Hornstrandarævintýrið 2007
Þetta var ævintýralegasta og skrítnasta Hornstrandaferðin til þessa. Alls ekki á neikvæðan hátt. Heldur þannig að hún var allt öðruvísi en þær tvær fyrstu. Á alveg nýjar slóðir með nýjum upplifunum. Þetta verður þess vegna löng ferðasaga. Með myndum.
Áður en ég byrja samt ferðasöguna. Þá verð ég að segja ykkur að þetta var frábær hópur sem fór þetta saman. Varð reyndar aldrei stærri en í fyrstu. Við vorum sem sagt fjögur sem upplifðum Hornstrandir í öllum veðrum. Eigum öll yoga sameiginlegt, en með tveimur þeirra var ég að ganga í fyrsta skipti. Við þessi eldri og reyndari vorum þarna þriðja árið í röð, en þau í fyrsta skipti. En langt í frá að ganga í fyrsta skipti, enda held ég að það hafi verið kostur í þetta skiptið að þarna var reynt fólk á ferð. Því veðurspá var ekkert óskaplega hliðholl okkur. Leit út fyrir að verða frekar skýjað alla ferðina og raunar ákváðum við að flýta ferð okkar. Það er að segja að við ætluðum okkur að láta sigla með okkur frá Norðurfirði í Látravík á miðvikudegi. Eyða deginum í Látravík og ganga á Hornbjarg. Fara síðan daginn eftir inn í Bolungarvík. Ganga þaðan í Reykjafjörð og láta sækja okkur þar á laugardegi. En sú ferðaáætlun átti heldur betur eftir að breytast.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég ek á Ströndunum. En ekki í síðasta skipti. En strax eftir að við vorum komin framhjá Brú þá var eins og landslagið breytist. Það var svo greinilegt að við vorum komin á Vestfirðina. En rétt áður en við komum að Brú fékk ég fyrstu vísbendingu um að þessi ferð gæti orðið meira ævintýri en við höfðum gert ráð fyrir. Við höfðum pantað okkur gistingu á Norðurfirði á leiðinni og í kjölfarið fékk ég símtal frá skipstjóranum sem ætlaði að ferja okkur og farangur í ferðinni. Það var orðið svo vont í sjóinn að ekki væri víst að við myndum komast í Látravík daginn eftir. Áætlun væri klukkan 10, en líklega myndi það eitthvað riðlast og jafnvel ekki verða af því að við færum af stað fyrr en á fimmtudegi. Þetta var svolítið skrítin byrjun. Sem slóg okkur samt ekki út af laginu. Ekki heldur fiskurinn sem við fengum á hótelinu á Djúpuvík. En súpan þar var dýr og ekki sú sem ég átti von á. Svo ég mæli með stoppi þar, en bara spyrjið fyrst hvað allt kostar og verið viss um að skilja vel það sem í boði er. Við fundum plan b, c og d ef þannig skildi fara. Gistum síðan á Norðurfirði og vonuðum það besta. Norðurfjörður er lítil bær. Eiginlega alveg pínulítil bær. Þarna búa bændur og sjómenn. Sem á sumrin stunda ferðamannaútgerð. Þekkja samt veður og sjólag þarna eins og handarbakið á sér. Þetta er fólk sem má treysta. Bæði til þess að sjá um þá sem það hefur tekið að sér að þjónusta og eins hitt að það fer ekki út í neina vitleysu. Enda getur sjórinn verið skæður á þessum slóðum og veður fljótt að breytast.
Raunar hafði verið alveg óljóst hvort ég gæti yfirhöfuð farið í þessa gönguferð. Eftir að hafa slitið liðband fyrri part júlímánaðar, þá var ég ekki alveg eins göngufær og venjulega. En ég hafði útvegað mér búnað til að halda við hnéð. Svo þetta ætti að bjargast. Ég gæti þá alltaf fengið far með trússinu, svona ef á þyrfti að halda. Svo ég var ekki alveg rólegur yfir þessu. En ákvað samt að láta slag standa. Morguninn eftir fengum við svo góðar fréttir. Við myndum leggja úr höfn upp úr hádegi. En ég klikkaði illa á sjóveikislyfjunum. Skellti í mig töflu eftir að hafa maulað samloku og það leið ekki á löngu þar til sjóveikin tók yfirhöndina. Ég varð græn og fannst sjóferðin í Látravík hreint ekki nein sérstök gleðiferð. Ótrúlegt hvað sjóveiki er leiðinleg við að eiga. Var hálf skjálfandi en óskaplega glaður þegar ég komst loks í land. Sem næstum hafði ekki verið í Látravík. Ferðafélagar mínir höfðu nefnilega þurft að ákveða hvað skildi gera og ég var ánægður með að þau voru ákveðin í því að fara alla leið. Þó sú ákvörðun hefði reyndar ekki verið borin undir mig. Það var eitthvað með sjóveikina.
En þegar í land var komið. Þá kom í ljós að allt var harðlæst. Ferðafélagarnir vildu endilega tjalda, en ég hafði ætlað að gista í svefnpokaplássi. En svo byrjaði veðrið að batna. Það lægði. Sólin braust fram. Á meðan ferðafélagarnir gengu á Hornbjarg þá tjaldaði ég og ákvað að það yrði bara skemmtilegt að gista með hinum úti. Því eitthvað sagði mér að það yrði bara fínt veður þarna um nóttina. Raunar fannst heimafólki við eitthvað fyndin. Fjögur tjöld fyrir fjóra. Er greinilega ekki vaninn. En hvað sem því leið. Þá vöknuðum við í glampandi sól daginn eftir.
Svo eftir að hafa fengið okkur góðan morgunnmat. Skrifað nöfnin okkar í gestabókina. Þá gengum við af stað fyrsta hluta ferðarinnar. Mér varð strax ljóst að hnéð á mér ætti eftir að stríða mér. Því það er eins og það gangi smávegis til öðru hverju. Hné spelkan var samt alveg að hjálpa. Líka veðrið. Því þrátt fyrir leiðinlega spá, vorum við að upplifa Hornstrandir í rjóma blíðu. Glampandi sól. Eins gott að einhver tók með sólarvörn. Því þennan fyrsta dag þurftum við á henni að halda. Þetta er annars virkilega falleg leið. En svolítið löng. Því við vorum 10 tíma að komast í Bolungarvík. Yfir nokkrar hæðir að fara og öll sú hækkun er líkalega ekki minni en þegar gengið er á Fimmvörðuháls. Okkur tókst líka fljótlega að villast aðeins af leið. Ekki þannig að það skaðaði okkur neitt. Bara þurfti aðeins að skoða kort. Lesa leiðarlýsingu og þá vorum við fljótlega komin á réttar slóðir.
Á þessari leið okkar sáum við varla nokkurn mann. Eða reyndar bara einn. Sem beið okkar í hæðinni fyrir ofan Hornbjargsvita. En við sáum fjölskrúðugt lífríkið á Hornströndum þeim mun betur. Tófa rak okkur í burtu með gaggi. Þarna er allt fullt af fugli og á þessum tíma eru sumir þeirra árásargjarnir og háværir. En bíðum með þá sögu. Það kom þeim sem voru að rölta á Hornströndum í fyrsta skipti virkilega á óvart, hversu gróið landið er og flóran fjölskrúðug. Vegna þess hve veður var gott, vorum við ekkert að flýta okkur. Það voru teknar reglulega pásur. Bæði niðri í dölum og upp í skörðum. Sérstaklega var okkur sagt að við yrðum að taka kaffi í Smiðjuvík, því annars myndi Smiðjuvíkurdraugurinn leggjast á pokana og auka á þyngdina. Svo að sjálfsögðu var það gert. Að mínu mat var þessi fyrsti hluti ferðarinnar bara nokkuð auðveldur. Vegna þess hve veðrið var gott var ekki einu sinni mikið mál fyrir okkur að vaða þá einu á þar sem þess gerðist þörf. Fyrir utan síðasta hlutann.
Göngumannaskarð er nefnilega nokkuð bratt upp að sækja. Það er ekkert verið að ýkja þegar leiðarlýsingin segir að þarna sé erfitt fyrir fólk með byrðar að koma sér upp. En sum okkar voru svo hress að þau skelltu sér enn lengra upp, á meðan ég kom mér niður í Bolungarvík og var fegin að þurfa ekki að ganga miklu lengra þann daginn. Réttur dagsins var síðan rjómapasta með steiktum pylsum. Dýrindismáltíð og ég var ekki lengi að festa svefn það kvöldið.
Daginn eftir var ekki sama blíða. Veðurspá virtist vera að ganga eftir, en við höfðum samt ákveðið að ganga af stað í áttina að Reykjafirði. Einn úr hópnum fór til að athuga hvort við myndum geta látið sækja okkur þangað samhliða trúss flutningum. Kom til baka með frekar slæmar fréttir. Það væri orðið svo illt í sjó að ekki yrði af neinum flutningum þann daginn. Við þyrftum að sitja af okkur veðrið í Bolungarvík og væntanlega yrði ekki af flutningi fyrr en daginn eftir í fyrsta lagi. Jafnvel ekki fyrr en daginn þar á eftir. Með þessi tíðindi var hugað að gönguferð fyrir daginn. Því þó það væri frekar vont í sjó. Var ekki slæmt veður. Ekki þannig. Ekki fyrir velbúið fólk eins og okkur. Svo við ákváðum að ganga inn í Furufjörð. En til þess að komast frá Bolungarvík inn í Furufjörð þarf að fara fyrir Bolungarvíkurófæruna, sem eingöngu er fær á háfjöru. Svo fyrir þá sem hugsa sér að ganga þess leið, þá er rétt að benda á að þetta er eingöngu fært í um það bil klukkustund, sé miðað við flóðatöflu á Ísafirði. Það var okkar reynsla. Þessi ganga leiddi líka í ljós að eftir afrek dagsins á undan, þá var hnéð á mér ekki alveg til í aðra eins göngu. Raunar var ég helaumur og þurfti ítrekað að stoppa. Svo ég ákvað að líklega væri betra fyrir mig að sleppa seinni göngunni. Fara bara með trússbátnum inn í Reykjafjörð. En við gengum nú samt langleiðina inn í botn Furufjarðar. Þar sem sjá má glæsilegar byggingar. En ég fékk því ráðið að við snérum við til að ekki væri nein áhætta í því að komast fyrir Ófæruna.
En fyrst við höfðum ekki komist í Reykjafjörðinn þann daginn, þá áttum við góðar stundir um kvöldið í Bolungarvík. Sem er virkilega falleg. Stór og mikil sandströnd og mikil reki. Þarna er líka fín gisti aðstaða fyrir ferðafólk. Svo það var ekki eins og við værum að rigna niður í tjöldum. Heldur vorum við miklu frekar að kafna úr hita því ofn fengum við inn til okkar sem gaf mikinn og góðan hita. Var nefnilega eitthvað ólag á olíukyndingunni. Þarna var allt til alls. Meira að segja þetta fína grill. Það varð því úr að við grilluðum lambalæri, bakaðar kartöflur og maís. Með því drakk ég rautt, en flestir aðrir voru í framleiðslu Vífilfells. Raunar átti ég líka koníak sem var nýtt vel í ferðinni. Svo við áttum frábæran kvöldverð og skemmtilegan dag, þrátt fyrir að ekki hefði orðið úr áætlaðri ferð í Reykjafjörðinn. Í þetta skipti hafði ég líka tekið með útvarp sem ég hafði fjárfest í eftir síðustu ferð. Ég nefnilega mundi eftir því að þá hefði það getað komið í veg fyrir svaðilför okkar. Svo við fengum daglegar fréttir af veðri. Líka smá skemmtun frá Tvíhöfða og yndislega fyrirsjáanlegar fréttir af Verslunarmannahelgi.
Daginn eftir var greinilega slæmt í sjóinn og það var leiðinda veður. Rigning og blés rösklega. Raunar vorum við mestan hluta dagsins bara inni. Komum gúmmíbát staðarhaldara betur fyrir. Fengum slæmar fréttir af siglingum. Hittum fyrir ferðafólk sem kom holdvott til okkar. En fannst gistingin of dýr og enduðu í tjöldum. Sem ekkert okkar öfundaði þau af. Þetta varð leti dagurinn okkar. En nú voru líka byrjaðar að renna á okkur tvær grímur með framhaldið. Því eftir því sem dagarnir voru að líða. Þeim mun meira gekk á matinn sem við höfðum tekið með. Ég hafði gert þau mistök að taka af lítið af mat með. Það verður ekki endurtekið. Því af þessu hef ég lært. Að þegar þú ferð á Hornstrandir er nauðsynlegt að taka of mikið af mat með. Geta setið af sér slæmt veður í 4-5 daga ef því er að skipta. Ætla sér góðan tíma í ferðina. Því stress og leiðindi geta gert veruna á þessu svæði að einhverju allt skemmtun. En við fundum held ég lítið fyrir því. En eftir grillveisluna kvöldið á undan, þá var núna farið að kafa ofan í matarkassa og draga fram það sem tiltækt var. Svo afgangar kvöldsins á undan lentu í kjarngóðri íslenskri kjötsúpu. Sem ekki er uppáhalds, en þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn svo svangur að allt hefði smakkast vel. Raunar urðu það litlu hlutirnir sem gáfu líf í þessa dvöl í vonda veðrinu. Það að eiga eitthvað skemmtilegt í eftirrétt. Hafa tekið með nóg af kaffi. Hafa koníak við höndina. Enda þetta kvöld með göngu á ströndinni. Þar sem ég þóttist sjá þess merki að veðrið myndi verða miklu betra daginn eftir. Við yrðum sótt og komið á Norðurfjörð. Upplifði það að standa fyrir framan úfið hafið og finna hvað ég var eitthvað lítil fyrir framan allt þetta volduga haf sem kraumaði þarna á ströndinni. Hversu stórkostlegt mér finnst allt þetta svæði og hversu óskaplega heppinn ég er að hafa kynnst því. Því ég á erfitt með að skilja það í dag. Að til sé fólk sem hræðist það að heimsækja þetta svæði. En hef samt fundið þennan ótta við erfiðleika og vosbúð gægjast framhjá þeim sem íhuga að heimsækja það. Man að hann var til staðar hjá mér í fyrstu gönguferðinni í Hornvík. En síðan þá hef ég lært mikið. Núna finnst mér þetta bara stórkostlegt og kannski af því að við vorum öll vön svona ferðum. Þá fannst mér þetta bara frábær slökun.
En þó veður væri orðið fínt daginn eftir. Sólin farin að skína og gott í sjó. Þá vorum við ekki á leið í Norðurfjörð þennan sunnudag. Það kom nefnilega í ljós. Að sá sem ætlaði að ferja okkur var lentur í vandræðum. Hópurinn sem hafði átt að fara í Bolungarvík var ekki á leið þangað. Heldur í Reykjafjörð. Hann þyrfti síðan að sækja annan hóp í Látravík. Fannst þar af leiðandi ekki þess virði að fara með okkur fjögur ein í ferð inn á Norðurfjörð. Þessar fréttir ollu óróa í hópnum. Okkur fannst við svikin. Náðum samt á endanum sambandi við hann. Kom í ljós að hópurinn sem var að fara í Reykjafjörðinn var ekki að fá kostinn sinn. Það er nefnilega haldinn dansleikur einu sinni á ári á þessum slóðum. Svo sú sem stóð vaktina með matinn. Var ekki tilbúinn að opna fyrr en upp úr hádegi. Þá þyrfti hann að koma hópnum í Reykjafjörð og síðan seinni partinn að ná í okkur. Svo fyrir svona lítinn hóp. Vildi hann fá auka álag ef hann þyrfti að sigla alla leið til baka. Við gætum fengið far daginn eftir. Gætum valið um að dvelja áfram í Bolungarvík eða fengið far í Reykjafjörð. En ekki nema fyrir auka greiðslu myndi hann sigla alla leið til baka til Norðurfjarðar. Ég var svo sem til í að leggja út fyrir þessu. En fékk svo hugmynd. Þrátt fyrir að við værum orðin matarlítil. Þá væri kannski engin ástæða til að flýta sér um of. Við værum hvort sem er ekki að missa af neinu. Engin ástæða til að stressa sig á því að fara í Norðurfjörð og vera ekki komin þangað fyrr en seint um kvöld. Eiga þá lítið um að velja varðandi framhaldið. Nema þá helst að gista aftur á Norðurfirði. Sem bauð lítið. Ekki einu sinni upp á veitingastað. Svo hvers vegna ekki að fara bara í Reykjafjörð? Komast í sund. Slaka á. Taka göngur þaðan. Hinum þremur fannst þetta hugmynd. En svo kom enn betri hugmynd. Þau ætluðu sér að klára málið. Taka seinni áfangann. Svo á endanum fundu þau sér mat til að taka með. Gerðu sig klár í göngu á mettíma og lögðu af stað. Um svipað leiti og ég fór með farangrinum í Reykjafjörð.
Það var glampandi sól og blíða þennan dag en ég tók ekki neina sénsa. Byrjaði inntöku við sjóveiki strax um morguninn. Enda fann ég ekki fyrir neinu. Svo var lent í Reykjafirði. Þar er líklega mesta aðstaða fyrir móttöku á ferðafólki á Hornströndum. Mikil gisting í boði, vel útbúin bryggja, gott tjaldstæði og það sem mestu skiptir. Frábær sundlaug. Sem ekkert kostar að fara í. Það að liggja í sundlaug og horfa annars vegar út á sjó og hins vegar upp á jökul í glampandi sól var eitt og sér nægilegt til þess að gera alla þessa ferð þess virði. Það er nefnilega svo magnað að þarna detta öll samskiptatæki úr sambandi. Ekkert rafmagn nema það sem framleitt er með sólarrafhlöðum. Engin sími og ekkert net. Líka hægt að komast í mat ef það er farið að þrengja að kosti. Ég hitti þarna á leiðsögumann frá Ferðafélagi Akureyrar sem sagði mér að líklega yrðu ferðafélagar mínir um 6 tíma að komast að ósnum í Þaralátursfirði og það væri ekki vitlaus hugmynd að ganga til móts við þau. Tæki mig um einn og hálfan tíma. Svo eftir slökun í sundi og kvöldverð þar sem síðustu vistar voru kláraðar. Skellti mér í sund og hélt svo af stað áleiðis á móti göngufélögunum.
Það var skrítið að vera svona einn á ferðinni á þessum slóðum. En veður var gott, útsýnið æðislegt og svo fann ég bláber á leiðinni. Þetta var líka tiltölulega auðveld ganga. Raunar varð mér ljóst að þessi leið frá Bolungarvík í Reykjafjörð var heldur auðveldari en sú frá Látravík í Bolungarvík. Þarna var nefnilega ekki nema yfir eitt alvöru skarð að fara. Sem er þó heldur betur farartálmi, því það er það hæsta á þessari leið, rúmlega fjögurhundruð metrar. Síðan tekur við vað yfir jökulá. Svo mér skildist á ferðafélögunum að Þaralátursfjörður væri líklega óskemmtilegasti hlutinn af þessari leið. Það er nefnilega ekki auðfarið yfir kalda og mikla jökulá, djúpt að vaða, mikil bleyta í kring og hrollkalt. Svo þó ég hefði beðið vel frameftir með að leggja af stað. Þá tókst mér aldrei að koma auga á göngufélagana. Nennti heldur ekki að ganga alla leið niður í fjörðinn, því niðurganga tók meira á hnéð. Sem ég taldi að þyrfti ekki á of miklu álagi. Hitt var líka að það var byrjað að dimma og var ekkert allt of heit. Vegna þess að ég hafði hvorki kort, né gps tækið þá vildi ég ekkert taka neina áhættu. Svo ég snéri við. Kom mér ofan í poka og raknaði við krígarg og tal í ferðafélögum um nóttina. Sem þá höfðu villst út af stígnum en komu á tjaldstæðið rétt um hálf þrjúleitið um nóttina. Heyrði á þeim að það hefði verið frekar erfitt að rata í myrkrinu en þetta hefði allt saman gengið vel.
Ég var líka rólegur yfir þessu. Vissi sem var að þau væru þrælvön. Vel útbúinn. Með kortið mitt og gps tækið. Svo það væri ekki nema eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir sem ég þyrfti að hafa áhyggjur. Morguninn eftir var bjartur og fagur dagur. Rólegt í sjóinn. Svo ég kom mér fram úr og uppgötvaði að allir voru horfnir á braut. Ekki allir jafn morgunsvæfir og ég sjálfur greinilega. En báturinn átti að sækja okkur um 11. Fyrst engin var á svæðinu hélt ég fyrir víst að klukkan gæti ekki verið margt. Líklega bara snemma morguns. Svo mér krossbrá þegar útvarpið tilkynnti mér að klukkan væri gengin í 11. Rauk til og pakkaði saman. En ekkert bólaði á göngufélögunum. Svo ég hugsaði sem svo að líklega væru þau búin að ákveða að taka seinni ferðina með bátnum, en fannst samt skrítið að engin hefði látið mig vita. Kannski bara búinn að fá nóg af þessum hálf ógöngufæra. Svo ég rölti af stað í leit að félögunum. Fann þau öll í sundi og fékk þá staðfest sem ég hafði heyrt á leiðinni. Að við myndum þurfa að bíða fram eftir. Hugsanlega fram á kvöld eftir siglingu. Bölvaði þessu öllu og var ekki par ánægður með að hafa ekkert heyrt. Því ég hafði drifið í mig sjóveikislyfið. Ef ég þyrfti síðan að bíða fram eftir öllum degi. Þá yrði heimferðin líka bátsferðin frá helvíti. Maturinn minn var líka búinn. Það sem var öllu verra. Allt kaffið var líka búið!
En þetta bjargaðist. Veit ekki hvort það var heimilisfólkið í Reykjadal sem taldi útgerðina á að sækja okkur. Hvað sem því réði, þá birtist báturinn um 2 og við sigldum áleiðis í Norðurfjörð. Ég naut siglingarinnar í ríkum mæli. Fann ekki fyrir sjóveiki. Tók fullt af myndum. Sá núna loksins það sem ég hafði ekki séð á leiðinni í Látravík. Stórkostlegt landslag. Á ströndum. Því sagt er að Reykjafjörðurinn sé síðasti hluti Hornstranda. Nú vantar lítið upp á að ég geti haldið því fram fullum fetum að ég hafi komið í allar víkur og firði á Hornströndum. Í það minnsta er ég farinn að þekkja gönguleiðir á svæðinu sæmilega. Hef líka lært eitt og annað um ferðalög á þessum slóðum.
Það er nauðsynlegt að vera með of mikið af mat. Gera ráð fyrir því að þurfa að dvelja lengur á Hornströndum en upphaflega er áætlað.
Vera viðbúin því að veðurspá standist ekki. Bæði þannig að það sé miklu betra veður (sólarvörn) og verra (skjólfatnað) en spáin segir til um.
Taka góðar birgðir af þolinmæði og góða skapinu með í ferðina. Við heyrðum að svo hefði farið í sumum hópum að fólk hefði verið sótt í flugi af Ísafirði eftir að slettist upp á vinskapinn.
Velja góða ferðafélaga. Það er ekki allra að ferðast á þessum slóðum. Þetta getur tekið á. Þá er gott að hafa reynslu af slíkum ferðalögum og góðan útbúnað sem þolir álag.
Muna eftir að gera góða undirbúningslista og uppfæra þá í ljósi reynslu fyrri ferða þegar heim er komið. Það hjálpaði mikið að hafa lista frá því í fyrra til að styðjast við.
Ferðalaginu var ekki alveg lokið, en þetta er Hornstrandahlutinn. Meira af heimferðinni kemur fljótlega.
Áður en ég byrja samt ferðasöguna. Þá verð ég að segja ykkur að þetta var frábær hópur sem fór þetta saman. Varð reyndar aldrei stærri en í fyrstu. Við vorum sem sagt fjögur sem upplifðum Hornstrandir í öllum veðrum. Eigum öll yoga sameiginlegt, en með tveimur þeirra var ég að ganga í fyrsta skipti. Við þessi eldri og reyndari vorum þarna þriðja árið í röð, en þau í fyrsta skipti. En langt í frá að ganga í fyrsta skipti, enda held ég að það hafi verið kostur í þetta skiptið að þarna var reynt fólk á ferð. Því veðurspá var ekkert óskaplega hliðholl okkur. Leit út fyrir að verða frekar skýjað alla ferðina og raunar ákváðum við að flýta ferð okkar. Það er að segja að við ætluðum okkur að láta sigla með okkur frá Norðurfirði í Látravík á miðvikudegi. Eyða deginum í Látravík og ganga á Hornbjarg. Fara síðan daginn eftir inn í Bolungarvík. Ganga þaðan í Reykjafjörð og láta sækja okkur þar á laugardegi. En sú ferðaáætlun átti heldur betur eftir að breytast.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég ek á Ströndunum. En ekki í síðasta skipti. En strax eftir að við vorum komin framhjá Brú þá var eins og landslagið breytist. Það var svo greinilegt að við vorum komin á Vestfirðina. En rétt áður en við komum að Brú fékk ég fyrstu vísbendingu um að þessi ferð gæti orðið meira ævintýri en við höfðum gert ráð fyrir. Við höfðum pantað okkur gistingu á Norðurfirði á leiðinni og í kjölfarið fékk ég símtal frá skipstjóranum sem ætlaði að ferja okkur og farangur í ferðinni. Það var orðið svo vont í sjóinn að ekki væri víst að við myndum komast í Látravík daginn eftir. Áætlun væri klukkan 10, en líklega myndi það eitthvað riðlast og jafnvel ekki verða af því að við færum af stað fyrr en á fimmtudegi. Þetta var svolítið skrítin byrjun. Sem slóg okkur samt ekki út af laginu. Ekki heldur fiskurinn sem við fengum á hótelinu á Djúpuvík. En súpan þar var dýr og ekki sú sem ég átti von á. Svo ég mæli með stoppi þar, en bara spyrjið fyrst hvað allt kostar og verið viss um að skilja vel það sem í boði er. Við fundum plan b, c og d ef þannig skildi fara. Gistum síðan á Norðurfirði og vonuðum það besta. Norðurfjörður er lítil bær. Eiginlega alveg pínulítil bær. Þarna búa bændur og sjómenn. Sem á sumrin stunda ferðamannaútgerð. Þekkja samt veður og sjólag þarna eins og handarbakið á sér. Þetta er fólk sem má treysta. Bæði til þess að sjá um þá sem það hefur tekið að sér að þjónusta og eins hitt að það fer ekki út í neina vitleysu. Enda getur sjórinn verið skæður á þessum slóðum og veður fljótt að breytast.
Raunar hafði verið alveg óljóst hvort ég gæti yfirhöfuð farið í þessa gönguferð. Eftir að hafa slitið liðband fyrri part júlímánaðar, þá var ég ekki alveg eins göngufær og venjulega. En ég hafði útvegað mér búnað til að halda við hnéð. Svo þetta ætti að bjargast. Ég gæti þá alltaf fengið far með trússinu, svona ef á þyrfti að halda. Svo ég var ekki alveg rólegur yfir þessu. En ákvað samt að láta slag standa. Morguninn eftir fengum við svo góðar fréttir. Við myndum leggja úr höfn upp úr hádegi. En ég klikkaði illa á sjóveikislyfjunum. Skellti í mig töflu eftir að hafa maulað samloku og það leið ekki á löngu þar til sjóveikin tók yfirhöndina. Ég varð græn og fannst sjóferðin í Látravík hreint ekki nein sérstök gleðiferð. Ótrúlegt hvað sjóveiki er leiðinleg við að eiga. Var hálf skjálfandi en óskaplega glaður þegar ég komst loks í land. Sem næstum hafði ekki verið í Látravík. Ferðafélagar mínir höfðu nefnilega þurft að ákveða hvað skildi gera og ég var ánægður með að þau voru ákveðin í því að fara alla leið. Þó sú ákvörðun hefði reyndar ekki verið borin undir mig. Það var eitthvað með sjóveikina.
En þegar í land var komið. Þá kom í ljós að allt var harðlæst. Ferðafélagarnir vildu endilega tjalda, en ég hafði ætlað að gista í svefnpokaplássi. En svo byrjaði veðrið að batna. Það lægði. Sólin braust fram. Á meðan ferðafélagarnir gengu á Hornbjarg þá tjaldaði ég og ákvað að það yrði bara skemmtilegt að gista með hinum úti. Því eitthvað sagði mér að það yrði bara fínt veður þarna um nóttina. Raunar fannst heimafólki við eitthvað fyndin. Fjögur tjöld fyrir fjóra. Er greinilega ekki vaninn. En hvað sem því leið. Þá vöknuðum við í glampandi sól daginn eftir.
Svo eftir að hafa fengið okkur góðan morgunnmat. Skrifað nöfnin okkar í gestabókina. Þá gengum við af stað fyrsta hluta ferðarinnar. Mér varð strax ljóst að hnéð á mér ætti eftir að stríða mér. Því það er eins og það gangi smávegis til öðru hverju. Hné spelkan var samt alveg að hjálpa. Líka veðrið. Því þrátt fyrir leiðinlega spá, vorum við að upplifa Hornstrandir í rjóma blíðu. Glampandi sól. Eins gott að einhver tók með sólarvörn. Því þennan fyrsta dag þurftum við á henni að halda. Þetta er annars virkilega falleg leið. En svolítið löng. Því við vorum 10 tíma að komast í Bolungarvík. Yfir nokkrar hæðir að fara og öll sú hækkun er líkalega ekki minni en þegar gengið er á Fimmvörðuháls. Okkur tókst líka fljótlega að villast aðeins af leið. Ekki þannig að það skaðaði okkur neitt. Bara þurfti aðeins að skoða kort. Lesa leiðarlýsingu og þá vorum við fljótlega komin á réttar slóðir.
Á þessari leið okkar sáum við varla nokkurn mann. Eða reyndar bara einn. Sem beið okkar í hæðinni fyrir ofan Hornbjargsvita. En við sáum fjölskrúðugt lífríkið á Hornströndum þeim mun betur. Tófa rak okkur í burtu með gaggi. Þarna er allt fullt af fugli og á þessum tíma eru sumir þeirra árásargjarnir og háværir. En bíðum með þá sögu. Það kom þeim sem voru að rölta á Hornströndum í fyrsta skipti virkilega á óvart, hversu gróið landið er og flóran fjölskrúðug. Vegna þess hve veður var gott, vorum við ekkert að flýta okkur. Það voru teknar reglulega pásur. Bæði niðri í dölum og upp í skörðum. Sérstaklega var okkur sagt að við yrðum að taka kaffi í Smiðjuvík, því annars myndi Smiðjuvíkurdraugurinn leggjast á pokana og auka á þyngdina. Svo að sjálfsögðu var það gert. Að mínu mat var þessi fyrsti hluti ferðarinnar bara nokkuð auðveldur. Vegna þess hve veðrið var gott var ekki einu sinni mikið mál fyrir okkur að vaða þá einu á þar sem þess gerðist þörf. Fyrir utan síðasta hlutann.
Göngumannaskarð er nefnilega nokkuð bratt upp að sækja. Það er ekkert verið að ýkja þegar leiðarlýsingin segir að þarna sé erfitt fyrir fólk með byrðar að koma sér upp. En sum okkar voru svo hress að þau skelltu sér enn lengra upp, á meðan ég kom mér niður í Bolungarvík og var fegin að þurfa ekki að ganga miklu lengra þann daginn. Réttur dagsins var síðan rjómapasta með steiktum pylsum. Dýrindismáltíð og ég var ekki lengi að festa svefn það kvöldið.
Daginn eftir var ekki sama blíða. Veðurspá virtist vera að ganga eftir, en við höfðum samt ákveðið að ganga af stað í áttina að Reykjafirði. Einn úr hópnum fór til að athuga hvort við myndum geta látið sækja okkur þangað samhliða trúss flutningum. Kom til baka með frekar slæmar fréttir. Það væri orðið svo illt í sjó að ekki yrði af neinum flutningum þann daginn. Við þyrftum að sitja af okkur veðrið í Bolungarvík og væntanlega yrði ekki af flutningi fyrr en daginn eftir í fyrsta lagi. Jafnvel ekki fyrr en daginn þar á eftir. Með þessi tíðindi var hugað að gönguferð fyrir daginn. Því þó það væri frekar vont í sjó. Var ekki slæmt veður. Ekki þannig. Ekki fyrir velbúið fólk eins og okkur. Svo við ákváðum að ganga inn í Furufjörð. En til þess að komast frá Bolungarvík inn í Furufjörð þarf að fara fyrir Bolungarvíkurófæruna, sem eingöngu er fær á háfjöru. Svo fyrir þá sem hugsa sér að ganga þess leið, þá er rétt að benda á að þetta er eingöngu fært í um það bil klukkustund, sé miðað við flóðatöflu á Ísafirði. Það var okkar reynsla. Þessi ganga leiddi líka í ljós að eftir afrek dagsins á undan, þá var hnéð á mér ekki alveg til í aðra eins göngu. Raunar var ég helaumur og þurfti ítrekað að stoppa. Svo ég ákvað að líklega væri betra fyrir mig að sleppa seinni göngunni. Fara bara með trússbátnum inn í Reykjafjörð. En við gengum nú samt langleiðina inn í botn Furufjarðar. Þar sem sjá má glæsilegar byggingar. En ég fékk því ráðið að við snérum við til að ekki væri nein áhætta í því að komast fyrir Ófæruna.
En fyrst við höfðum ekki komist í Reykjafjörðinn þann daginn, þá áttum við góðar stundir um kvöldið í Bolungarvík. Sem er virkilega falleg. Stór og mikil sandströnd og mikil reki. Þarna er líka fín gisti aðstaða fyrir ferðafólk. Svo það var ekki eins og við værum að rigna niður í tjöldum. Heldur vorum við miklu frekar að kafna úr hita því ofn fengum við inn til okkar sem gaf mikinn og góðan hita. Var nefnilega eitthvað ólag á olíukyndingunni. Þarna var allt til alls. Meira að segja þetta fína grill. Það varð því úr að við grilluðum lambalæri, bakaðar kartöflur og maís. Með því drakk ég rautt, en flestir aðrir voru í framleiðslu Vífilfells. Raunar átti ég líka koníak sem var nýtt vel í ferðinni. Svo við áttum frábæran kvöldverð og skemmtilegan dag, þrátt fyrir að ekki hefði orðið úr áætlaðri ferð í Reykjafjörðinn. Í þetta skipti hafði ég líka tekið með útvarp sem ég hafði fjárfest í eftir síðustu ferð. Ég nefnilega mundi eftir því að þá hefði það getað komið í veg fyrir svaðilför okkar. Svo við fengum daglegar fréttir af veðri. Líka smá skemmtun frá Tvíhöfða og yndislega fyrirsjáanlegar fréttir af Verslunarmannahelgi.
Daginn eftir var greinilega slæmt í sjóinn og það var leiðinda veður. Rigning og blés rösklega. Raunar vorum við mestan hluta dagsins bara inni. Komum gúmmíbát staðarhaldara betur fyrir. Fengum slæmar fréttir af siglingum. Hittum fyrir ferðafólk sem kom holdvott til okkar. En fannst gistingin of dýr og enduðu í tjöldum. Sem ekkert okkar öfundaði þau af. Þetta varð leti dagurinn okkar. En nú voru líka byrjaðar að renna á okkur tvær grímur með framhaldið. Því eftir því sem dagarnir voru að líða. Þeim mun meira gekk á matinn sem við höfðum tekið með. Ég hafði gert þau mistök að taka af lítið af mat með. Það verður ekki endurtekið. Því af þessu hef ég lært. Að þegar þú ferð á Hornstrandir er nauðsynlegt að taka of mikið af mat með. Geta setið af sér slæmt veður í 4-5 daga ef því er að skipta. Ætla sér góðan tíma í ferðina. Því stress og leiðindi geta gert veruna á þessu svæði að einhverju allt skemmtun. En við fundum held ég lítið fyrir því. En eftir grillveisluna kvöldið á undan, þá var núna farið að kafa ofan í matarkassa og draga fram það sem tiltækt var. Svo afgangar kvöldsins á undan lentu í kjarngóðri íslenskri kjötsúpu. Sem ekki er uppáhalds, en þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn svo svangur að allt hefði smakkast vel. Raunar urðu það litlu hlutirnir sem gáfu líf í þessa dvöl í vonda veðrinu. Það að eiga eitthvað skemmtilegt í eftirrétt. Hafa tekið með nóg af kaffi. Hafa koníak við höndina. Enda þetta kvöld með göngu á ströndinni. Þar sem ég þóttist sjá þess merki að veðrið myndi verða miklu betra daginn eftir. Við yrðum sótt og komið á Norðurfjörð. Upplifði það að standa fyrir framan úfið hafið og finna hvað ég var eitthvað lítil fyrir framan allt þetta volduga haf sem kraumaði þarna á ströndinni. Hversu stórkostlegt mér finnst allt þetta svæði og hversu óskaplega heppinn ég er að hafa kynnst því. Því ég á erfitt með að skilja það í dag. Að til sé fólk sem hræðist það að heimsækja þetta svæði. En hef samt fundið þennan ótta við erfiðleika og vosbúð gægjast framhjá þeim sem íhuga að heimsækja það. Man að hann var til staðar hjá mér í fyrstu gönguferðinni í Hornvík. En síðan þá hef ég lært mikið. Núna finnst mér þetta bara stórkostlegt og kannski af því að við vorum öll vön svona ferðum. Þá fannst mér þetta bara frábær slökun.
En þó veður væri orðið fínt daginn eftir. Sólin farin að skína og gott í sjó. Þá vorum við ekki á leið í Norðurfjörð þennan sunnudag. Það kom nefnilega í ljós. Að sá sem ætlaði að ferja okkur var lentur í vandræðum. Hópurinn sem hafði átt að fara í Bolungarvík var ekki á leið þangað. Heldur í Reykjafjörð. Hann þyrfti síðan að sækja annan hóp í Látravík. Fannst þar af leiðandi ekki þess virði að fara með okkur fjögur ein í ferð inn á Norðurfjörð. Þessar fréttir ollu óróa í hópnum. Okkur fannst við svikin. Náðum samt á endanum sambandi við hann. Kom í ljós að hópurinn sem var að fara í Reykjafjörðinn var ekki að fá kostinn sinn. Það er nefnilega haldinn dansleikur einu sinni á ári á þessum slóðum. Svo sú sem stóð vaktina með matinn. Var ekki tilbúinn að opna fyrr en upp úr hádegi. Þá þyrfti hann að koma hópnum í Reykjafjörð og síðan seinni partinn að ná í okkur. Svo fyrir svona lítinn hóp. Vildi hann fá auka álag ef hann þyrfti að sigla alla leið til baka. Við gætum fengið far daginn eftir. Gætum valið um að dvelja áfram í Bolungarvík eða fengið far í Reykjafjörð. En ekki nema fyrir auka greiðslu myndi hann sigla alla leið til baka til Norðurfjarðar. Ég var svo sem til í að leggja út fyrir þessu. En fékk svo hugmynd. Þrátt fyrir að við værum orðin matarlítil. Þá væri kannski engin ástæða til að flýta sér um of. Við værum hvort sem er ekki að missa af neinu. Engin ástæða til að stressa sig á því að fara í Norðurfjörð og vera ekki komin þangað fyrr en seint um kvöld. Eiga þá lítið um að velja varðandi framhaldið. Nema þá helst að gista aftur á Norðurfirði. Sem bauð lítið. Ekki einu sinni upp á veitingastað. Svo hvers vegna ekki að fara bara í Reykjafjörð? Komast í sund. Slaka á. Taka göngur þaðan. Hinum þremur fannst þetta hugmynd. En svo kom enn betri hugmynd. Þau ætluðu sér að klára málið. Taka seinni áfangann. Svo á endanum fundu þau sér mat til að taka með. Gerðu sig klár í göngu á mettíma og lögðu af stað. Um svipað leiti og ég fór með farangrinum í Reykjafjörð.
Það var glampandi sól og blíða þennan dag en ég tók ekki neina sénsa. Byrjaði inntöku við sjóveiki strax um morguninn. Enda fann ég ekki fyrir neinu. Svo var lent í Reykjafirði. Þar er líklega mesta aðstaða fyrir móttöku á ferðafólki á Hornströndum. Mikil gisting í boði, vel útbúin bryggja, gott tjaldstæði og það sem mestu skiptir. Frábær sundlaug. Sem ekkert kostar að fara í. Það að liggja í sundlaug og horfa annars vegar út á sjó og hins vegar upp á jökul í glampandi sól var eitt og sér nægilegt til þess að gera alla þessa ferð þess virði. Það er nefnilega svo magnað að þarna detta öll samskiptatæki úr sambandi. Ekkert rafmagn nema það sem framleitt er með sólarrafhlöðum. Engin sími og ekkert net. Líka hægt að komast í mat ef það er farið að þrengja að kosti. Ég hitti þarna á leiðsögumann frá Ferðafélagi Akureyrar sem sagði mér að líklega yrðu ferðafélagar mínir um 6 tíma að komast að ósnum í Þaralátursfirði og það væri ekki vitlaus hugmynd að ganga til móts við þau. Tæki mig um einn og hálfan tíma. Svo eftir slökun í sundi og kvöldverð þar sem síðustu vistar voru kláraðar. Skellti mér í sund og hélt svo af stað áleiðis á móti göngufélögunum.
Það var skrítið að vera svona einn á ferðinni á þessum slóðum. En veður var gott, útsýnið æðislegt og svo fann ég bláber á leiðinni. Þetta var líka tiltölulega auðveld ganga. Raunar varð mér ljóst að þessi leið frá Bolungarvík í Reykjafjörð var heldur auðveldari en sú frá Látravík í Bolungarvík. Þarna var nefnilega ekki nema yfir eitt alvöru skarð að fara. Sem er þó heldur betur farartálmi, því það er það hæsta á þessari leið, rúmlega fjögurhundruð metrar. Síðan tekur við vað yfir jökulá. Svo mér skildist á ferðafélögunum að Þaralátursfjörður væri líklega óskemmtilegasti hlutinn af þessari leið. Það er nefnilega ekki auðfarið yfir kalda og mikla jökulá, djúpt að vaða, mikil bleyta í kring og hrollkalt. Svo þó ég hefði beðið vel frameftir með að leggja af stað. Þá tókst mér aldrei að koma auga á göngufélagana. Nennti heldur ekki að ganga alla leið niður í fjörðinn, því niðurganga tók meira á hnéð. Sem ég taldi að þyrfti ekki á of miklu álagi. Hitt var líka að það var byrjað að dimma og var ekkert allt of heit. Vegna þess að ég hafði hvorki kort, né gps tækið þá vildi ég ekkert taka neina áhættu. Svo ég snéri við. Kom mér ofan í poka og raknaði við krígarg og tal í ferðafélögum um nóttina. Sem þá höfðu villst út af stígnum en komu á tjaldstæðið rétt um hálf þrjúleitið um nóttina. Heyrði á þeim að það hefði verið frekar erfitt að rata í myrkrinu en þetta hefði allt saman gengið vel.
Ég var líka rólegur yfir þessu. Vissi sem var að þau væru þrælvön. Vel útbúinn. Með kortið mitt og gps tækið. Svo það væri ekki nema eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir sem ég þyrfti að hafa áhyggjur. Morguninn eftir var bjartur og fagur dagur. Rólegt í sjóinn. Svo ég kom mér fram úr og uppgötvaði að allir voru horfnir á braut. Ekki allir jafn morgunsvæfir og ég sjálfur greinilega. En báturinn átti að sækja okkur um 11. Fyrst engin var á svæðinu hélt ég fyrir víst að klukkan gæti ekki verið margt. Líklega bara snemma morguns. Svo mér krossbrá þegar útvarpið tilkynnti mér að klukkan væri gengin í 11. Rauk til og pakkaði saman. En ekkert bólaði á göngufélögunum. Svo ég hugsaði sem svo að líklega væru þau búin að ákveða að taka seinni ferðina með bátnum, en fannst samt skrítið að engin hefði látið mig vita. Kannski bara búinn að fá nóg af þessum hálf ógöngufæra. Svo ég rölti af stað í leit að félögunum. Fann þau öll í sundi og fékk þá staðfest sem ég hafði heyrt á leiðinni. Að við myndum þurfa að bíða fram eftir. Hugsanlega fram á kvöld eftir siglingu. Bölvaði þessu öllu og var ekki par ánægður með að hafa ekkert heyrt. Því ég hafði drifið í mig sjóveikislyfið. Ef ég þyrfti síðan að bíða fram eftir öllum degi. Þá yrði heimferðin líka bátsferðin frá helvíti. Maturinn minn var líka búinn. Það sem var öllu verra. Allt kaffið var líka búið!
En þetta bjargaðist. Veit ekki hvort það var heimilisfólkið í Reykjadal sem taldi útgerðina á að sækja okkur. Hvað sem því réði, þá birtist báturinn um 2 og við sigldum áleiðis í Norðurfjörð. Ég naut siglingarinnar í ríkum mæli. Fann ekki fyrir sjóveiki. Tók fullt af myndum. Sá núna loksins það sem ég hafði ekki séð á leiðinni í Látravík. Stórkostlegt landslag. Á ströndum. Því sagt er að Reykjafjörðurinn sé síðasti hluti Hornstranda. Nú vantar lítið upp á að ég geti haldið því fram fullum fetum að ég hafi komið í allar víkur og firði á Hornströndum. Í það minnsta er ég farinn að þekkja gönguleiðir á svæðinu sæmilega. Hef líka lært eitt og annað um ferðalög á þessum slóðum.
Það er nauðsynlegt að vera með of mikið af mat. Gera ráð fyrir því að þurfa að dvelja lengur á Hornströndum en upphaflega er áætlað.
Vera viðbúin því að veðurspá standist ekki. Bæði þannig að það sé miklu betra veður (sólarvörn) og verra (skjólfatnað) en spáin segir til um.
Taka góðar birgðir af þolinmæði og góða skapinu með í ferðina. Við heyrðum að svo hefði farið í sumum hópum að fólk hefði verið sótt í flugi af Ísafirði eftir að slettist upp á vinskapinn.
Velja góða ferðafélaga. Það er ekki allra að ferðast á þessum slóðum. Þetta getur tekið á. Þá er gott að hafa reynslu af slíkum ferðalögum og góðan útbúnað sem þolir álag.
Muna eftir að gera góða undirbúningslista og uppfæra þá í ljósi reynslu fyrri ferða þegar heim er komið. Það hjálpaði mikið að hafa lista frá því í fyrra til að styðjast við.
Ferðalaginu var ekki alveg lokið, en þetta er Hornstrandahlutinn. Meira af heimferðinni kemur fljótlega.
Ummæli