Árið
Ég ætla mér ekkert að fara út í að rifja upp árið, ef þú hefur áhuga, þá lestu bara það sem stendur í eldri færslum. En það er samt til siðs að hugsa um fortíðina á áramótum og kannski velta fyrir sér framtíðinni. Það er auðvitað tækifæri fyrir hina kjaftandi stéttir til þess að láta ljós sitt skína. Vitringunum sem vilja hafa vit fyrir okkur hinum. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað einkaleyfi á því að vera leiðinlegir. Svo ég ætla bara að leyfa mér að setja fram minn eigin lista yfir það sem mér fannst merkilegast á árinu.
Íslendingar uppgötvuðu eBay
Hafandi fylgst með þróun Netsins á Íslandi næstum frá upphafi (eða svona hér um bil), þá gladdi það mitt litla hjarta, þegar sú frétt birtist í dagblöðum landsins að Íslendingar hefðu uppgötvað eBay.
Íslendingar eignuðust Iceland
Hver getur verið annað en stoltur yfir því að við höfum nú loksins eignast Iceland verslanirnar í Bretlandi.
Íslenska réttarríkinu hnignaði
Atburðirnir í kringum fjölmiðlafrumvarpið, óvirðing ráðamanna gagnvart stjórnarskránni og það sem var kannski verst í þessu að það voru ekki lengur allir jafnir fyrir lögum. Hafandi legið yfir sögu Prússlands og Þýskalands á árinu, þá veldur þessi þróun mér kannski meiri áhyggjum en flest annað. Því miður báru kjósendur ekki gæfu til þess að skipta út stjórninni í síðustu kosningum og af því höfum við verið að súpa seyðið.
Gildi alþjóðalaga minnkaði
Sú þróun sem hófst í kjölfar hryðjuverkana 2001 hélt áfram árið 2004. Bandaríkjamenn hafa í krafti stöðu sinnar sem eina stórveldið haldið áfram að hundsa alþjóðlegar stofnanir og bandamenn þeirra hafa áfram getað hundsað samþykktir Sameinuðu Þjóðana. Sú staðreynd að við studdum innrás og hernám Íraks sýnir ótrúlega vanþekkingu íslenskra stjórnmálamanna á gildi alþjóðalaga fyrir okkur.
Veðrið á Íslandi sumarið 2004
Þetta var í einu orði sagt drauma sumar fyrir þá sem vildu ferðast um Ísland. Fyrir okkur sem finnst best að upplifa landið með því að ganga um það, þá bauð síðasta sumar upp á kjör aðstæður. Ógleymanlegar ferðir um hálendið og Vestfirðina við kjöraðstæður gera það að verkum að ég veit eiginlega ekki alveg afhverju ég á að vera á móti gróðurhúsaáhrifum.
Samráð og samsæri
Samkeppnisstofnun kvað upp úr með það að olíufélögin hefðu haft af okkur 40 milljarða króna. Sá eini sem eitthvað virtist þurfa að svara fyrir þetta var fyrrverandi markaðstjóri eins olíufélagana sem missti vinnuna sem borgarstjóri. Forstjórar félagana og makar fyrrum dómsmálaráðherra hafa hins vegar lítið komið við sögu.
Skattsvik
Ég heyrði því einhvern tíma haldið fram að eingöngu þeir sem ekki hefðu viðskiptavit greiddu fulla skatta. Þetta hefur síðan sanfært mig um að ég hefði ekki fengið viðskiptavitið í vöggugjöf, enda hefur mér aldrei tekist að svindla neitt undan skatti. En það er ekki sama hvort maður heitir Sigmundur eða Jón þegar kemur að skattsvikum.
Frábær tónlist
Ég heyrði fullt af frábæri tónlist á árinu sem er að líða. Meat Katie kom, að öðrum ólöstuðum, mest á óvart. Skemmtilegustu tónleikar ársins voru Gus Gus á Nasa og bjartasta vonin er auðvitað Sigga og NLO. Ég veit ekki hvort það er bara mín tilfining, en það er eins og það sé að glæðast aftur yfir danstónlistar útgáfu. Áhrif Netsins eru líka einstaklega jákvæð, því án þess hefði ég ekki heyrt nema brot af allri þeirri frábæru tónlist sem ég heyrði á árinu.
Íslendingar uppgötvuðu eBay
Hafandi fylgst með þróun Netsins á Íslandi næstum frá upphafi (eða svona hér um bil), þá gladdi það mitt litla hjarta, þegar sú frétt birtist í dagblöðum landsins að Íslendingar hefðu uppgötvað eBay.
Íslendingar eignuðust Iceland
Hver getur verið annað en stoltur yfir því að við höfum nú loksins eignast Iceland verslanirnar í Bretlandi.
Íslenska réttarríkinu hnignaði
Atburðirnir í kringum fjölmiðlafrumvarpið, óvirðing ráðamanna gagnvart stjórnarskránni og það sem var kannski verst í þessu að það voru ekki lengur allir jafnir fyrir lögum. Hafandi legið yfir sögu Prússlands og Þýskalands á árinu, þá veldur þessi þróun mér kannski meiri áhyggjum en flest annað. Því miður báru kjósendur ekki gæfu til þess að skipta út stjórninni í síðustu kosningum og af því höfum við verið að súpa seyðið.
Gildi alþjóðalaga minnkaði
Sú þróun sem hófst í kjölfar hryðjuverkana 2001 hélt áfram árið 2004. Bandaríkjamenn hafa í krafti stöðu sinnar sem eina stórveldið haldið áfram að hundsa alþjóðlegar stofnanir og bandamenn þeirra hafa áfram getað hundsað samþykktir Sameinuðu Þjóðana. Sú staðreynd að við studdum innrás og hernám Íraks sýnir ótrúlega vanþekkingu íslenskra stjórnmálamanna á gildi alþjóðalaga fyrir okkur.
Veðrið á Íslandi sumarið 2004
Þetta var í einu orði sagt drauma sumar fyrir þá sem vildu ferðast um Ísland. Fyrir okkur sem finnst best að upplifa landið með því að ganga um það, þá bauð síðasta sumar upp á kjör aðstæður. Ógleymanlegar ferðir um hálendið og Vestfirðina við kjöraðstæður gera það að verkum að ég veit eiginlega ekki alveg afhverju ég á að vera á móti gróðurhúsaáhrifum.
Samráð og samsæri
Samkeppnisstofnun kvað upp úr með það að olíufélögin hefðu haft af okkur 40 milljarða króna. Sá eini sem eitthvað virtist þurfa að svara fyrir þetta var fyrrverandi markaðstjóri eins olíufélagana sem missti vinnuna sem borgarstjóri. Forstjórar félagana og makar fyrrum dómsmálaráðherra hafa hins vegar lítið komið við sögu.
Skattsvik
Ég heyrði því einhvern tíma haldið fram að eingöngu þeir sem ekki hefðu viðskiptavit greiddu fulla skatta. Þetta hefur síðan sanfært mig um að ég hefði ekki fengið viðskiptavitið í vöggugjöf, enda hefur mér aldrei tekist að svindla neitt undan skatti. En það er ekki sama hvort maður heitir Sigmundur eða Jón þegar kemur að skattsvikum.
Frábær tónlist
Ég heyrði fullt af frábæri tónlist á árinu sem er að líða. Meat Katie kom, að öðrum ólöstuðum, mest á óvart. Skemmtilegustu tónleikar ársins voru Gus Gus á Nasa og bjartasta vonin er auðvitað Sigga og NLO. Ég veit ekki hvort það er bara mín tilfining, en það er eins og það sé að glæðast aftur yfir danstónlistar útgáfu. Áhrif Netsins eru líka einstaklega jákvæð, því án þess hefði ég ekki heyrt nema brot af allri þeirri frábæru tónlist sem ég heyrði á árinu.
Ummæli