Þegar puttarnir þagna

Þegar ég hef nóg að gera við skriftir. Þá minnka afköst mín hér. Stundum er ég líka latur. Eða er að hugsa um eitthvað allt annað en það að skrifa. En það þýðir ekki endilega að ég hafi ekki um eitthvað að skrifa. Raunar er ég oft spurður af hverju ég haldi úti textasmíðum. Við því er raunar einfalt svar. Stundum liggur mér eitthvað á hjarta. Stundum langar mig til þess að koma því sem ég er að hugsa um niður á blað. Ekki af því að það sé svo óskaplega mikilvægt. Núna í vikunni hefur þetta raunar verið þannig að ég hef haft nóg að gera við skriftir. Raunar setið suma daga við lengur en ég ætti. Þá á ég eiginlega ekki eftir kraft til að koma meiru frá mér.

Samt hef ég verið að gera eitt og annað. Horfði til dæmis á No Country For Old Men. Mögnuð kvikmynd frá Coen bræðrum. Ég er ekki frá því að þetta verði klassík. Þeir bræður hafa í gegnum tíðina gert nokkrar slíkar. Blood Simple, Raising Arizona, Brother Where Art Thou, The Big Lebowski og Fargo. Magnaður feril og raunar varla feilspor. Mér skilst að þeir séu kallaðir tvíhöfða leikstjórinn því svo lík er sýn þeirra. Án þess að ég hafi séð allar þær myndir sem útnefndar eru til Óskarsverðlauna þá held ég að það verði erfitt að keppa við þá. En svo kemur þetta manni stundum á óvart. Sem er ekki hægt að segja um val okkar á Eurovision lagi. Auðvitað völdum við mestu klisjuna. Þetta lag á ekki séns. Við munum ekki komast upp úr undankeppninni. Því það er eins og fólk sé ekki ennþá búið að skilja að gott pop. Situr fast í höfðinu á þér eftir fyrstu hlustun. Grípur þig um leið. Ekki eftir hlustun. En þetta kom ekki á óvart. Flutningurinn var alveg í lagi. Lagið klisja sem fólk þekkir. En samt algjör flatneskja sem engin man 10 sekúndum eftir að því líkur. Svo það er engin ástæða til þess að eyða símtali í að velja það. En ég þarf þá ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að við eigum séns.

Lost er líka byrjað aftur. Sagan heldur áfram. Þetta byrjaði bara nokkuð vel fannst mér. Komnar alveg nýjar flækjur. Sumum kann að finnast þetta tómt rugl. En mér líka þetta vel. Þeim er nefnilega að takast að halda ágætlega í vísindaskáldsöguþráðinn. Þar sem verða flækjur. Undarlegir hlutir gerast. En sagan heldur samt sæmilega áfram. Ég er í það minnsta ekki hættur ennþá og er þetta þó fjórði veturinn með Lost. En sagan segir að höfundar og framleiðendur hafi bundist samkomulagi um að aldrei verði gerðar nema 5 seríur. Svo nú verður athyglisvert að fylgjast með hvort þeim tekst að halda mér í 2 ár í viðbót.

Ummæli

hk sagði…
ég þarf að fara að auka mín afköst á blogginu, alveg að fara að gerast ;) hlakka mjög til að sjá sjá nýjustu mynd Coen bræðra, er mikill aðdáandi, kannski næsta skref áður en ég bæti við nýrri færslu :)

Vinsælar færslur