Julefroskost
Þótt föstudagsfærslur hafi fallið niður í nokkrar vikur, þá þýðir ekkert annað en að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Því það er jú komin jólahlaðborðatíð. Á mínum vinnustað þýðir það ekki bara jólahlaðborð, heldur líka jóladrykkju. Sem er einmitt í dag.
Ég komast að því í Köben um síðustu helgi að svona vinnustaðaveislur eru alþjóðlegt fyrirbæri. Þar var heljarmikil veisla á hótelinu mínu og það þýddi lítið að reyna að finna sér leigubíl á föstudagseftirmiðdegi í Köben. Allir bílar uppteknir í því að flytja fólk af vinnustöðum var okkur sagt þegar við reyndum að komast í bæinn eftir að hafa verið á fundum rétt fyrir norðan Köben. Enduðum á því að fara í lestina, sem átti eftir að verða mikil ævintýraferð. Því í stað þess að lestarferðin tæki svo sem eins og klukkustund (sem okkur var tjáð að væri svona meðaltíminn), bilaði að sjálfsögðu lest á teinunum sem við vorum á. Þetta hafði það í för með sér að fyrst sátum við í klukkustund og biðum í lestinni. Síðan gekk okkur illa að komast áfram og það var því ekki fyrr en 3 klukkutímum eftir að við lögðum af stað að við náðum á hótelið. Þar sem ég var komin upp á hótel þá tók við fréttaskýring á BBC um, jú hvað annað, jólapartý. Í þessari frétt BBC kom fram að pinnamatur væri ævintýraleg verksmiðja margvíslegra sjúkdóma. Maður gerði sér því greiða með því að halda sig frá honum ef maður mögulega kæmist upp með það. Ef hins vegar manni hugnaðist ekki að drekka frá sér ráð og rænu á fastandi maga, þá væri mikilvægt að sleppa því að borða lax og fisk. Af slíku ilmaði maður nefnilega allt kvöldið og væri ekki líklegt til þess að auka á vinsældir. Engin lax hjá mér í kvöld.
Fyrir þá sem ekki enn hafa náð tökum á neinum drykkjuleik, þá er Quarters eitthvað sem allir verða að þekkja. Þennan leik lærði ég fyrst í Bandaríkjunum, en veit að hann hefur borist til Íslands með bjórneyslu. Hér eru leiðbeiningar fyrir byrjendur.
Ég komast að því í Köben um síðustu helgi að svona vinnustaðaveislur eru alþjóðlegt fyrirbæri. Þar var heljarmikil veisla á hótelinu mínu og það þýddi lítið að reyna að finna sér leigubíl á föstudagseftirmiðdegi í Köben. Allir bílar uppteknir í því að flytja fólk af vinnustöðum var okkur sagt þegar við reyndum að komast í bæinn eftir að hafa verið á fundum rétt fyrir norðan Köben. Enduðum á því að fara í lestina, sem átti eftir að verða mikil ævintýraferð. Því í stað þess að lestarferðin tæki svo sem eins og klukkustund (sem okkur var tjáð að væri svona meðaltíminn), bilaði að sjálfsögðu lest á teinunum sem við vorum á. Þetta hafði það í för með sér að fyrst sátum við í klukkustund og biðum í lestinni. Síðan gekk okkur illa að komast áfram og það var því ekki fyrr en 3 klukkutímum eftir að við lögðum af stað að við náðum á hótelið. Þar sem ég var komin upp á hótel þá tók við fréttaskýring á BBC um, jú hvað annað, jólapartý. Í þessari frétt BBC kom fram að pinnamatur væri ævintýraleg verksmiðja margvíslegra sjúkdóma. Maður gerði sér því greiða með því að halda sig frá honum ef maður mögulega kæmist upp með það. Ef hins vegar manni hugnaðist ekki að drekka frá sér ráð og rænu á fastandi maga, þá væri mikilvægt að sleppa því að borða lax og fisk. Af slíku ilmaði maður nefnilega allt kvöldið og væri ekki líklegt til þess að auka á vinsældir. Engin lax hjá mér í kvöld.
Fyrir þá sem ekki enn hafa náð tökum á neinum drykkjuleik, þá er Quarters eitthvað sem allir verða að þekkja. Þennan leik lærði ég fyrst í Bandaríkjunum, en veit að hann hefur borist til Íslands með bjórneyslu. Hér eru leiðbeiningar fyrir byrjendur.
Ummæli