Ferðalag 2 hluti
Eftir biðina í London þá var óskaplega ljúft að komast á áfangastað. Ekki hvað síst vegna þess að hér er sól og hiti. Eitthvað sem maður hefur ekki fengið neitt of mikið af á Íslandi undanfarið. Reyndar var maður drifinn í kokteil strax við komuna og síðan út að borða. Sem er alls ekki slæmur kostur í suður héruðum Frakklands. Þetta er eiginlega alveg paradís þeirra sem kunna að meta góðan mat og gott vín. Enda hefur svæðið löngum laðað að sér ferðalanga og þykir víst með fegurstu stöðum Evrópu. Eða svo er mér sagt.
Þó svo ég sé hérna í vinnu, þá getur maður ekki annað en hrifist af fegurðinni sem er hér. Hér er svo augljóslega gott að vera að maður fer að velta því fyrir sér hvort maður ætti ekki bara að flytja hingað niður eftir. Kannski einn af fáum stöðum sem býður upp á flest það sem ég gæti hugsað mér að hafa aðgang að. Fallegum ströndum, fullt af menningarlífi og stutt í útvist bæði að vetrar og sumarlagi. Ekki nema furða þó hingað flykist fólk að vetrarlagi.
Ég er samt ekki hér í fríi, heldur í vinnu. Reyndar með alveg ofboðslega skemmtilegum hóp af fólki, sem allt er að vinna í sömu hlutum og ég. Sem þýðir að maður getur svona hálf partinn grátið á öxlunum á öllum hinum sem eru að lenda í nákvæmlega sömu vandamálunum og maður sjálfur. Það sem hvað athyglisverðast er að það virðist ekki skipta öllu máli hvort þetta fólk kemur frá Ástralíu eða Quatar, það eru bókstaflega allir að vinna í að leysa sömu vandamálin. Reyndar er það dálítið fyndið að hér, eins og í Eurovision, þá safnast Norðurlandabúarnir saman.
Reyndar var kvöldverðurinn í gær með fólki frá Lúxembúrg, Ungverjalandi og Króatíu, auk nokkura gestgjafa sem komu frá Frakklandi, Ástralíu og Spáni. Sem var athyglisverð blanda. Ég man ekki hvort ég hef einhvern tíma sagt frá því áður hér, en í mínum huga þá liggja hvað stærstu tækifæri næstu 10-20 ára í mið og austur Evrópu. Þarna eru gríðarlega stórir vaxandi markaðir með einstaklega færu og vel menntuðu fólki. Eiginlega eitthvað sem ég er alveg viss um að sumir á Íslandi hræðast. Því þessi lönd eru núna að opnast og þangað á fólk eftir að streyma á hefðbundar sumarleyfisslóðir Evrópubúa. Því hér fyrir margt löngu, já svo um það bil um síðustu aldamót, þá voru voldugustu þjóðir Evrópu einmitt Mið-Evrópuþjóðir. Kannski sá dagur eigi eftir að koma að þessar þjóðir eigi eftir að hafa meiri áhrif en við sem sitjum í vestur útjarðri álfunnar og höldum að við séum nafli heimsins.
Næstu tveir dagar voru síðan alveg undirlagðir af vinnu. Reyndar er það svo á svona fundum þar sem margir aðilar hittast, það eru óformlegu fundirnir sem skipta ekki minna máli en hinir formlegu. Góður ráðstefnuhaldari sér því til þess að næg tækifæri bjóðast til þess að ræða málin með óformlegum hætti. Það skiptir því máli að vera á réttu hóteli til þess að hægt sé að ná óformlegum fundum og svo bjóðast auðvitað tækifæri í kaffi og matarhléum. En meira í næstu færslu, því það hefur virkilega ekki gefist tími til að setjast niður og ég veit að ég á framundan gott hlé á leiðinni til baka og þá kemur þetta.
Þó svo ég sé hérna í vinnu, þá getur maður ekki annað en hrifist af fegurðinni sem er hér. Hér er svo augljóslega gott að vera að maður fer að velta því fyrir sér hvort maður ætti ekki bara að flytja hingað niður eftir. Kannski einn af fáum stöðum sem býður upp á flest það sem ég gæti hugsað mér að hafa aðgang að. Fallegum ströndum, fullt af menningarlífi og stutt í útvist bæði að vetrar og sumarlagi. Ekki nema furða þó hingað flykist fólk að vetrarlagi.
Ég er samt ekki hér í fríi, heldur í vinnu. Reyndar með alveg ofboðslega skemmtilegum hóp af fólki, sem allt er að vinna í sömu hlutum og ég. Sem þýðir að maður getur svona hálf partinn grátið á öxlunum á öllum hinum sem eru að lenda í nákvæmlega sömu vandamálunum og maður sjálfur. Það sem hvað athyglisverðast er að það virðist ekki skipta öllu máli hvort þetta fólk kemur frá Ástralíu eða Quatar, það eru bókstaflega allir að vinna í að leysa sömu vandamálin. Reyndar er það dálítið fyndið að hér, eins og í Eurovision, þá safnast Norðurlandabúarnir saman.
Reyndar var kvöldverðurinn í gær með fólki frá Lúxembúrg, Ungverjalandi og Króatíu, auk nokkura gestgjafa sem komu frá Frakklandi, Ástralíu og Spáni. Sem var athyglisverð blanda. Ég man ekki hvort ég hef einhvern tíma sagt frá því áður hér, en í mínum huga þá liggja hvað stærstu tækifæri næstu 10-20 ára í mið og austur Evrópu. Þarna eru gríðarlega stórir vaxandi markaðir með einstaklega færu og vel menntuðu fólki. Eiginlega eitthvað sem ég er alveg viss um að sumir á Íslandi hræðast. Því þessi lönd eru núna að opnast og þangað á fólk eftir að streyma á hefðbundar sumarleyfisslóðir Evrópubúa. Því hér fyrir margt löngu, já svo um það bil um síðustu aldamót, þá voru voldugustu þjóðir Evrópu einmitt Mið-Evrópuþjóðir. Kannski sá dagur eigi eftir að koma að þessar þjóðir eigi eftir að hafa meiri áhrif en við sem sitjum í vestur útjarðri álfunnar og höldum að við séum nafli heimsins.
Næstu tveir dagar voru síðan alveg undirlagðir af vinnu. Reyndar er það svo á svona fundum þar sem margir aðilar hittast, það eru óformlegu fundirnir sem skipta ekki minna máli en hinir formlegu. Góður ráðstefnuhaldari sér því til þess að næg tækifæri bjóðast til þess að ræða málin með óformlegum hætti. Það skiptir því máli að vera á réttu hóteli til þess að hægt sé að ná óformlegum fundum og svo bjóðast auðvitað tækifæri í kaffi og matarhléum. En meira í næstu færslu, því það hefur virkilega ekki gefist tími til að setjast niður og ég veit að ég á framundan gott hlé á leiðinni til baka og þá kemur þetta.
Ummæli