Tónlist, fullt af tónlist

Undanfarið er ég búinn að vera hlusta á fullt af nýrri og skemmtilegri tónlist. Fullt af tónlist sem ég heyri hvergi nema á Netinu. Býð og vonast til þess að fljótlega verði farið að bjóða upp á eitthvað af þessum löglegu þjónustum sem bjóða ekki bara 40-50 þúsund lög, heldur rúmlega 700 þúsund eins og Rhapsody. En ég er samt ekkert hættur að kaupa mér tónlist. Er að fíla að finna flotta tónlist frá Þýskalandi á Amazon.de. Svo eru allir þessir stærstu plötusnúðar að bjóða upp á tónlist frítt hjá sér - Sasha, Zabiella og Judge Jules sem dæmi. Kannski er þetta í einhverjum tenglsum við vinsælda kosninguna hjá DJ Magazine en það er þá bara eins og þegar verið er að mæla áhorf á sjónvarp. Það er í einu skiptin sem manni virkilega líður eins og þessir aurar sem maður setur í sjónvarpsáskriftir og afnotagjöld skili einhverju til baka. Enda finnst mér oftast að RÚV sé skrýmsli og betra væri að nota afnotagjöldin til þess að tryggja þjónustu í gegnum útboð. Eins og með rútuna til Keflavíkur - afhverju datt engum í hug að bjóða hana út á þeim forsendum að sá fengi sem krefðist lægstu fargjalda, hefði það ekki verið okkur sem notum þjónustuna fyrir bestu?

Ummæli

Vinsælar færslur