Ofbeldið byrjar heima
Seinni hlutann af þessari færslu skrifaði ég í gær. En einhverja hluta vegna þá er ég hættur að geta póstað í gegnum www.blogger.com beint. Þess í stað verð ég að notast við Word plug-in til þess að geta sent inn færslurnar mínar. Og í gær þá var Word búið að henda því út og ég bara hreinlega nennti ekki að þefa uppi hvar það hefði lent. Svo kannski ég skrifi tvöfalt í dag. Sjáum til. En hér er færsla gærdagsins í það minnsta.
Þetta var svolítið skrítinn dagur hjá mér í dag. Í fyrsta lagi þá byrjaði hann öðruvísi en ég var vanur. Ég byrjaði sem sagt vinnuna á öðrum stað en ég geri yfirleit. Tókst að vera skelfilega seinn, sem gerist oftar en ekki þegar ég ætla mér að taka daginn snemma og mæta eitthvað annað en ég er vanur. Kann einhvern veginn ekki að reikna með umferðinni sem ég lendi í, eða finn ekki eitthvað áður en ég er að leggja af stað og endaði auðvitað á því að vera seinn. Sem mér finnst óþolandi ósiður sem ég hef. Þoli þetta ekki hjá öðrum og það fer ferlega í mig að ég skuli ekki geta stjórnað þessu betur sjálfur. En ég sem sagt byrjaði daginn í Vogunum. Sem þýddi að það lá beinast við að forvitnast um jóladót, því ég var jú komin á slóðir bæði IKEA og Húsasmiðjunar. Nældi mér í þetta líka fína ljósa hjarta í IKEA sem nú hengur úr í glugga og minnir mig og aðra á að jólin nálgast.
Þrátt fyrir að það væri slatta mikið að gera hjá mér í vinnunni, þá ákvað ég nú samt að prófa að fara í hádegisjóga. Ég er alveg að fíla jóga og þetta hádegisjóga mitt bjargaði alveg deginum fyrir mig. Í staðinn fyrir að vera frekar þungur og óhress eins og ég hafði verið fram undir hádegið, þá losnaði um eitthvað í jóga. Sem gerði mér kleyft að hjóla í verkefni dagsins eins og nýr maður. Á leiðinni til baka í vinnuna þá ákvað ég að láta þvo ökutækið og sem ég beið í Sætúninu eftir því að komast að þá hlustaði ég á stórmerkilegan þátt um heimilisofbeldi á BBC. Þátturinn sem ég heyrði er hluti af þáttaröð sem heitir ofbeldi byrjar heima (Violence Begins at Home). En og aftur komst ég að því hversu ótrúlega vandaður fjölmiðil BBC er. Ótrúlega flottur þáttur sem einhvern veginn fékk þennan tíma sem ég þurfti að býða til þess að fljúga áfram. Það var verið að tala um lausnir í þessum þætti og með hve ólíkum hætti er tekið á þessu í mismuandi þjóðfélögum. Hér var ekkert verið að einfalda hlutina neitt. Heimurinn ekki svart/hvítur en samt eru allir sammála því að þetta sé vandamál sem þurfi að uppræta. Ég mæli með því að þú hlustir.
Þetta var svolítið skrítinn dagur hjá mér í dag. Í fyrsta lagi þá byrjaði hann öðruvísi en ég var vanur. Ég byrjaði sem sagt vinnuna á öðrum stað en ég geri yfirleit. Tókst að vera skelfilega seinn, sem gerist oftar en ekki þegar ég ætla mér að taka daginn snemma og mæta eitthvað annað en ég er vanur. Kann einhvern veginn ekki að reikna með umferðinni sem ég lendi í, eða finn ekki eitthvað áður en ég er að leggja af stað og endaði auðvitað á því að vera seinn. Sem mér finnst óþolandi ósiður sem ég hef. Þoli þetta ekki hjá öðrum og það fer ferlega í mig að ég skuli ekki geta stjórnað þessu betur sjálfur. En ég sem sagt byrjaði daginn í Vogunum. Sem þýddi að það lá beinast við að forvitnast um jóladót, því ég var jú komin á slóðir bæði IKEA og Húsasmiðjunar. Nældi mér í þetta líka fína ljósa hjarta í IKEA sem nú hengur úr í glugga og minnir mig og aðra á að jólin nálgast.
Þrátt fyrir að það væri slatta mikið að gera hjá mér í vinnunni, þá ákvað ég nú samt að prófa að fara í hádegisjóga. Ég er alveg að fíla jóga og þetta hádegisjóga mitt bjargaði alveg deginum fyrir mig. Í staðinn fyrir að vera frekar þungur og óhress eins og ég hafði verið fram undir hádegið, þá losnaði um eitthvað í jóga. Sem gerði mér kleyft að hjóla í verkefni dagsins eins og nýr maður. Á leiðinni til baka í vinnuna þá ákvað ég að láta þvo ökutækið og sem ég beið í Sætúninu eftir því að komast að þá hlustaði ég á stórmerkilegan þátt um heimilisofbeldi á BBC. Þátturinn sem ég heyrði er hluti af þáttaröð sem heitir ofbeldi byrjar heima (Violence Begins at Home). En og aftur komst ég að því hversu ótrúlega vandaður fjölmiðil BBC er. Ótrúlega flottur þáttur sem einhvern veginn fékk þennan tíma sem ég þurfti að býða til þess að fljúga áfram. Það var verið að tala um lausnir í þessum þætti og með hve ólíkum hætti er tekið á þessu í mismuandi þjóðfélögum. Hér var ekkert verið að einfalda hlutina neitt. Heimurinn ekki svart/hvítur en samt eru allir sammála því að þetta sé vandamál sem þurfi að uppræta. Ég mæli með því að þú hlustir.
Ummæli