Heimferðin
Vegna þess að þetta var ekki fyrsta ferð mín á Hornstrandir. Þá vildi ég taka mér smá tíma á Vestfjörðunum. Ekki bara æða til baka. Það verður nefnilega spennufall þegar maður losnar svona við áreiti. Á sama tíma byrja töfrar Hornstranda að virka á mig. Ég kýs að kalla það þegar maður kemst í tengsl við náttúruna með beinum hætti eins og þarna. Þarna finn ég nefnilega fyrir tveimur hlutum. Annars vegar því hversu lítil ég verð fyrir fram aflið í hafinu, hæðina á fjöllunum, kuldanum í vindinum og sjóndeildarhringnum sem ekki endar.
Tíminn hættir að líða á sama hraða. Þessir dagar sem ég var þarna. Verða eins og vikur. Þess vegna togar þetta svæði á mig aftur. Ég kveð það alltaf með söknuði. Því þarna losna ég við stressið. Lífið verður einfalt. Snýst um að vera heit og hafa nóg að borða. Þessi einfaldleiki losar mig við stressið sem fylgir hinum dögunum. Sem stundum er of mikið af. Svo er hver ferð á þessar slóðir sigur fyrir mig persónulega. Að komast alla leið. Yfir á og upp brekku. Þessar ferðir eru nefnilega líka hluti af því að finna hvað maður getur. Í þetta skipti hversu langt ég gat gengið þó ég hefði slitið liðband í vinstra hné. Sem var ekki alveg eins langt og ég óskaði mér. En þetta var engu að síður fín ferð.
En svo þarf ég að fara frá Hornströndum. Sem mér finnst ævinlega erfitt. Þess vegna ákvað ég að fara ekki beint heim á leið. Var búinn að ákveða að taka biðleik. Fara á Ísafjörð. Komast í besta bakarí landsins og fá mér fiskisúpu. Svo eftir að okkur hafði verið komið í land í Norðurfirði. Keyrði hópurinn sem leið lá í Hólmavík þar sem leiðir skildu. Reyndar eftir staðgóðan borgara og franskar. Sem stóð undir væntingum. Þetta var annars í fyrsta skipti sem ég keyri af Ströndunum til Ísafjarðar. Hef yfirleit farið hina leiðina. Fundist hún þægilegri og fljótlegri. Kannski líka svolítið fallegri. Gæti verið vegna þess að hún er sú sem ég fór í fyrsta skiptið á leið á Vestfirðina. Sem er ekki mjög langt síðan. Eitthvað sem ég er afar glaður með, því ég er ekkert viss um að án ástæðu hefði ég nokkurn tíma farið. Sást best á því að einn göngufélagi í þessari göngu hafði aldrei komið til Ísafjarðar. Svo ég er ekki einn um að hafa komið seint á þetta svæði.
Málið er nefnilega að það er orðið lítið mál að heimsækja Vestfirði. Sérstaklega á sumrin. Mikið bundið slitlag. Margt að sjá. Ótrúleg náttúru fegurð. Ég vona svo sannarlega að það verði aldrei af því að byggja þarna olíuhreinsunarstöð. Þar með er þetta svæði dautt sem náttúruparadís. En er hins vegar á því að þarna verði að gera eitthvað til að koma atvinnulífinu í gang. Því þegar ég keyrði leiðina á Ísafjörð þá rifjaðist upp hvað þetta er fallegt allt saman. En það er bara ekki nóg. Ekki heldur að Gamla Bakaríið sé eitt besta bakaríi landsins. Eða bjórinn sé góður á Langa Manga. Eða það sé eitthvað svo skemmtilegt við það að sitja þar fyrir utan, fylgjast með bílum aka hring eftir hring og bæjarbúar á vissum aldri spila tónlist hver fyrir annan. Nei, það er ekki nóg. Sérstaklega ekki núna þegar búið er að taka þorskinn í burtu. Þessi litlu kjarnar sem þarna eru eiga í miklum erfiðleikum með að halda sér gangandi. Það sé ég bara á því að heimsækja þessa staði. Ísafjörður virðist sæmilega lifandi, en allir aðrir staðir eru svo litlir að ég gat næstum séð fyrir mér að ef framheldur sem horfir. Þá verði meira en Hornstrandir komnar í eyði. En ég velti fyrir mér hvort það sé endilega af hinu góða að berjast með ráðum á borð við olíuhreinsunarstöð við þessa þróun. Hornstrendingar virðast nefnilega vera ánægðir með að komast á heimaslóðirnar á sumrin. En ætli þeim hefði fundist þeim greiði gerður, ef við hefðum komið fyrir olíuhreinsun í Aðalvík? Þar væri nú lítið þorp. Búið að leggja vegi og rafmagns og símalínur. Þarna væri unnið í vondum veðrum, við erfiðar aðstæður. Ekki kæmi þarna nokkur maður til að njóta náttúru, ekki frekar en mikið er um túrista í olíugeymslunni í Hvalfirði.
Ég var að hugsa um þetta allt saman á leið okkar frá Ísafirði. Við höfðum komið þangað seint um kvöld. Ég hafði skoðað bæjarlífið, hringt í einhverja, drukkið kalt öl og fundist ég hafa séð kjarna íslenskrar bæjarstemmningar. Rúnturinn lifir þarna góðu lífi og þetta er svolítið American Graffiti. Eða það fannst mér þegar ég sat fyrir utan Langa Manga. Svo komu strákar á hjóli og kassabíl og myndin fullkomnaðist. Þó ég viti ekki hvort ég myndi þola veturinn. Þá kitlar það mig að prófa að búa þarna. Taka eitt ár á þessum slóðum. Þetta er samt svolítið málum blandið. Vil nefnilega líka eiga þetta sem sumarsæluna. Hvort þetta getur farið saman. Veit ég ekki.
Við ákváðum svo að keyra suðurfirðina til baka. Þetta er mögnuð leið. Ofboðslegir fjallvegir. Mögnuðustu beygjur landsins. En það hefur verið aukið við öryggið á þessum slóðum. Með því að merkja allar beygjur með hámarkshraða. Þegar ég fór þarna fyrst um. Fyrir ekki löngu síðan. Þá komst ég nefnilega að þessu upp á eigin spýtur. Að þarna eru beygjur hrikalega þröngar. Ekki heldur skemmtilegt fyrir lofthrædda að keyra. Ferðafélaginn bað mig um að keyra varlega. Var ekki alveg sama um hvernig við vorum að keyra á malarvegunum. Ég fann enn einu sinni hversu mikil kostur það er að geta haft hámarkshraða. Bílinn minn hefur svona. Það er fínt þegar ég er að keyra við þessar aðstæður. Þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að fara of hratt. Því lausamölin gerir kröfur til ökumanna. Við keyrðum um þessa friðsömu firði og víkur. Við stoppuðum við Dynjanda. Einn af fallegustu fossum landsins. Tókum okkur matarpásu. Ég skil ekki af hverju það eru ekki til svona litlir snúðar nema bara á Ísafirði. Þetta er svo heppileg stærð.
Við fórum svo upp á heiðina. Litirnir þarna eru ótrúlegir. Þetta er svona eins og að keyra í gegnum Kjarvalsmálverk. Man ekki eftir að hafa séð neitt þessu líkt annars staðar. Svo þegar við vorum komin yfir heiðina. Farið að halla undan og sást niður í Breiðafjörð. Þá sáum við hjólreiðakonu. Sem var á uppleið. Ég vildi ekki annað en segja henni að það væri stutt eftir. Styttra en var raunin. Held það hljóti að vera betra en fá að heyra hversu langt þetta er. Hún reyndist vera frá Frakklandi. Ætlaði sér á Hrafnseyri þann daginn. Síðan áfram til Ísafjarðar. Við héldum hins vegar áfram niður að Breiðafirði. Ókum alla Barðaströndina. Með öllum fjörðum og víkum. Þarna er verið að leggja meira og meira bundið slitlag. Vonandi verður það til þess að fleiri sæki þessar slóðir. Bráðum á líka að GSM væða þetta svæði. Ef það er ekki nú þegar búið að því. En við vorum sammála um að við hefðum helst viljað vera lengur. Magnað hvað þetta togar sterkt í mann. Sumarið er svo sem ekki búið, en þetta var hápunkturinn á þessu sumri. Ekki spurning.
Tíminn hættir að líða á sama hraða. Þessir dagar sem ég var þarna. Verða eins og vikur. Þess vegna togar þetta svæði á mig aftur. Ég kveð það alltaf með söknuði. Því þarna losna ég við stressið. Lífið verður einfalt. Snýst um að vera heit og hafa nóg að borða. Þessi einfaldleiki losar mig við stressið sem fylgir hinum dögunum. Sem stundum er of mikið af. Svo er hver ferð á þessar slóðir sigur fyrir mig persónulega. Að komast alla leið. Yfir á og upp brekku. Þessar ferðir eru nefnilega líka hluti af því að finna hvað maður getur. Í þetta skipti hversu langt ég gat gengið þó ég hefði slitið liðband í vinstra hné. Sem var ekki alveg eins langt og ég óskaði mér. En þetta var engu að síður fín ferð.
En svo þarf ég að fara frá Hornströndum. Sem mér finnst ævinlega erfitt. Þess vegna ákvað ég að fara ekki beint heim á leið. Var búinn að ákveða að taka biðleik. Fara á Ísafjörð. Komast í besta bakarí landsins og fá mér fiskisúpu. Svo eftir að okkur hafði verið komið í land í Norðurfirði. Keyrði hópurinn sem leið lá í Hólmavík þar sem leiðir skildu. Reyndar eftir staðgóðan borgara og franskar. Sem stóð undir væntingum. Þetta var annars í fyrsta skipti sem ég keyri af Ströndunum til Ísafjarðar. Hef yfirleit farið hina leiðina. Fundist hún þægilegri og fljótlegri. Kannski líka svolítið fallegri. Gæti verið vegna þess að hún er sú sem ég fór í fyrsta skiptið á leið á Vestfirðina. Sem er ekki mjög langt síðan. Eitthvað sem ég er afar glaður með, því ég er ekkert viss um að án ástæðu hefði ég nokkurn tíma farið. Sást best á því að einn göngufélagi í þessari göngu hafði aldrei komið til Ísafjarðar. Svo ég er ekki einn um að hafa komið seint á þetta svæði.
Málið er nefnilega að það er orðið lítið mál að heimsækja Vestfirði. Sérstaklega á sumrin. Mikið bundið slitlag. Margt að sjá. Ótrúleg náttúru fegurð. Ég vona svo sannarlega að það verði aldrei af því að byggja þarna olíuhreinsunarstöð. Þar með er þetta svæði dautt sem náttúruparadís. En er hins vegar á því að þarna verði að gera eitthvað til að koma atvinnulífinu í gang. Því þegar ég keyrði leiðina á Ísafjörð þá rifjaðist upp hvað þetta er fallegt allt saman. En það er bara ekki nóg. Ekki heldur að Gamla Bakaríið sé eitt besta bakaríi landsins. Eða bjórinn sé góður á Langa Manga. Eða það sé eitthvað svo skemmtilegt við það að sitja þar fyrir utan, fylgjast með bílum aka hring eftir hring og bæjarbúar á vissum aldri spila tónlist hver fyrir annan. Nei, það er ekki nóg. Sérstaklega ekki núna þegar búið er að taka þorskinn í burtu. Þessi litlu kjarnar sem þarna eru eiga í miklum erfiðleikum með að halda sér gangandi. Það sé ég bara á því að heimsækja þessa staði. Ísafjörður virðist sæmilega lifandi, en allir aðrir staðir eru svo litlir að ég gat næstum séð fyrir mér að ef framheldur sem horfir. Þá verði meira en Hornstrandir komnar í eyði. En ég velti fyrir mér hvort það sé endilega af hinu góða að berjast með ráðum á borð við olíuhreinsunarstöð við þessa þróun. Hornstrendingar virðast nefnilega vera ánægðir með að komast á heimaslóðirnar á sumrin. En ætli þeim hefði fundist þeim greiði gerður, ef við hefðum komið fyrir olíuhreinsun í Aðalvík? Þar væri nú lítið þorp. Búið að leggja vegi og rafmagns og símalínur. Þarna væri unnið í vondum veðrum, við erfiðar aðstæður. Ekki kæmi þarna nokkur maður til að njóta náttúru, ekki frekar en mikið er um túrista í olíugeymslunni í Hvalfirði.
Ég var að hugsa um þetta allt saman á leið okkar frá Ísafirði. Við höfðum komið þangað seint um kvöld. Ég hafði skoðað bæjarlífið, hringt í einhverja, drukkið kalt öl og fundist ég hafa séð kjarna íslenskrar bæjarstemmningar. Rúnturinn lifir þarna góðu lífi og þetta er svolítið American Graffiti. Eða það fannst mér þegar ég sat fyrir utan Langa Manga. Svo komu strákar á hjóli og kassabíl og myndin fullkomnaðist. Þó ég viti ekki hvort ég myndi þola veturinn. Þá kitlar það mig að prófa að búa þarna. Taka eitt ár á þessum slóðum. Þetta er samt svolítið málum blandið. Vil nefnilega líka eiga þetta sem sumarsæluna. Hvort þetta getur farið saman. Veit ég ekki.
Við ákváðum svo að keyra suðurfirðina til baka. Þetta er mögnuð leið. Ofboðslegir fjallvegir. Mögnuðustu beygjur landsins. En það hefur verið aukið við öryggið á þessum slóðum. Með því að merkja allar beygjur með hámarkshraða. Þegar ég fór þarna fyrst um. Fyrir ekki löngu síðan. Þá komst ég nefnilega að þessu upp á eigin spýtur. Að þarna eru beygjur hrikalega þröngar. Ekki heldur skemmtilegt fyrir lofthrædda að keyra. Ferðafélaginn bað mig um að keyra varlega. Var ekki alveg sama um hvernig við vorum að keyra á malarvegunum. Ég fann enn einu sinni hversu mikil kostur það er að geta haft hámarkshraða. Bílinn minn hefur svona. Það er fínt þegar ég er að keyra við þessar aðstæður. Þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að fara of hratt. Því lausamölin gerir kröfur til ökumanna. Við keyrðum um þessa friðsömu firði og víkur. Við stoppuðum við Dynjanda. Einn af fallegustu fossum landsins. Tókum okkur matarpásu. Ég skil ekki af hverju það eru ekki til svona litlir snúðar nema bara á Ísafirði. Þetta er svo heppileg stærð.
Við fórum svo upp á heiðina. Litirnir þarna eru ótrúlegir. Þetta er svona eins og að keyra í gegnum Kjarvalsmálverk. Man ekki eftir að hafa séð neitt þessu líkt annars staðar. Svo þegar við vorum komin yfir heiðina. Farið að halla undan og sást niður í Breiðafjörð. Þá sáum við hjólreiðakonu. Sem var á uppleið. Ég vildi ekki annað en segja henni að það væri stutt eftir. Styttra en var raunin. Held það hljóti að vera betra en fá að heyra hversu langt þetta er. Hún reyndist vera frá Frakklandi. Ætlaði sér á Hrafnseyri þann daginn. Síðan áfram til Ísafjarðar. Við héldum hins vegar áfram niður að Breiðafirði. Ókum alla Barðaströndina. Með öllum fjörðum og víkum. Þarna er verið að leggja meira og meira bundið slitlag. Vonandi verður það til þess að fleiri sæki þessar slóðir. Bráðum á líka að GSM væða þetta svæði. Ef það er ekki nú þegar búið að því. En við vorum sammála um að við hefðum helst viljað vera lengur. Magnað hvað þetta togar sterkt í mann. Sumarið er svo sem ekki búið, en þetta var hápunkturinn á þessu sumri. Ekki spurning.
Ummæli