Samanburðarfræði

Oft og iðulega eru bornar á borð fyrir okkur fréttir og sögusagnir af samanburði á hinu og þessu. Oftar en ekki er rætt um að verðlag hér á Íslandi sé hátt, laun ákveðina stétta séu lág miðað við aðrar stéttir, nú eða samanburður er gerður á árangri okkar miðað við aðrar þjóðir. Þetta vekur upp í mér gamlan draug, því ég hef nokkuð lengi verið þeirrar skoðunar að hin fleygu orð það er til lýgi, bölvuð lýgi og tölfræði

Takmörkuð þekking okkar á tölfræði og skortur á skilningi á þessari grein vísinda gera það síðan að verkum að ég býst við því að flestum okkur líði á stundum eins og skíðamanni á leið niður brekku í svartaþoku. Við vonum að við séum á réttri leið, en vitum svo sem ekki alveg hvað snýr aftur eða fram. Þetta er mikið umhugsunarefni, því á hverjum degi er okkur kynnt tölfræði sem hljómar kannski vel, en er það í raun ekki.

Undanfarnar vikur hef ég ítrekað rekist á þetta. Mér finnst t.d. alltaf jafn skemmtilegt að velta fyrir mér hvort fólk væri tilbúið að fara í aðgerð sem heppnaðist í 90% tilfella, eða hvort myndi fækka í hópnum ef fólki væri síðan tilkynnt að í 1 af hverju 10 tilfellum misheppnaðist aðgerðin. Við segjum til dæmis frá því með stolti að á Íslandi sé ekkert atvinnuleysi, því hér mælist það kannski 2,5 til 3 prósent. En þetta þýðir samt að 1 af hverjum 40 vinnufærra Íslendinga er án atvinnu.

Þetta verður svo ennþá skemmtilegra þegar við förum að blanda saman samanburði og tölfræði. Gott dæmi um þetta er skattalækkun ríkisstjórnarinnar og svo hitt að Íslendingar og Norðmenn greiða tæplega 60% meira fyrir matvöru en meðalmaðurinn innan Evrópusambandsins gerir. Byrjum á því fyrra. Ef skattar eru lækkaðir um 1% þá situr 1 krónu meira í þínum vasa af hverjum 100 krónum sem þú hefur í tekjur. Sem þýðir að ef þú ert fjölskylda með 500 þúsund í laun, þá þýðir 1% lækkun að þú átt 5.000 krónum meira í vasanum en áður. Sem þýðir að 4% lækkun þýðir að þú átt 20.000 krónum meira í vasanum en áður um hver mánaðarmót. Hvern munar ekki um það? En horfum þá á möguleika okkar á því að lækka matarreikningana um svo sem eins og 25% (svo við stefnum bara að því að komast niður í það sem Svíar greiða). Ef meðal fjölskylda eyðir 40 þúsund á mánuði í mat, þá myndi slík lækkun þýða 10.000 krónur sem þessi fjölskylda myndi geta eytt í annað en mat. Hvern munar ekki um það á mánuði? Mér skilst að við eigum 2 kosti til þess að ná þessu fram, annars vegar að leggja niður styrkjakerfi til bænda (gerist ca. þegar helvíti dettur niðri að frostmarki) og þið getið svo giskað á hina aðferðina (plottið er að fá gisk í comments hint, hint)

En þetta byggist að miklu leiti upp á forsendum. Við gefum okkur ákveðna hluti, reiknum þá út og fáum ákveðna niðurstöðu.

En heldur fá Kanada menn kaldar kveðjur frá USA þessa dagana.

Ummæli

Vinsælar færslur