Í tilefni dags íslenskrar tungu
Á þeim stað sem ég hef unnið við að uppfræða fólk fór fjöldi tölvupósta í tilefni dagsins. Þessi var sá sem ég var mest sammála og birti hann því hér. Vonandi án athugasemda höfundar.
Frá Böðvari Guðmundssyni rithöfundi
Ég man þá tíð þegar mér þótti ekkert leiðinlegra og vitlausara en þegar eldra fólk var að gefa mér “góð ráð.” Í dag ætla ég þó að leyfa mér að lauma að ykkur nokkrum heilræðum varðandi mál og málnotkun. Í framtíðinni eigið þið eftir að skrifa mikið og trúlega á fleiri en einu tungumáli, og þó svo að allir kunni sitt móðurmál best þá gilda svipaðar reglur hvað málnotkun viðkemur um þau tungumál sem við lærum til viðbótar.
1) Takið ekki of mikið mark á svokölluðu “hreintungufólki.” Tungumál er lifandi fyrirbæri sem breytist. Þess vegna er tilgerðarlegt og oft villandi að reyna að fyrna mál sitt um of eða fella það í einhverjar “þjóðlegar” skorður. Töku orð úr erlendum málum hafa alltaf bæst við íslenskan orðaforða og því engin ástæða til að hamast móti þeim. Takið sem dæmi ef þið ætlið að lýsa því í skrifuðum texta að þið hafið séð sellóleikara borða appelsínu og kveika sér í sígarettu á eftir: Þið munduð líklega segja: Sellóleikarinn át appelsínu og kveikti síðan í sígarettu. Ýtrustu hreintunguberserkir mundu segja: Knéfiðluleikarinn snæddi glóaldin og kveikti síðan í sogvindlingi. Íslenska hefur mörg tökuorð og þau hafa auðgað hana í aldanna rás og gert hana nothæfari sem tjáningartæki. Eða hvað orð munduð þið nota ef þið mættuð ekki segja prestur, bók, kirkja, píanó, punktur, bíll og skóli? Skiljanlegt en hjákátlegt, ekki satt?
2) Vandið það mál sem þið notið, málvöndun er fyrst og fremst fólgin í því að það sem þið segið eða skrifar sé skiljanlegt þeim sem heyrir eða les. Reynið að forðast klaufalegar málfræðivillur eins og “ég vill” eða “mér langar” eða “mig hlakkar til” eða “fæturnar voru mislangar!” Þær eru óheppilegar í texta, ekki vegna þess að þær séu óskiljanlegar, allir mundu nefnilega skilja hvað þið værir að segja, -heldur vegna þess að þær gera aukabragð að textanum, gera hann hlægilegan.
3) Verið ekki hrædd við að vera persónuleg í máli, hvort sem þið talið eða skrifið. Verið eins fyndin og sérviskuleg og ykkur passar, en forðist blótsyrði og klifun. Og fyrir alla muni segið aldrei “sko.”
Frá Böðvari Guðmundssyni rithöfundi
Ég man þá tíð þegar mér þótti ekkert leiðinlegra og vitlausara en þegar eldra fólk var að gefa mér “góð ráð.” Í dag ætla ég þó að leyfa mér að lauma að ykkur nokkrum heilræðum varðandi mál og málnotkun. Í framtíðinni eigið þið eftir að skrifa mikið og trúlega á fleiri en einu tungumáli, og þó svo að allir kunni sitt móðurmál best þá gilda svipaðar reglur hvað málnotkun viðkemur um þau tungumál sem við lærum til viðbótar.
1) Takið ekki of mikið mark á svokölluðu “hreintungufólki.” Tungumál er lifandi fyrirbæri sem breytist. Þess vegna er tilgerðarlegt og oft villandi að reyna að fyrna mál sitt um of eða fella það í einhverjar “þjóðlegar” skorður. Töku orð úr erlendum málum hafa alltaf bæst við íslenskan orðaforða og því engin ástæða til að hamast móti þeim. Takið sem dæmi ef þið ætlið að lýsa því í skrifuðum texta að þið hafið séð sellóleikara borða appelsínu og kveika sér í sígarettu á eftir: Þið munduð líklega segja: Sellóleikarinn át appelsínu og kveikti síðan í sígarettu. Ýtrustu hreintunguberserkir mundu segja: Knéfiðluleikarinn snæddi glóaldin og kveikti síðan í sogvindlingi. Íslenska hefur mörg tökuorð og þau hafa auðgað hana í aldanna rás og gert hana nothæfari sem tjáningartæki. Eða hvað orð munduð þið nota ef þið mættuð ekki segja prestur, bók, kirkja, píanó, punktur, bíll og skóli? Skiljanlegt en hjákátlegt, ekki satt?
2) Vandið það mál sem þið notið, málvöndun er fyrst og fremst fólgin í því að það sem þið segið eða skrifar sé skiljanlegt þeim sem heyrir eða les. Reynið að forðast klaufalegar málfræðivillur eins og “ég vill” eða “mér langar” eða “mig hlakkar til” eða “fæturnar voru mislangar!” Þær eru óheppilegar í texta, ekki vegna þess að þær séu óskiljanlegar, allir mundu nefnilega skilja hvað þið værir að segja, -heldur vegna þess að þær gera aukabragð að textanum, gera hann hlægilegan.
3) Verið ekki hrædd við að vera persónuleg í máli, hvort sem þið talið eða skrifið. Verið eins fyndin og sérviskuleg og ykkur passar, en forðist blótsyrði og klifun. Og fyrir alla muni segið aldrei “sko.”
Ummæli