Nýr taktur

Ég er að prófa nýjan stíl í blog færslum. Stutt og meira flæði. Ekki endilega um eitthvað. Bara svona meira það sem mér dettur í hug akkúrat þegar ég er að skrifa þessar línur. Gefa mér 5 mínútur hámark til þess að skrifa.

Ég er t.d. ferlega dapur yfir því hvað það er orðið kalt og dimmt. Ég er ekki vinur haustsins. Kannski af því að það er orðið styttra í eftirlaunin en ferminguna. Kannski. Held samt að það sé miklu frekar af því að mér finnst svo svakalega gaman að vera í hita. Ég fíla hita. Held að ég sé hér af því að ég drap of marga maura á Indlandi í síðasta lífi. Af því að ég held að kenningin um að maður upplifi það eftir dauðan sem maður trúir á sé rétt. Þess vegna er mikilvægt að velja sér trúarbrögð sem boða gott þegar maður deyr. Helvíti er ekki skemmtilegur staður, ekki einu sinni þó maður fíli hita - svo ég hef aldrei verið sérlega mikið inn á þessum Miðjarðarhafs/Gyðinga/Eingyðistrúarbrögðum. Finnst það ekkert spennandi. Held að það sé miklu meira spennandi að endurfæðast aftur sem t.d. Skíðishvalur. Þetta þekkja þeir sem hafa talað við mig. Held nefnilega að Skíðishvalur sé toppurinn á þróuninni. En nú eru 5 mín búnar. Hvernig er þessi stíl?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ha ha ha... gott stöff...

Vinsælar færslur