Naflaskoðun

Mikið ofboðslega getur mér leiðst mikið að hlusta á fjölmiðlafólk tala um fjölmiðla. Kannski stafar því af því að þegar ég var sjálfur við nám í fræðinum, þá var okkur kennt að það síðasta sem áhorfendur/lesendur/hlustendur hefðu áhuga á, væru umræður um fjölmiðla. Þetta var alveg nógu slæmt þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu og því hefði maður haldið að nóg væri komið af slíku tali á árinu.

En umsjónarfólk Kastljós fannst víst að það væri ekki nóg af þessari sjálfhverfu umræðu komið. Nei, nú skildi höggvið í sama farið (eða eitthvað í þá áttina) og í gærkvöldi var okkur boðið upp á umræðu um fjölmiðla. Reyndar átti þetta víst svo að heita að umræðan væri um hvort allt væri leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. En fljótlega kom í ljós að umræðan var um illa er komið fyrir ungu kynslóðinni og fulltrúum hennar sem bulla bara í fjölmiðlum.

Hversu útþvælt er þetta umræðu efni eiginlega? Er í alvöru ekkert betra að ræða, þegar fyrir liggur að vextir eru á leið upp, gengið á leið upp og skattar á leið niður? Hvað þýðir það til dæmis fyrir fólk með verðtryggð lán að verðbólgan er komin á fulla siglingu? Hvað þýðir það fyrir gengið að peningar eru að verða dýrir? Hvers vegna komast Halldór og Davíð bara upp með það að snúa útúr þegar spurt er að því afhverju Ísland (sem ekki rekur svo mikið sem her) tók þátt í innrás í Írak, sem væntanlega stenst ekki fyrir alþjóðalögum? Ja, maður skildi ætla að þetta (og reyndar 200.000 önnur umræðu efni) væri meira spennandi en umræða um fjölmiðla.

Hvað er eiginlega að því þó unglingar og ungt fólk bulli í fjölmiðlum? Það er ekki eins og það sé að gerast í fyrsta skipti. Þeir sem lesið hafa The Electric Acid Kool-aid Test eftir Tom Wolfe, nú eða þeir sem tóku þátt í ákáfum athöfunum 68 kynslóðarinar vita sem er að rugl og bull er bara einfaldlega hlutur af vestræni menningu. Þetta er víst eitt af því sem við erum að verja í Írak og Afganistan (fresli okkar til þess að rugla og bulla) og því finnst mér þessi umræða eiginlega með því líkum ólíkindum að maður hálfpartinn vill ekki auka á hana með þessum línum. En ég einfaldlega stóðst ekki mátið í þetta skipti. Fjölmiðlar eiga einfaldlega ekki að bjóða okkur upp á þetta og nú krefst ég þess að heyra í íslenskum bændum ræða sín innri mál í Kastljósi.

Ummæli

david aka dadawan sagði…
hello
despite the fact that we have some preferences in common, i do not understand icelandish ? (just english & french ;)
Deephousemafia is a really cool site!
bye
David

Vinsælar færslur