Veikindi, leiðindi og leti
Hafa orðið þess valdandi að ég hef sinnt öðru betur en tjá mig hér. Enda er þetta líka bara mitt. Skrifað fyrir mig. En ég fékk sem sagt vont kvef, beinverki og leiðindi. Þá hætti ég að vilja skrifa. Því fylgir síðan leti.
Ég hef til dæmis náð að horfa á fullt af skemmtilegu sjónvarpsefni. Heroes er byrjað aftur. Það er ekki alveg eins ferskt og í fyrstu umferð. En í staðinn þá er ég að skemmta mér yfir stráka húmornum í The Reaper. Sé að Kevin "Clerks" Smith er ráðgjafi og ég er ekki frá því að það sjáist í þáttunum.
Fyrir veikindi tókst mér að afreka eitt og annað. Finnst meira að segja eins og ég sé bara búinn að vera duglegur á undanförnum vikum og mánuðum. Veit það segir það kannski ekki neinn annar, svo ég ætla bara að hrósa sjálfum mér fyrir vel unnin störf.
Fór líka í yoga nudd um daginn. Það var ekkert smá fínt. Ætla í svoleiðis aftur fyrir jólin. Jólin er annars farin að setjast á mig. Svo ég er að leið í innkaupaferð. Annað væri rugl með gengi dollar á svipuðum slóðum og þegar ég var í námi. Nema þá kostaði gallon (4,4 lítrar) af bensíni undir 1 dollar, það er víst í kringum 3 í dag. Veit ekki hvað það segir þér. En ég ætla að hafa gaman af þessari ferð og mun skrifa ferðasögu. Svo ég er kominn aftur úr ritfríi.
Ég hef til dæmis náð að horfa á fullt af skemmtilegu sjónvarpsefni. Heroes er byrjað aftur. Það er ekki alveg eins ferskt og í fyrstu umferð. En í staðinn þá er ég að skemmta mér yfir stráka húmornum í The Reaper. Sé að Kevin "Clerks" Smith er ráðgjafi og ég er ekki frá því að það sjáist í þáttunum.
Fyrir veikindi tókst mér að afreka eitt og annað. Finnst meira að segja eins og ég sé bara búinn að vera duglegur á undanförnum vikum og mánuðum. Veit það segir það kannski ekki neinn annar, svo ég ætla bara að hrósa sjálfum mér fyrir vel unnin störf.
Fór líka í yoga nudd um daginn. Það var ekkert smá fínt. Ætla í svoleiðis aftur fyrir jólin. Jólin er annars farin að setjast á mig. Svo ég er að leið í innkaupaferð. Annað væri rugl með gengi dollar á svipuðum slóðum og þegar ég var í námi. Nema þá kostaði gallon (4,4 lítrar) af bensíni undir 1 dollar, það er víst í kringum 3 í dag. Veit ekki hvað það segir þér. En ég ætla að hafa gaman af þessari ferð og mun skrifa ferðasögu. Svo ég er kominn aftur úr ritfríi.
Ummæli