Þetta var skrítin vika

Vegna þess að eftir afskaplega endurnærandi sumarfrí og frábæra göngu um Hornstrandir. Þá var það að koma til vinnu, erfiðara en ég átti von á. Raunar varð þetta með erfiðari vikum sem ég hef man eftir í starfinu mínu. En vegna þess að ég hef það fyrir reglu að ræða ekki vinnutengd málefni hér. Enda lifi ég ekki fyrir vinnuna. En þetta varð samt svolítið eins og vera hent út í djúpu laugina og komast að því að hún er full af köldu vatni. Ég var að vinna lengur og meira en svona á meðalvikunni.

Það var samt gott að finna. Á þessum álagspunkti hvað slökunin mín er að hjálpa mér mikið. Því það fylgir nefnilega töluvert stress starfinu mínu eins og það er í dag. Þá á ég við að það er oftar en ekki alveg ég sem stjórna því hvenær verkefni detta inn á mitt borð. Sem er streituvaldur. En á móti kemur svo yoga þjálfunin mín. Sem ég bókstaflega mæli eindregið með fyrir fólk í svipaðri stöðu. Svo var ég líka alveg endurnærður eftir gönguna. Það er nefnilega líka svo magnað hvað það minnkar stressið mikið að vera ekki í sambandi við síma eða net. Fyrir utan hvað ég bý að þessari síðustu heimsókn minni á Hornstrandir út frá því hversu vel mér fannst takast til. Skemmtilegur gönguhópur sem var ótrúlega samtaka, þó svo helmingurinn af hópnum hefði aldrei rölt með okkur (mér og aðalgöngufélaganum).

Eins og vil verða þegar mikið stress er. Þá minnka r sköpunargleðin. Það var svo af mér dregið að í lok dagsins, þá langaði mig hreint ekki til að setjast við tölvuna og skrifa. Svo ég ákvað bara að gefa mér frí frá skrifum. Svo nú brýst út uppsöfnuð ritgleði. Hafi vinnuvikna verið í erfiðari kantinum. Þá lauk henni með yndislegu matarboði. Þar sem okkur nokkrum blogfélögum var boðið í sælkera máltíð. Það sem mér fannst ekki minna afrek við matargerðina. Var að þetta voru allt grænmetisréttir. Svo þetta var ekki bara gott heldur, líka með hollari kvöldverðum sem ég hef verið boðinn í. Ekki svo að skilja að þetta hafi allt gengið út á hollustuna. Því hin frábæri gestgjafi sá alveg til þess að okkur gestina skorti neytt, hvort sem það var í mat eða drykk. Í einu orði sagt ferlega skemmtilegt matarboð. Finnst það nefnilega skemmtilegt að hitta þessa blog vini mína. Sem eru yndislegt fólk og ég veit ekki hvort það er ákveðin skapgerð sem laðast að blog skrifum, en við eigum ekki í neinum vandræðum með að finna okkur sameiginlegt umræðuefni. Sem var reyndar á köflum komið á alveg nýjar slóðir fyrir mig.

Eftir matarboðið kíkti ég aðeins í 101, en menningarnótt var framundan og ég ætlaði mér að komast í bæinn og eiga góð stund að skoða flóruna sem var í boði. Sem var vel fjölbreytt. Aðrir eiga eflaust eftir að orða þetta öðruvísi. En dagskráin yfir daginn er orðin alveg í heimsklassa. Þegar ofan á það bætist frábært veður þá fannst mér ekki skrítið að bærinn var fullur af fólki. Ég smakkaði snilldar hugmynd nema úr hönnunardeild listaháskólans. Ég byrjaði nefnilega mína göngu á því að prófa blóðbergsdrykk. Veit ekki alveg hvort hann yrði uppáhalds, en var samt skemmtilegt. Ég átti líka eftir skoða glerlistaverk, hlusta á nokkrar hljómsveitir og rölta vítt og breytt um miðbæinn. Þetta er alveg klárlega einn af mínum uppáhaldsdögum. En ég tók mér svo smá hlé frá menningunni . Um kvöldið fór ég hins vegar á nokkuð magnaðan gjörning sem systir góð vina minna hélt. Technowitsch var skemmtilegt nafn á því sem ég sá. Hún er alveg magnaður listamaður og ég bendi ykkur á að hún er sýna í glænýju gallerý beint á mót Þrem Frökkum. Sem er einmitt í eigu jógafélaga.
´Í kjölfarið hitti ég vinafólk mitt frá London sem eru hér í verðskulduðu fríi. Við fundum okkur notalegan skemmtilegan vínveitingastað. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að hitta þetta vina fólk mitt. Þau eru nefnilega bæði svo bráðgreind. Ég hef þekkt þau bæði í fjölda ára, en rætur vinskapar míns við hann ná allt aftur á menntaskólaárin. Fyrir utan það að vera skemmtilegur félagsskapur, þá hafa þau líka reynst mér vel í gegnum tíðina. Þannig að þau eiga ýmislegt inni hjá mér. Það er nefnilega svo magnað að líklega hef ég ekki átt lengri eða áhugaverðari samræður við nokkra aðra af mínum vinum. Sem er alls ekki vegna þess að aðrir í vinahópnum sé ekki góðir í spjallinu, þá fæ ég óvenju mikið út úr samverustundunum, með þessum hóp. En þar með var ekki dagskráin tæmd. Því við höfum nefnilega gaman af svipaðri tónlist. Svo það lág beinast við að allur hópurinn færi á NASA til að heyra í Gus Gus.

Ég hef alltaf haft ferlega gaman að Gus Gus sem tónleika sveit. Þau hafa náð að skapa sér alveg sinn stíl og á sviði eru þau engri annara hljómsveit lík, amk. ekki sem ég hef séð til. Það fer nefnilega ekki alveg saman í þessum geira tónlistarinnar að hljómsveitir og listamenn séu endilega mjög sviðsvænir. Það eru Gus Gus hins vegar og þau fá alveg plús fyrir ferlega flotta tónleika. Sem ollu mér samt ákveðnum vonbrigðum. Því hingað til hefur sá hópur sem fyllir Nasa á Gus Gus tónleikum verið nokkur flottur hópur. En þarna eftir menningarnótt, þá var eins og eitthvað hefði skolast með frá ástandinu sem skapast í Reykjavík eftir flugeldasýninguna. Því í stað gleði yfir Gus Gus, virtust sumir yfirhöfuð ekkert komnir til að hlusta á Gus Gus og eins var andrúmsloftið leiðinlegt. Svo slæmt að það skyggði á gleði mína yfir Gus Gus. Svo er hnéð líka ennþá að stríða mér. En ég heyrði samferðafólkið segja það sama, svo ég var ekki einn um þessa tilfiningu. Svo upplifði ég miðbæinn dálítið eins og í fyrra. Alveg spurning hvort þetta yrði ekki með öðrum brag ef menningarnótt væri á sunnudegi. En ég hef um nóg að skrifa.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
jamm, glæsilegt matarboð og takk fyrir síðast:)
inga hanna sagði…
tak for sidst :)

Vinsælar færslur