar í gærkvöldi hjá starfsfólki gistihúsins sem ég gisti á. Herbergið mitt er reyndar minna en hið fyrra og engar svalir, en á móti kemur að þetta er mun snyrtilegra, hér er sundlaug og allt fullt af túristum sem auðvelt er að spjalla við á barnum. Hitt var frekar dapurlegt orðið og þó ég geri ekkert of miklar kröfur, þá líður mér mun betur hér. En já, aftur að Bangkok. Þetta er sem sagt stórborg. Ég er í þeim hluta sem er fullur af bakpokaferðalöngum og raunar fullur af túristum. Hér er eiginlega auðveldara að hitta fólk frá Írlandi, Slóvakíu, Svíþjóð, Spáni og Kanada, svo heimalönd þeirra sem ég hef spjallað við hingað til séu nefnd. Þannig af einhver ætlar að heimsækja Bangkok þá þekkja allir hér Khao San Road. En vegalengdir hér eru töluvert aðrar en á Íslandi. Hér þykir nefnilega stutt að fara í hálftíma ferð. Það er nálægt. Ég veit ekki ennþá hvað er langt í burtu, en það tekur klukkutíma að komast héðan út á flugvöll til dæmis.

Svæðið sem ég bý hefur síðan þann ókost að það er ekki tengt við nýlegt lestarkerfi Bangkok. Svo það þarf að treysta á leigubíla, sem reyndar er nóg af hér. Á móti kemur að hér er stutt að fara í helsta hof þeirra og konungshöllina (þar sem reyndar engin býr að því að mér skilst). En akkúrat það að hér er mikið af ferðafólki og hitt að ekki er hægt að komast með lestum á milli staða. Hefur orðið til þess að hér er reynt að svindla manni. Svindlið er einfalt. Þú leggur af stað til að skoða þig um. Reynir að fá einhvern sem keyrir Tuk Tuk til að skutla þér.

“Nei, heyrðu það er lokað þar sem þú ert að fara. En ég veit. Ég skal fara með þig í ódýra skoðunarferð á meðan og þú kemur svo á besta tíma á staðinn”

Þetta var reynt á mér í gær. Rölti framhjá, því ég þekkti svindlið. En þeir nota greinilega farsíma. Því rétt skömmu seinna þá gekk fram á mig vinalegur maður. Spurði hvort ég væri útlendingur og hvert ég væri að fara. Gæti aðstoðað mig við að finna út úr því hvernig væri best að rölta. Ég var svona frekar grunlaus með þetta, alveg þangað til Tuk Tuk gaurinn renndi fyrir “tilviljun” upp að gangstéttinni. Þá skildi ég hvernig þessu var háttað. Ég rölti bara áfram, en heyrði í það minnsta 3 sinnum útlendingum sagt að það væri lokað á staðnum. Sem að sjálfsögðu var opinn.

Ummæli

Vinsælar færslur