Jólahugleiðing
Við eigum það sameiginlegt með nokkrum öðrum þjóðum að halda jólin hátíðleg kvöldið áður en jólin renna upp. Þetta köllum við aðfangadagskvöld og af nafni dagsins þykir manni líklegt draga megi þá alyktun að þetta hafi verið sá dagur sem notaður var til þess að draga að þau aðföng sem þurfti til þess að halda jólin. Á meðan við bjuggum enn í moldarkofum og svarta myrkri, þá segja manni það sögur að á þessum degi hafi menn farið til kirkju. Miðað við aðstæður eins og maður þekkir það úr þessum sömu sögum þá má áætla að sú ferð hafi verið hvað hátíðlegasti þáttur jólana. Þá fóru menn í betri fötin, farið var til kirkju sem væntanlega var kynnt vel upp í og haldin var sameiginleg hátíðisstund.
Þessu hefur verið öðruvísi farið í hinum engilsaxneska heimi, því þar halda menn jólin á jóladag. Aðfangadagskvöld, er hins vegar kvöld hinar jarðnesku gleði. Þeir sem lesið hafa jólaævintýri Charles Dickens muna kannski að andarnir þrír sem heimsóttu hann, komu einmitt um nóttina. Þar var honum sýnd svipbrigði liðina jóla, þar sem ríkti glaumur og gleði. Þessi glaumur og gleði eru árviss jólagleðskapur þeirra sem búa á engilsaxnesku menningarsvæðunum. Þannig eru jólin engu minni uppskeruhátíð skemmtanahaldara en kaupmanna.
Á jólunum minnumst við þeirra sem hafa það öllu verra en við. Árið 1904 voru það svo sem ekki svo margir í Evrópu sem höfðu það verra en við Íslendingar. Hingað var nútíminn rétt að skríða og þó hugur margra hefði opnast, þá voru ýmsar dyr en lokaðar. Árið 2004 eru það fáir í heiminum sem hafa það jafngott og við. Við erum í hópi heppnustu 1% jarðarbúa sem búa við “vandamál” kapítalismans, ofgnótt. Okkur hefur tekist á undra skömmum tíma að sækja fram og komast með fremstu þjóða. Þessi staðreynd útskýrir betur en flest annað áhuga Kínverja á Íslandi. Ef einhverjum þykir áhugi Kínverja á Íslendingum skrítin, þá er rétt að benda á að Kínverjar eru ein elsta og reyndasta menningarþjóð heims. Þeir báru höfuð og herðar yfir nágranna sína og reyndar flesta íbúa heims, hvað varðaði menntun og ríkidæmi. Kínverjar voru í stöðu Bandaríkjamanna fram eftir öldum. En það er efni í annan pistil. Núna óska ég lesendum þessara hugleiðinga gleðilegra jóla.
Þessu hefur verið öðruvísi farið í hinum engilsaxneska heimi, því þar halda menn jólin á jóladag. Aðfangadagskvöld, er hins vegar kvöld hinar jarðnesku gleði. Þeir sem lesið hafa jólaævintýri Charles Dickens muna kannski að andarnir þrír sem heimsóttu hann, komu einmitt um nóttina. Þar var honum sýnd svipbrigði liðina jóla, þar sem ríkti glaumur og gleði. Þessi glaumur og gleði eru árviss jólagleðskapur þeirra sem búa á engilsaxnesku menningarsvæðunum. Þannig eru jólin engu minni uppskeruhátíð skemmtanahaldara en kaupmanna.
Á jólunum minnumst við þeirra sem hafa það öllu verra en við. Árið 1904 voru það svo sem ekki svo margir í Evrópu sem höfðu það verra en við Íslendingar. Hingað var nútíminn rétt að skríða og þó hugur margra hefði opnast, þá voru ýmsar dyr en lokaðar. Árið 2004 eru það fáir í heiminum sem hafa það jafngott og við. Við erum í hópi heppnustu 1% jarðarbúa sem búa við “vandamál” kapítalismans, ofgnótt. Okkur hefur tekist á undra skömmum tíma að sækja fram og komast með fremstu þjóða. Þessi staðreynd útskýrir betur en flest annað áhuga Kínverja á Íslandi. Ef einhverjum þykir áhugi Kínverja á Íslendingum skrítin, þá er rétt að benda á að Kínverjar eru ein elsta og reyndasta menningarþjóð heims. Þeir báru höfuð og herðar yfir nágranna sína og reyndar flesta íbúa heims, hvað varðaði menntun og ríkidæmi. Kínverjar voru í stöðu Bandaríkjamanna fram eftir öldum. En það er efni í annan pistil. Núna óska ég lesendum þessara hugleiðinga gleðilegra jóla.
Ummæli