Kannski hafði ég einhver áhrif

Ég las mér til gleði í dag að talsmaður Neytenda hefur nú gert eftirfarandi að tillögu sinni:

"Með vísan til framangreinds legg ég til að sett verði ákvæði í lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og í tollalög nr. 88/2005 um niðurfellingu virðisaukaskatts og tolls af vörusendingum að utan að lágu verðmæti. Lagt er til að ekki séu greidd slík opinber gjöld á forræði fjármálaráðuneytis nema heildarfjárhæð álagðs virðisaukaskatts og eftir atvikum tolls á vörusendingu fari fram úr 500 kr."

Sjá: http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=851

Í fyrra sumar ofbauð mér þessi gjaldtaka af smáhlutum með lágu verðmæti, enda var ríkið að fá smá aura í tekjur á meðan "þjónustugjald" Íslandspósts lagðist þungt ofan á verðmætið. Þetta endaði með því að ég sendi erindi á nokkra staði, þmt. til talsmanns neytenda sem kannski hafði einhver áhrif - þó að ég hafi á sínum tíma ekki fundið merkileg viðbrögð - sjá hér Í það minnsta segir umboðsmaður "Unnið hefur verið að tillögunni í samráði við fulltrúa fjármálaráðuneytis o.fl. síðan seint sl. haust". Mér virðist líka sem Póst og Fjarskiptastofnun hafi verið algjörlega sofandi gagnvart hagsmunum neytenda (enda virðist P & F hugsa eingöngu um hagsmuni fyrirtækja sem starfa á þessu sviði) því í máli umboðsmanns kemur fram að "Í tillögunni, sem beint er að fjármálaráðherra, er bent á að Ísland sé eina landið á EES-svæðinu sem er ekki með slíka reglu um niðurfellingu opinberra gjalda af smápökkum, svo sem bókum og geisladiskum. Gjöldin, sem innheimt eru, eru í mörgum tilvikum ekki í samræmi við kostnaðinn og umstangið við að reikna og innheimta þau."

Svo mörg voru þau orð og nú er bara að vona og sjá hvort við ætlum að taka upp betri siðið fyrir neytendur, en allir þeir sem að þessu máli hafa komið fá frá mér hrós fyrir þessar tillögur!

Ummæli

Vinsælar færslur