Alvarlegri en oft á föstudögum
Það er þetta með að halda úti svona vefdagbók – weblog. Stundum er maður í stuði til þess að skrifa. Finnst eins og heimurinn bjóði endalaus tækifæri til þess að skrá niður einhver orð. Stundum er hins vegar ekki andinn með manni.
Í dag las ég til dæmis í stjörnuspánni minni (sem ég les reglulega og hef gaman af) að
Humor is your favorite tool. You use it to disarm volatile circumstances and to get your point across in any situation. You also happen to like the sound of laughter. Today, however, you're mad. Step away from anything sharp and shiny.
Svo ég ætla ekkert að reyna að vera fyndinn. Greinilega ekki viðeigandi í dag. Best að vera ekkert að storka örlögunum of mikið. Örlög hafa verið mér ofarlega í huga undanfarna mánuði. Kannski stundum of ofarlega. Hef verið að velta fyrir mér þessum eilífðar spurningum um ástæðurnar fyrir því hvert lífið leiðir mann. Hvort þetta sé eitthvað sem við ráðum sjálf, eða hvort það sé kannski eitthvað annað og meira sem þar ræður. Hef eiginlega verið að velta því fyrir mér hvort ég hafi kannski ekki gefið gaum að öðru en þessu augljósa. Hvort það sé kannski eitthvað annað og meira. Átti samt ferlega áhugavert samtal um núið. Að við séum of miklir þrælar fortíðar, veltum okkur of mikið upp úr áhyggjum af framtíðinni og gleymum þess vegna að njóta augnabliksins. Fannst bara nokkuð til í þessu. Því raunar skiptir þá ekki öllu máli hvort við ráðum því sem gerist næst, eða ekki. Ef við ráðum því, þá ættum við að reyna njóta þess sem við höfum og nýta það sem best. Ef við hins vegar ráðum því ekki, þá ættum við heldur ekki að velta okkur upp úr fortíðinni eða kvíða framtíðinni. Því við höfum jú hvort sem er ekki stjórn á þessu. Ekki endilega versta hugmynd sem ég heyrt.
Í kvöld horfði ég á Idol. Sem ég reyni að gera ef ég hef tækifæri til á föstudagskvöldum. Skal alveg viðurkenna að ég hef gaman af þessu. Hringi meira að segja inn og kýs. En var hreint ekki sammála þjóðinni í kvöld. Sem kemur fyrir. Ekki svo að skilja að þetta hafi ekki verið ágætlega valið varðandi þá sem komust áfram. En sú sem fékk mig til þess að hlusta á allt lagið komst því miður ekki áfram í kvöld. Sjáum hvað gerist þegar kemur að dómnefndar keppninni. Þá myndi ég að sá keppnandi sem ég kaus taki Stevie Wonder lagið As. Svona ef til þess kemur.
En um helgina ætla ég hins vegar að fara á sýningu í Hafnarhúsinu þar sem árangurinn úr samstarfsverkefni nema í hönnunar og arkitektúrdeildar LHÍ og viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík verður sýndur. Verkefnin snúast um nýja sýn í ferðamálum og verður eflaust áhugavert að sjá afraksturinn úr þessum verkefnum.
En ég verð auðvitað að halda í hefðina sem ég er að skapa varðandi innlegg mitt á föstudögum. Eitthvað um drykki og drykkju og því ætla ég að benda ykkur á þennan frábæra pistil úr the Morning News. Já, það sem skilur á milli okkar hugsandi fólks og hina er auðvitað að við pöntum alvöru drykki.
Svona alveg í lokin þá er hérna hreinlega frábær auglýsing frá Motorola
Í dag las ég til dæmis í stjörnuspánni minni (sem ég les reglulega og hef gaman af) að
Humor is your favorite tool. You use it to disarm volatile circumstances and to get your point across in any situation. You also happen to like the sound of laughter. Today, however, you're mad. Step away from anything sharp and shiny.
Svo ég ætla ekkert að reyna að vera fyndinn. Greinilega ekki viðeigandi í dag. Best að vera ekkert að storka örlögunum of mikið. Örlög hafa verið mér ofarlega í huga undanfarna mánuði. Kannski stundum of ofarlega. Hef verið að velta fyrir mér þessum eilífðar spurningum um ástæðurnar fyrir því hvert lífið leiðir mann. Hvort þetta sé eitthvað sem við ráðum sjálf, eða hvort það sé kannski eitthvað annað og meira sem þar ræður. Hef eiginlega verið að velta því fyrir mér hvort ég hafi kannski ekki gefið gaum að öðru en þessu augljósa. Hvort það sé kannski eitthvað annað og meira. Átti samt ferlega áhugavert samtal um núið. Að við séum of miklir þrælar fortíðar, veltum okkur of mikið upp úr áhyggjum af framtíðinni og gleymum þess vegna að njóta augnabliksins. Fannst bara nokkuð til í þessu. Því raunar skiptir þá ekki öllu máli hvort við ráðum því sem gerist næst, eða ekki. Ef við ráðum því, þá ættum við að reyna njóta þess sem við höfum og nýta það sem best. Ef við hins vegar ráðum því ekki, þá ættum við heldur ekki að velta okkur upp úr fortíðinni eða kvíða framtíðinni. Því við höfum jú hvort sem er ekki stjórn á þessu. Ekki endilega versta hugmynd sem ég heyrt.
Í kvöld horfði ég á Idol. Sem ég reyni að gera ef ég hef tækifæri til á föstudagskvöldum. Skal alveg viðurkenna að ég hef gaman af þessu. Hringi meira að segja inn og kýs. En var hreint ekki sammála þjóðinni í kvöld. Sem kemur fyrir. Ekki svo að skilja að þetta hafi ekki verið ágætlega valið varðandi þá sem komust áfram. En sú sem fékk mig til þess að hlusta á allt lagið komst því miður ekki áfram í kvöld. Sjáum hvað gerist þegar kemur að dómnefndar keppninni. Þá myndi ég að sá keppnandi sem ég kaus taki Stevie Wonder lagið As. Svona ef til þess kemur.
En um helgina ætla ég hins vegar að fara á sýningu í Hafnarhúsinu þar sem árangurinn úr samstarfsverkefni nema í hönnunar og arkitektúrdeildar LHÍ og viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík verður sýndur. Verkefnin snúast um nýja sýn í ferðamálum og verður eflaust áhugavert að sjá afraksturinn úr þessum verkefnum.
En ég verð auðvitað að halda í hefðina sem ég er að skapa varðandi innlegg mitt á föstudögum. Eitthvað um drykki og drykkju og því ætla ég að benda ykkur á þennan frábæra pistil úr the Morning News. Já, það sem skilur á milli okkar hugsandi fólks og hina er auðvitað að við pöntum alvöru drykki.
Svona alveg í lokin þá er hérna hreinlega frábær auglýsing frá Motorola
Ummæli