Búinn að vera veikur
Búinn að vera veikur síðan ég átti afmæli. Sem var ferlega skemmtilegt. Fyrsta skipti sem ég held afmæli í sveitinni, en pottþétt ekki í síðasta skipti. Er eiginlega að spá í að halda stórafmælið í sveitinni. Veit samt ekki alveg hvort það yrði nógu vinsælt. En það er fyrsta hugmyndin sem mér hefur litist vel á. En sem sagt vel heppnað afmæli, svona fyrir utan það að ég var eiginlega raddlaus. Hef verið það síðan. Fékk nefnilega einhverja ógurlega hæsispest sem nú ríður yfir landsmenn. Fengið að heyra að ég sé með það sem allir eru með, sem er gott, því maður vil helst ekki vera með einhverja undarlega pest. Þá fyrst yrði maður nú alvarlega hræddur um heilsuna.
En ég fór sem sagt í sveitina og fékk nokkra af mínum bestu vinum í heimsókn. Ekki alveg alla og maður er svo sem orðinn vanur því. Aldrei verið neitt ofsalega auðvelt að smala þessum vinum saman svona rétt fyrir jólin. En vegna þess að ég hef eiginlega bara verið rúmfastur og hóstað undanfarna daga, þá hef ég lítið gert af því að skrifa hingað inn og kannski enn minna af því að skoða aðra blogga. En í kvöld varð þar breyting á og ég rakst á þennan litla leik – sem kannski fær nú loksins einhvern til þess að skrifa eitthvað hérna inn.
Þetta er skemmtilegur bloggleikur sem gengur út á að þú lesandi verður að kommenta á þessa færslu undir nafni og ég geri eftirfarandi á kommentasíðunni í staðinn:
Jæja, spennandi að sjá hvort eitthvað gerist.
Hey – ég komst líka að því að ég átti þátt í því að velja nafn á þessa litlu stúlku
En ég fór sem sagt í sveitina og fékk nokkra af mínum bestu vinum í heimsókn. Ekki alveg alla og maður er svo sem orðinn vanur því. Aldrei verið neitt ofsalega auðvelt að smala þessum vinum saman svona rétt fyrir jólin. En vegna þess að ég hef eiginlega bara verið rúmfastur og hóstað undanfarna daga, þá hef ég lítið gert af því að skrifa hingað inn og kannski enn minna af því að skoða aðra blogga. En í kvöld varð þar breyting á og ég rakst á þennan litla leik – sem kannski fær nú loksins einhvern til þess að skrifa eitthvað hérna inn.
Þetta er skemmtilegur bloggleikur sem gengur út á að þú lesandi verður að kommenta á þessa færslu undir nafni og ég geri eftirfarandi á kommentasíðunni í staðinn:
- Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
- Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
- Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
- Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig.
- Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
- Og ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
- Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta inná bloggið þitt, ef þú átt eitthvað blogg!
Jæja, spennandi að sjá hvort eitthvað gerist.
Hey – ég komst líka að því að ég átti þátt í því að velja nafn á þessa litlu stúlku
Ummæli
Vona að þú sért að koma til og hafir það gott um jólin.
mbk
steini
1. Óhræddur við að segja skoðun sína (og hefur fullt af þeim eins og ég)
2. Walk This Way (Aerosmith að sjálfsögðu)
3. Havana Club
4. Hmmm...ljósu minningu - já, ég skal alveg viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað þetta táknar, en ef þetta er fyrsta jákvæða, þá var það fundur sem við áttum í lágmúlanum þar sem þú vildir sannfæra mig um góða siði í hönnun og það liðu svona 5 mínútur þangað til þú uppgötvaðir að þú þurftir ekki að sannfæra mig.
5. American Bald Eagle (þetta segir sig nú sjálft ekki satt)
6. Hvort kom á undan áhuginn á garðyrkjunni eða viðskiptum?
mmm....skemmtilegur leikur - sammála...
Varðandi 6. þá var það garðyrkjan sem ég áttaði mig fyrr á. Og hún var æði skapandi og maður sá eitthvað liggja eftir vinnudaginn, en ekki beinlínis eitthvað sem hægt er að stunda að eilífu.
Svo áttaði ég mig á að viðskiptafræðin er líka skemmtileg.. og miklu meiri líkur á að vinna á vinnustöðum þar sem eru þrír kranar við vaskinn; heitt, kalt og bjór.
Þú veist hvað ég meina ;-)
2. Manilla - Seelenluft af Everybody með Sander Kleinerberg. Þú gætir verið ein af 10 sem kunna textann "On my way to Manilla...".
3. Dökkt belgískt súkkulaði (ekkert nema það besta)
4. Þessi er pínu erfið, allt of mikið af góðum minningum til að velja úr. Svo ég ætla bara að velja fyrsta gamlárskvöldið sem ég skemmti mér með þér, Eddu og Benna. En svo er fullt í viðbót.
5. Fiðrildi
6. Of margar, of erfiðar og allt of persónulegar. Þú verður þess vegna að sætta þig við að ég spyrji bara afhverju þú ert ekki ennþá farin að blogga?
2. Þessi var eiginlega erfiðust og þetta er bara b hliðin sem væri samt Love And Happiness - River Ocean & India
- því a lagið þitt er á disk sem ég á ekki og man ekki hvað heitir, óþolandi...
3. Kampavín
4. Já, minnið er auðvitað eins og það er, en ég myndi segja Reykjavíkur Maraþon - það var bara svo skemmtilegt.
5. Ég myndi næstum segja Ljón fyrir stjörnumerkið þitt, en þú ert svo mikil kisulóra að þú færð kisu sem dýrið.
6. Mig langar að spyrja um fullt, en langar samt til að vita hvar þig langar mest til að búa í framtíðinni - á Íslandi eða í útlöndum?
Það voru og eru allir með fína heilsu hérna í sjávarþorpinu Reykjavík. Það má hins vegar vel vera að bóndabýlið Hafnafjörður sé sýktur af kölska sjálfum.
Kveðja
Benedikt Stefánsson.
2. Úff þau eru svo mörg að þú færð heila 2 diska - Mix This Pussy 1 & 2 með Danny Tenaglia
3. Barbeque frá grillmeister með köldum bjór
4. Úff, þetta er svona if you remember it you weren't there spurning, en ég man samt vel eftir þér á Eldborg hérna um árið - já, auðvitað á ég við Eldborg 1
5. Enskur Springer Spaniel hundur - þó íslenska blettahænan ætti kannski betur við
6. Hmmm..ég spyr þig alltaf að öllu sem mér dettur í hug. En ertu ekkert að fá leið á Everquest drengur?
Má ég líka vera með snúlli =) Held ég viti samt alveg svarið við spurningu 2 ;)
And I get your point, skal sko vera duglegri að kvitta fyrir mig í framtíðinni.
=*
1. Þetta er náttúrulega augljóst, því þú ert maðurinn með dillið, Mr. Goldenears, stuðbolti og gæða snúður eða hvað annað getur maður kallað menn með svona yfirburða tónlistarsmekk.
2. Movin’ On með Roach Motel - við áttum nokkrar góðar stundir með þessu lagi ef ég man rétt.
3. Erfitt val – Baileys eða Egils Appelsínu Límónaði...bæði betra
4. Það er ein sem yfirgnæfir svolítið aðrar þó hún sé kannski ekki sú fyrsta, en það er að sjálfsögðu þegar ég tók að mér túlkun fyrir vestur íslenska vin minn.
5. Kiwi fuglinn
6. Ég hef oft verið að spá í þessu, en aldrei náð að spyrja – afhverju hættirðu í boltanum?
Marta
1. Þú afsannar alla ljóskubrandarana enda með þeim allra klárustu sem ég þekki og svo ertu líka með svo stórt hjarta.
2. Martha My Dear með Bítlunum – hvað annað kemur til greina (já þig grunaði þetta rétt).
3. Vanillu ís með karmellu sósu, dökkum súkkúlaði spænum og smá Baileys með.
4. Þær eru eiginlega ekkert nema góðar, en svona með þeim fyrstu var sumarbústaðarferð að hausti þegar við tókumst á við fjallið saman í fyrsta skipti, það er sérlega góð minning.
5. Höfrungur
6. Afhverju varð flauta fyrir valinu sem hljóðfærið?