Tengdur - í bili

Netið hefur haldið áfram að stríða mér heima. Furðulegt hvað þessi tækni er í rauninni viðkvæm þrátt fyrir að hafa verið í notkun í þetta langan tíma. Svo ég hef ekkert verið að uppfæra hér undanfarið. Hef bókstaflega ekki haft tíma til þess að líta upp undanfarið og svo má líka vera aðeins latur við að skrifa. En það hjálpar ekki að þurfa að vera í basli við að tengjast.

En um helgina þá horfði ég m.a. á frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rífast um hvor þeirra höfðaði meira til ungs fólks. Ég ætla ekkert að halda því fram að ég sé flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum, en ég kaupi það bara samt að annar þeirra sem berjast um fyrsta sætið höfði meira til ungs fólks. Maðurinn á í það minnsta styttra í fermingu en eftirlaun, án þess að ég nefni það sérstaklega hvorn ég er að tala um. Svo erum við líka báðir ættaðir af Snæfellsnesinu, svo ef ég ætti heima í Reykjavík og ætti að kjósa í prófkjörinu, þá myndi ég kjósa Gísla Marteinn. Það er líka gaman að sjá að það er fullt af konum í prófkjörinu. Ég vona að þeim eigi eftir að ganga vel, því það hefur verið rosalega dapurlegt hvað flokknum hefur gengið illa að höfða til kvenna og það hefur ekki hjálpað til hversu illa þeim hefur gengið að komast í góð sæti á listum flokksins.

Svo las ég líka viðtal við Hrafn Jökulsson sem birtist í einhverju af blöðunum sem ég fæ inn um lúguna mína. Gott ef það var ekki bara í Blaðinu. Var sammála honum um mat hans á Samfylkingarforustunni. Fílaði Össur frekar en Ingibjörgu og finnst það bara ekkert sérlega spennandi að vinna með liðinu í VG sem uppgötvaði bara Feminisma fyrir einhverja tilviljun á síðasta flokksþinginu sínu. Algjörlega sammála Helga Hjörvar sem skrifaði eitthvað á þá leið að það væri löngu kominn tími til þess að við áttuðum okkur á því að það sé algjörlega borðliggjandi að ríkið sé kaupandi þjónustu sem einkaaðilar veita. Finnst það bara augljóst að ríkið geti gert það sama og einkaaðilar sem kaupa inn þjónustu en einbeita sér að því sem þeir eru hæfastir í. Hvaða vit er í því að ríkið sé að vafrast í rekstri sem einkaaðilar eru hæfari til?

Svo bara varð ég að henda þessu inn þó svo það sé ekki kominn föstudagur – þetta er alvöru bjór auglýsing.

Ummæli

Vinsælar færslur