Aðeins of mikið að gera

Þessi vika er búinn að vera ein sú erfiðasta sem ég man eftir. Ekki bara vegna þess að ég byrjaði í einkaþjálfun í vikunni. Sem var þvílíkt erfitt. Nú er ég búinn að vera í átaksnámskeiðum, gangandi á fjöllum og farinn að sækja líkamsræktarstöðina mína (Hress í Hafnarfirði) heim 5-6 sinnum í viku, en þetta var erfiðara en ég átti von á. Fór í fyrsta tímann á þriðjudaginn og var í fyrsta skipti í 2 tíma í leikfimi. Sem var erfitt, en ég var samt ekki alveg dauður eftir tímann, né heldur voru strengirnir svo ógurlegir. Það er eitthvað annað í dag. Í gær hreinlega gat ég varla haldið höndunum uppi. Komst að því að það skiptir alveg merkilega miklu máli að gera þessar æfingar rétt. Fullt af strengjum í dag, þó ég sé ekki alveg dauður. En þetta var erfitt og í fyrramálið er mér lofað mesta erfiðinu. Vona ég verði ekki alveg dauður um helgina.

En þetta var ekki eina ástæðan fyrir því að þessi vika var erfið. Því það hefur bókstaflega vantað klukkutíma í vinnudaginn til þess að ég hafi náð að halda utan um allt það sem ég ætti að vera hugsa um í vinnunni. Sem er allt í góðu, svo framarlega sem það stendur ekki of lengi. Því stressið drepur mann hægt og hljótt. Ég hef nefnilega komist að því að það er dálítið til í því að stress sé hljóðláti óvinur nútímamannsins. Við sitjum mörg hver í aðstöðu þar sem við ráðum í raun ekki við að vinna úr hlutunum og náum heldur ekki að hafa yfirsýn yfir verkefnið eða stjórn á álaginu. Þetta slítur mann síðan niður hægt og sígandi. Ekki svona þannig að maður taki eftir því á hverjum degi, en eftir því sem á líður þá verður maður herptari og herptari. Svo ég hlakka rosalega til þess að byrja í jóga á mánudaginn.

Það sem hefur síðan gert þessa viku ennþá erfiðari er síðan sú staðreynd að ég er núna á kafi í auka vinnunni minni. Allt á haus í því og ég hef eiginlega bölvað samviskubit yfir því að vera bara að skrifa hingað inn í staðinn fyrir að sinna því verkefni....hmmm.

Kominn tími til þess að henda sér bara í drykkjar vísun vikunar sem þessa vikuna tengist kulda, dimmum vetrarnóttum og Sovétríkjunum.

Ummæli

Vinsælar færslur