Á ferðinni

Það er núna rétt tæplega ár síðan ég fór til New York og nú er ég aftur kominn til USA. Í þetta skiptið er tilgangurinn fyrst og fremst sá að njóta góðs af góðu gengi. Það er nefnilega þannig að gengi bandaríkjadollars er í dag á svipuðum slóðum og þegar ég var hér í námi. Sem er orðið virkilega langt síðan. Áratugir. Ekki samt eins og ég hafi ekki komið á þessar slóðir síðan.

Það er nefnilega svo merkilegt. Að þó það sé mun styttra. Í kílómetrum talið. Þá hef ég verið mun duglegri við að sækja þær slóðir sem ég kynntist í námi mínu hér, en þegar ég fór til Bretlands. Eða kannski ekki. Hef svo sem verið duglegur að heimsækja London, en ekki komið aftur til Nottingham nýlega. En þar sem ég er staddur núna hef ég komið nokkrum sinnum áður.

Hugmyndin er sú að nota þessa ferð til þess að gera jólainnkaup. Ætlunin að heimsækja verslanir. Fylla ferðatöskuna. Kíkja á nokkra góða veitingastaði. Hér fást nefnilega góðar steikur. En núna er ég orðinn syfjaður. Enda komið fram á miðja nótt samkvæmt íslenskum staðartíma. Þó hér sé klukkan eitthvað minna. Á von á því að vakna snemma í fyrramálið. Svo verður haldið í verslunarleiðangur. En þetta er notalegt.

Ummæli

Vinsælar færslur