Tóm leiðindi - sem er gott
Núna þegar ég skrifa þetta þá er orðið stutt eftir af sólarhringnum og samt er ennþá bjart úti. Þetta er auðvitað ein af stóru ástæðunum fyrir því afhverju það er svona frábært að eiga heima á Íslandi.
Ekki það að mér hafi alltaf fundist æðislegt að eiga heima á Íslandi. Við erum lítil þjóð, þar sem allir þekkja alla. Ekkert svigrúm til þess að týnast í fjöldanum. Það var líka svo óskaplega leiðinlegt á Íslandi í gamla daga. Já, hérna rétt upp úr stríðslokum (þorskastríðinu auðvitað, það er jú eina stríðið sem við höfðum tekið þátt í fram að þessu í Írak síðast) þá vorum við nokkrir sannfærðir um að það væri einhverstaðar í stjórnarskránni ákvæði um að það ætti að vera leiðinlegt á Íslandi.
Sem er kannski ekki nema furða, því hér ríkti sjónvarpsleysi í júlí, ekkert sjónvarp á fimmtudögum, ein útvarpsrás og allt harðlæst og lokað þegar helstu frídagar voru. Nema kannski verslunarmannahelgin, sem samt er bæði sorgleg og súr, eins og sést best á þjóðhátíð í Eyjum. Tek það sem sagt fram að ég hef aldrei komið á þjóðhátíð og þetta eru bara fordómar gagnvart rigningu, drullu og brekkusöng. Sem er eflaust fínt fyrir þá sem það fíla, en ég hef bara aldrei verið í þeim flokki.
En sem sagt um það bil sem mjólkurbúðirnar voru að renna sitt skeið. Já, mjólkurbúðir voru svona sér íslenskt eitthvað. Það var nefnilega ekki lygi í gamla daga að hlutirnir voru ekkert eins á Íslandi og annars staðar. Já, en sem sagt, þá fannst mér ekkert rosa stuð að eiga heima á Íslandi. Held eiginlega að það finnist engum sem er á bilinu 15-25 ára rosa stuð að eiga heima á Íslandi.
Sem er kannski ástæðan fyrir því að við erum svona rosalega mikið að flýta okkur við að verða fullorðin og settleg. Koma okkur upp íbúð, bíl, maka, börnum og öllum pakkanum helst fyrir 25 ára afmælisdaginn. Sem er einhvern veginn alls ekki málið þar sem ég hef ferðast í útlöndum. Enda hitti ég um síðustu helgi 25 ára Íslending sem kvartaði yfir því að það væru allir svo ungir á skemmtistöðunum hérna. Við gleymum því nefnilega svo oft að skrúfa niður í alvarlegheitunum og taka sjálf okkur ekki of alvarlega. Eins og það að hneykslast á því hvað einhver íslensk kona á að hafa sagt í einhverjum Bandarískum spjallþætti.
Svona með tímanum hefur maður svo uppgötvað kosti leiðindana. Það drepst nefnilega eiginlega engin úr leiðindum. Ekki svona beint í það minnsta. Því það er eiginlega betra að láta sér leiðast en að þurfa að lenda í því að vera drepin af því að maður á móti þeim sem stjórna landinu. Eins og fólkið í Uzbekistan. Þar er ekki leiðinlegt að eiga heima þessa dagana, en ég er samt ekki viss um að maður myndi vilja skipta.
Nördalinkur dagsins - best með hljóði
Ekki það að mér hafi alltaf fundist æðislegt að eiga heima á Íslandi. Við erum lítil þjóð, þar sem allir þekkja alla. Ekkert svigrúm til þess að týnast í fjöldanum. Það var líka svo óskaplega leiðinlegt á Íslandi í gamla daga. Já, hérna rétt upp úr stríðslokum (þorskastríðinu auðvitað, það er jú eina stríðið sem við höfðum tekið þátt í fram að þessu í Írak síðast) þá vorum við nokkrir sannfærðir um að það væri einhverstaðar í stjórnarskránni ákvæði um að það ætti að vera leiðinlegt á Íslandi.
Sem er kannski ekki nema furða, því hér ríkti sjónvarpsleysi í júlí, ekkert sjónvarp á fimmtudögum, ein útvarpsrás og allt harðlæst og lokað þegar helstu frídagar voru. Nema kannski verslunarmannahelgin, sem samt er bæði sorgleg og súr, eins og sést best á þjóðhátíð í Eyjum. Tek það sem sagt fram að ég hef aldrei komið á þjóðhátíð og þetta eru bara fordómar gagnvart rigningu, drullu og brekkusöng. Sem er eflaust fínt fyrir þá sem það fíla, en ég hef bara aldrei verið í þeim flokki.
En sem sagt um það bil sem mjólkurbúðirnar voru að renna sitt skeið. Já, mjólkurbúðir voru svona sér íslenskt eitthvað. Það var nefnilega ekki lygi í gamla daga að hlutirnir voru ekkert eins á Íslandi og annars staðar. Já, en sem sagt, þá fannst mér ekkert rosa stuð að eiga heima á Íslandi. Held eiginlega að það finnist engum sem er á bilinu 15-25 ára rosa stuð að eiga heima á Íslandi.
Sem er kannski ástæðan fyrir því að við erum svona rosalega mikið að flýta okkur við að verða fullorðin og settleg. Koma okkur upp íbúð, bíl, maka, börnum og öllum pakkanum helst fyrir 25 ára afmælisdaginn. Sem er einhvern veginn alls ekki málið þar sem ég hef ferðast í útlöndum. Enda hitti ég um síðustu helgi 25 ára Íslending sem kvartaði yfir því að það væru allir svo ungir á skemmtistöðunum hérna. Við gleymum því nefnilega svo oft að skrúfa niður í alvarlegheitunum og taka sjálf okkur ekki of alvarlega. Eins og það að hneykslast á því hvað einhver íslensk kona á að hafa sagt í einhverjum Bandarískum spjallþætti.
Svona með tímanum hefur maður svo uppgötvað kosti leiðindana. Það drepst nefnilega eiginlega engin úr leiðindum. Ekki svona beint í það minnsta. Því það er eiginlega betra að láta sér leiðast en að þurfa að lenda í því að vera drepin af því að maður á móti þeim sem stjórna landinu. Eins og fólkið í Uzbekistan. Þar er ekki leiðinlegt að eiga heima þessa dagana, en ég er samt ekki viss um að maður myndi vilja skipta.
Nördalinkur dagsins - best með hljóði
Ummæli