Ferðalag 3 hluti
Mér tókst að komast í netsamband í London. Þetta er nú bara búin að vera árangursrík vika. Búinn að hitta fullt af fólki sem er að vinna við nákvæmlega það sama og ég. Já eða svona næstum því. Þau eru í það minnsta öll að glíma við sömu eða svipuð vandamál og við. Sem er ofboðslega gott fyrir sálina. Því maður áttar sig á því að vandamálin eru ekki einstök og sumir hafa jafnvel náð að finna lausnir á einhverju sem maður hefur ekki náð að sjá nokkurt ljós í. Það er auðvitað ekki verra þegar þessir óformlegu fundir hafa farið fram í jafn skemmtilegu umhverfi og þarna var.
Eins og væntanlega sést af myndunum þá er þarna blíðskaparveður og raunar er þetta svona einn af þeim stöðum þar sem næstum þvi hægt er að gera allt. Stutt á ströndna, upp í fjöllin og hægt að gera vel við sig bæði í mat og drykk. Ekki nema furða þó að þetta svæði hafi tekið á sig ákveðin draumblæ í hugum margra íbúa norður Evrópu. Enda mikið flogið hingað yfir sumartímann og gríðarleg umferð í strandbæjum. Heimamenn flykjast líka hingað í frí. Enda skilst manni að erfitt sé að finna virkileg gæða hótel hérna.
Hérna eru líka haldnar miklar hátíðir og ráðstefnur á hverju ári. Vantar ekki að menn geri sér ferð til þess að upplifa dýrðina og reyndar skilst manni að þarna séu fólki borguð fremur lág laun, því það eitt að búa á svæðinu sé svo mikil kostur. En þessi ferðalög finnast mér fremur erfið. Það er farið seint að sofa og snemma á fætur. Því þó 2 tíma tíma mismunur hljómi ekki eins og heil eilífð, þá þýðir það samt að ég hef verið að vakna um 6 að íslenskum staðartíma. Þegar við það bætast síðan erfiðir fundir og löng ferðalög, þá verður maður æði þreyttur.
En ég er nú samt að hugsa um að kíkja á fjöll um helgina. Hlakka til að koma til Íslands þar sem hitastigið er rétt að skríða í 2 stafatölu, eftir að hafa verið í sól og 25 stiga hita dag eftir dag. Já, því þó að það sé notalegt að vera í fríi við þær aðstæður þá er næstum því jafn erfitt að vera við vinnu í þeim. Manni er stöðugt of heit og verður einhvern veginn að hafa miklu meira en venjulega fyrir því að brölta nokkar metra. Nei, þá er íslenska norðanáttin nú meira svalandi. Já, það verður gott að komast heim á eftir.
En fyrir forvitna þá eru komnar inn myndir og ég sé að ég þarf að fara koma mér upp skipulagi á myndageymsluna mína.
Eins og væntanlega sést af myndunum þá er þarna blíðskaparveður og raunar er þetta svona einn af þeim stöðum þar sem næstum þvi hægt er að gera allt. Stutt á ströndna, upp í fjöllin og hægt að gera vel við sig bæði í mat og drykk. Ekki nema furða þó að þetta svæði hafi tekið á sig ákveðin draumblæ í hugum margra íbúa norður Evrópu. Enda mikið flogið hingað yfir sumartímann og gríðarleg umferð í strandbæjum. Heimamenn flykjast líka hingað í frí. Enda skilst manni að erfitt sé að finna virkileg gæða hótel hérna.
Hérna eru líka haldnar miklar hátíðir og ráðstefnur á hverju ári. Vantar ekki að menn geri sér ferð til þess að upplifa dýrðina og reyndar skilst manni að þarna séu fólki borguð fremur lág laun, því það eitt að búa á svæðinu sé svo mikil kostur. En þessi ferðalög finnast mér fremur erfið. Það er farið seint að sofa og snemma á fætur. Því þó 2 tíma tíma mismunur hljómi ekki eins og heil eilífð, þá þýðir það samt að ég hef verið að vakna um 6 að íslenskum staðartíma. Þegar við það bætast síðan erfiðir fundir og löng ferðalög, þá verður maður æði þreyttur.
En ég er nú samt að hugsa um að kíkja á fjöll um helgina. Hlakka til að koma til Íslands þar sem hitastigið er rétt að skríða í 2 stafatölu, eftir að hafa verið í sól og 25 stiga hita dag eftir dag. Já, því þó að það sé notalegt að vera í fríi við þær aðstæður þá er næstum því jafn erfitt að vera við vinnu í þeim. Manni er stöðugt of heit og verður einhvern veginn að hafa miklu meira en venjulega fyrir því að brölta nokkar metra. Nei, þá er íslenska norðanáttin nú meira svalandi. Já, það verður gott að komast heim á eftir.
En fyrir forvitna þá eru komnar inn myndir og ég sé að ég þarf að fara koma mér upp skipulagi á myndageymsluna mína.
Ummæli