Ég kenni um dillinu

Sigraði enn eitt fjallið í upphafi september. Þau eru bara orðin nokkuð mörg í ár sem ég hef komist upp á og göngu vertíðinni svo sannarlega ekki lokið ennþá. Því þó heldur sé farið að kólna, þá er alls ekki orðið of kalt til að ganga. Þægilegt að hitinn sé ekkert endilega of mikil, svo framarlega sem veður er ekki of ókyrrt. Það er þess vegna alls ekki komið að lokum á gönguferðum mínum á árinu. Því miður berast svo fréttir af því að menn séu að lenda í vandræðum í gönguferðum um landið. Er búinn að vera að leika mér í Google Earth undanfarna daga og er alveg að finnast þetta stór magnað. Prófaðu t.d. að stilla þetta þannig að byggingar sjáist og farðu svo og skoðaðu Manhattan. Magnað.

Fór í leikhús um helgina. Sem ég geri reyndar ekkert svakalega mikið af. En þetta er svona partur af því að auka á menninguna í lífinu. Kíkti á vefinn hjá Þjóðleikhúsinu og sá að þeir voru að fá rússneskan leikhóp í heimsókn. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef hingað til ekki gefið sérlega mikið fyrir rússneskar bókmenntir og það kann því að koma á óvart að ég ákvað að skella mér. Tókst meir að segja að finna einhvern til að koma með mér, sem er lykilatriði í leikhúsferðum. Ekkert spennandi að fara bara einn. Svona álíka skemmtilegt og að fara einn út að borða. Ekki að maturinn sé eitthvað verri, en félagsskapurinn er bara svo stór hluti af því að borða góðan mat. Þetta er eins með leikhúsið. Maður þarf að hafa einhvern með sér til þess að njóta verksins með sér. Svo las ég dóminn í Morgunblaðinu um sýninguna. Fannst eins og sá sem þar skrifaði hefði ekki séð það sama og við sáum. Kannski er maður bara svona kröfu lítil, en mér fannst þetta samt miklu betra en margt það í íslensku leikhúsi sem ég hef lesið fína dóma um. En kannski var þetta bara spurning um væntingar. Sá sem skrifaði gagnrýnina hafði nefnilega séð aðra sýningu með sama hópi og fannst hún greinilega frábær. Svo kannski var dómurinn bara litaður af því. En þessi leikhús ferð var skemmtileg og ég stefni að því að fara oftar í vetur.

Svo var ég að komast að því að í Florída heyra neytendamál undir landbúnaðarráðuneytið. Hugsum okkur hvað það væri skemmtilegt ef Guðni fengi neytendamálin í sitt ráðuneyti. Er hann ekki alltaf að vernda okkur fyrir stór hættulegum sjúkdómum í matvælum? Þetta væri alveg málið held ég.

Flott nýjasta lagið með Cardigans - I need some fine wine and you, you need to be nicer

Ummæli

Vinsælar færslur