Rosalega er maður unglegur eitthvað

Bandaríkin eru skrítin staður. Hafa verið það í mínum huga, allt frá því ég var hérna við nám rétt eftir stríðið. Hérna hefur fólk það bæði betra og verra en gengur og gerist á mínum heimaslóðum. Eða þannig var það. Svona þangað til fólk fór að fá sér þyrlur til að komast í og úr vinnu. Held að það hafi ekki verið góð hugmynd að semja um kaup og kjör í 4 ár. Það hafi orðið til þess að sumir gleymdu því hvað gerist þegar kemur að því að semja. Það hlýtur að vera erfitt að standa fyrir framan starfsfólkið þitt og segjast ekki geta ráðið við hærri laun, en hafa samt efni á því að þyrlast út um allt.

En aftur að Bandaríkjunum. Hér hefur fólk það gott. Svona á yfirborðinu. Hér ríkir mikil velmegun. Fólk keyrir á stórum bílum. Húsnæði er ekki gefins. Allar verslanir fullar af fólki. En á sama tíma finn ég að hér er mikil spenna. Undanfarið hefur fólk verið að lenda í vandræðum. Bankar þurft að horfast í augu við að hafa lánað í tómt bull. Á sama tíma er Bush að reyna að gera það sama og Johnson gerði um miðjan sjöunda áratuginn. Vera í stríði, án þess að þurfa að hækka skatta eða setja landið í stríðsástand. Allt þetta bætist við að hér hefur lengi verið til siðs að halda upp á fjölskyldu og siðfræðigildi. Sem okkur myndi líklega finnast undarleg. Hér er ennþá deilt um hvort sköpunarsagan sé eitthvað meira en saga og hvort konur eigi að geta farið í fóstureyðingu án þess að það komi einhverjum sérstaklega við.

Hluti af þessu skrítna máli. Er að þó hér gera allir allt. Hvort sem það kemur einhverjum sérstaklega við eður ei. Er það að hér færðu ekki að drekka án þess að hafa náð til þess aldri. Mér til ánægju þá var ég spurður um skilríki þegar ég ætlaði að versla mér áfengi í dag. En aldurstakmarkið er 21. árs. Mikið svakalega hlýt ég að vera unglegur.

Ummæli

Vinsælar færslur