Sumt segir maður ekki

Ef maður er stjórnmálamaður. Ef DV hefur rétt eftir (sem er ekki víst), þá hlýtur þetta að bætast í hóp "mistaka" Villa. Furðulegt hvað hann á erfitt með að koma hlutunum frá sér. Minnir svolítið á W. En þetta er magnað.

Fyrir þá sem ekki eru vel að sér í sögu. Þá var Richard M Nixon fyrstur forseta í sögu Bandaríkjana til þess að segja af sér. Eftir að í ljós kom að hann hafði þverbrotið margvísleg lög, þingið í þann mund að svipta hann ærunni, þá fékk hann vara forseta sinn til að taka við og hans fyrsta embættisverk var að náða Nixon "for all crimes past and future" til þess að koma alveg í veg fyrir að nokkru sinni yrði unnt að lögsækja Nixon. Nixon annars nokkuð skilvirkur stjórnmálamaður og vann það sér til afreka að koma á eðlilegu sambandi Kína og Bandaríkjana, draga úr kalda stríðinu, henda meira af sprengiefni úr lofti í Víetnam en notað var í allri seinni heimstyrjöldinni, blanda Bandaríkjunum í átök í Kambódíu og Laos og á endanum draga herinn heim frá Suð-Austur Asíu, aftengja dollar gulli og hefja dýrasta og óskilvirkasta stríðsrekstur sem Bandaríkin standa í. Nixon lýsti því meðal annars yfir að hann væri ekki skúrkur áður en hann þurfti að segja af sér...



Ummæli

Vinsælar færslur