Til hamingju með afmælið
Ég á afmæli í dag. Mér hefur alla tíð fundist það frekar leiðinlegt að eiga afmæli í desember og sérstaklega svona rétt fyrir jólin. Ekki svo að skilja að mér finnist ekki gaman að halda upp á afmælið mitt, eiginlega þvert á móti. En það er bara ekkert sérlega mikil afmælisstemning í fólki svona rétt fyrir jólin. Reyndar veit ég að þetta er ennþá verra fyrir þá sem eiga afmæli á jólunum, eins og ég reyndar þekki dæmi um.
En vegna þess hve stutt er til jóla, þá hefur mér einhvern veginn fundist eins og afmælið mitt færi svona fyrir ofan garð og neðan. Bæði var að það var svo stutt í jólin og svo hitt að þegar maður var yngri þá voru yfirleitt komin jólafrí í öllum skólum. Svo einhvern veginn fannst manni eitthvað vanta upp á þar. Reyndar skilst mér á foreldrunum að ég hafi hvort sem er verið eins og þúsund manns þegar ég var yngri, svo kannski það hafi bara verið upplýst ákvörðun þeirra að auka ekki á jólastressið með því að fá 10 álíka vitleysinga í heimsókn.
Hitt fór líka rosalega í taugarnar á mér, amk. svona á tímabili, hve seint á árinu afmælið mitt var. Reyndar eignuðust vinir mínir son í fyrra 31. desember, svo ég á amk. þjáningarbróður hvað það varðar. En svona upp úr fermingu þá fór þetta að verða ferlega leiðinlegt. Þá fóru nefnilega aldurstakmörk af ýmsu tagi að skipta máli. Það var líka hundleiðinlegt að vera síðastur í röð þeirra sem tók bílpróf og þetta með að komast ekki inn á skemmtistaði eða í ríkið var líka hundfúlt.
Það fyndnasta af öllu var þó þegar ég fór til náms í Bandaríkjunum. Þar er nefnilega 21 árs aldurstakmark við áfengiskaup. Komandi frá Íslandi og hafa náð löglegum áfengiskaupaaldri, auk þess sem maður hafði í einhver ár þar á undan ekki þurft að hafa af því of miklar áhyggjur, þá var þetta virkilega skrítið. Eiginlega kannski fátt sem veiti mér meiri og betri innsýn í hugarheim Bandaríkjamanna en þessi undarlega áfengislöggjöf þeirra. Það var t.d. mun auðveldara að kaupa sterkt áfengi en bjór, því matvöruverslanir seldu bjór, en fylkið rak áfengisverslanir sem seldu sterkari drykki. Í matvöruverslunum þýddi lítið að ætla sér að kaupa bjór án skilríkja. Þetta var oft heilmikið vesen, en þó gat fáfræði Bandaríkjamanna gert manni lífið enn erfiðara. Þannig lenti ég einhverju sinni í því að vera neitað um afgreiðslu á bjór, því afgreiðslumaðurinn taldi vegabréfið mitt ekki gilda sem skilríki um aldur minn. Þeir sem þekkja til þeirra papíprsvinnu sem fylgir því að fá áritun til þess að stunda nám í Bandaríkjunum geta rétt ímyndað sér viðbrögð mín við þessu. En fulltrúi áfengis, tóbaks og vopnaeftirlitsins (ATF) sagði mér að allar verslanir væru í fullum rétti til þess að neita öllum þeim um afgreiðslu sem þær teldu ekki vera búnir að ná aldri. Ég lagði samt aldrei leið mína aftur í Rite Aid.
En vegna þess hve stutt er til jóla, þá hefur mér einhvern veginn fundist eins og afmælið mitt færi svona fyrir ofan garð og neðan. Bæði var að það var svo stutt í jólin og svo hitt að þegar maður var yngri þá voru yfirleitt komin jólafrí í öllum skólum. Svo einhvern veginn fannst manni eitthvað vanta upp á þar. Reyndar skilst mér á foreldrunum að ég hafi hvort sem er verið eins og þúsund manns þegar ég var yngri, svo kannski það hafi bara verið upplýst ákvörðun þeirra að auka ekki á jólastressið með því að fá 10 álíka vitleysinga í heimsókn.
Hitt fór líka rosalega í taugarnar á mér, amk. svona á tímabili, hve seint á árinu afmælið mitt var. Reyndar eignuðust vinir mínir son í fyrra 31. desember, svo ég á amk. þjáningarbróður hvað það varðar. En svona upp úr fermingu þá fór þetta að verða ferlega leiðinlegt. Þá fóru nefnilega aldurstakmörk af ýmsu tagi að skipta máli. Það var líka hundleiðinlegt að vera síðastur í röð þeirra sem tók bílpróf og þetta með að komast ekki inn á skemmtistaði eða í ríkið var líka hundfúlt.
Það fyndnasta af öllu var þó þegar ég fór til náms í Bandaríkjunum. Þar er nefnilega 21 árs aldurstakmark við áfengiskaup. Komandi frá Íslandi og hafa náð löglegum áfengiskaupaaldri, auk þess sem maður hafði í einhver ár þar á undan ekki þurft að hafa af því of miklar áhyggjur, þá var þetta virkilega skrítið. Eiginlega kannski fátt sem veiti mér meiri og betri innsýn í hugarheim Bandaríkjamanna en þessi undarlega áfengislöggjöf þeirra. Það var t.d. mun auðveldara að kaupa sterkt áfengi en bjór, því matvöruverslanir seldu bjór, en fylkið rak áfengisverslanir sem seldu sterkari drykki. Í matvöruverslunum þýddi lítið að ætla sér að kaupa bjór án skilríkja. Þetta var oft heilmikið vesen, en þó gat fáfræði Bandaríkjamanna gert manni lífið enn erfiðara. Þannig lenti ég einhverju sinni í því að vera neitað um afgreiðslu á bjór, því afgreiðslumaðurinn taldi vegabréfið mitt ekki gilda sem skilríki um aldur minn. Þeir sem þekkja til þeirra papíprsvinnu sem fylgir því að fá áritun til þess að stunda nám í Bandaríkjunum geta rétt ímyndað sér viðbrögð mín við þessu. En fulltrúi áfengis, tóbaks og vopnaeftirlitsins (ATF) sagði mér að allar verslanir væru í fullum rétti til þess að neita öllum þeim um afgreiðslu sem þær teldu ekki vera búnir að ná aldri. Ég lagði samt aldrei leið mína aftur í Rite Aid.
Ummæli