Draumaveröld
Nú má sko alveg kvarta yfir því að hér hafi ekkert sést inni undanfarið. Sá sem þetta skrifar hefur bara verið svo skelfilega upptekinn að ég hef bara hreinlega þurft að gefa mér tíma til þess að sofa og þá verður þetta útundan. Svo þarf ég að ná mér í teljara til þess að sjá hvort það gefi sér nú einhver tíma til þess að lesa þessar línur.
En undanfarið hef ég verið mikið á ferðalögum og á sama tíma verið að klára ákveðna hluti. Það hefur hreinlega gert það að verkum að ég hef bara ekki haft orku til þess að skrifa hingað inn línur. Því það er ekki bara nóg að vera með meðvitund, maður þarf líka að hafa orku til þess að skrifa. En ég var sem sagt á ferðalagi og fór bæði vestur og austur. Fór alla leið suður til Florida og eyddi nokkrum dögum í Orlando.
Orlando er merkileg borg fyrir ýmsar sakir. Kannski ekki hvað síst að það sem við Íslendingar tölum gjarnan um sem Orlando, er eiginlega alls ekki Orlando. Ég var t.d. aldrei innan borgarmarka Orlando. Annað sem er merkilegt við þetta svæði er að fyrir nokkrum áratugum (fyrir daga Disney World) þá var eiginlega óskaplega lítið á svæðinu. Það var þessi merkilegi samningur Orange sýslu við Disney um uppbyggingu á stærsta skemmtigarði í heimi sem varð að vítamínsprautu fyrir uppbyggingu á svæðinu. Hvílík uppbygging líka. Maður getur annað hvort elskað þetta eða hatað, en það fer ekkert á milli mála að þarna er mikil uppgangur og hefur verið á undanförnum árum. Svo er líka farið að tala um Orlando sem útungunarstöð fyrir popstjörnur, í það minnsta eru Britney, Aquilera og Backstreet Boys öll frá Orlando. Já og meira að segja það tengist líka Disney World. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um Orlando í dag. Átti þar rosalega góðar stundir með minni fyrrverandi fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti Disney World. Ef maður bara gefur Disney veröldinni á vald, þá er þetta einhver geggjaðasta upplifun sem maður lendir í. Ekkert fyrirtæki hefur náð viðlíka valdi á því að skapa einstaka upplifun fyrir hvern gest. Sem samt er unnin og stjórnað. Því allt er þetta stærsta leiksýning í heimi. En það er gaman að gefa sig blekkingunni á vald. Því ekki að leyfa sér að horfa framhjá því að þetta er ekki í raunverulegt í nokkra daga. Já, því ekki.
En undanfarið hef ég verið mikið á ferðalögum og á sama tíma verið að klára ákveðna hluti. Það hefur hreinlega gert það að verkum að ég hef bara ekki haft orku til þess að skrifa hingað inn línur. Því það er ekki bara nóg að vera með meðvitund, maður þarf líka að hafa orku til þess að skrifa. En ég var sem sagt á ferðalagi og fór bæði vestur og austur. Fór alla leið suður til Florida og eyddi nokkrum dögum í Orlando.
Orlando er merkileg borg fyrir ýmsar sakir. Kannski ekki hvað síst að það sem við Íslendingar tölum gjarnan um sem Orlando, er eiginlega alls ekki Orlando. Ég var t.d. aldrei innan borgarmarka Orlando. Annað sem er merkilegt við þetta svæði er að fyrir nokkrum áratugum (fyrir daga Disney World) þá var eiginlega óskaplega lítið á svæðinu. Það var þessi merkilegi samningur Orange sýslu við Disney um uppbyggingu á stærsta skemmtigarði í heimi sem varð að vítamínsprautu fyrir uppbyggingu á svæðinu. Hvílík uppbygging líka. Maður getur annað hvort elskað þetta eða hatað, en það fer ekkert á milli mála að þarna er mikil uppgangur og hefur verið á undanförnum árum. Svo er líka farið að tala um Orlando sem útungunarstöð fyrir popstjörnur, í það minnsta eru Britney, Aquilera og Backstreet Boys öll frá Orlando. Já og meira að segja það tengist líka Disney World. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um Orlando í dag. Átti þar rosalega góðar stundir með minni fyrrverandi fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti Disney World. Ef maður bara gefur Disney veröldinni á vald, þá er þetta einhver geggjaðasta upplifun sem maður lendir í. Ekkert fyrirtæki hefur náð viðlíka valdi á því að skapa einstaka upplifun fyrir hvern gest. Sem samt er unnin og stjórnað. Því allt er þetta stærsta leiksýning í heimi. En það er gaman að gefa sig blekkingunni á vald. Því ekki að leyfa sér að horfa framhjá því að þetta er ekki í raunverulegt í nokkra daga. Já, því ekki.
Ummæli