Marsferð - annar hluti

Er kominn áleiðis til Berlínar. Flugið mitt ekki alveg á réttum tíma. Það þarf kannski ekki að koma á óvart. Svo ég hef smá auka stund. Er búinn að rölta hérna á milli flugstöðva. Það er nefnilega ekki ein hér. Þetta var svolítið rölt. En það var svo sem bara notalegt. Leið ekkert eins og ég væri að missa af einhverju. Er núna kominn með brottfaraspjald. Svo væntanlega fer vélin ekkert án mín. Það var fleira sem vakti ánægju mína.Þeir hafa nefnilega sett litfilmur í glugga hérna og svo eru umhverfishljóð spiluð. Svona eins og maður sé svolítið úti í skógi. Hér er annars glampandi sól. Fór út í stutta stund. Það var kalt og bjart. Gluggaveður hérna.



Núna er ég á veitingastað. Sit og bíð með fullt af fólki. Það er alltaf ákveðin stemmning í gangi á svona flugvallar veitingastöðum. Allir í biðstöðu. En sitja yfirleit ekki lengi. Greinilegt að fólk er í misjöfnum erindum. Sumir kannski í vinnu. Aðrir á leiðinni heim. Ætli þetta sé ekki svolítið blandað fyrst ég er hérna á þessum tíma. En mér fannst vel til fundið hjá þeim að setja umhverfishljóðin. Gangan var skemmtilegri fyrir vikið. En núna ætla ég að finna hliðið mitt og athuga hversu mikil seinkunn þetta verður. Það gæti orðið athyglisvert að komast á hótelið mitt í Berlín. Núna þegar ekki er um neitt annað en leigubíl að ræða.

Ummæli

Vinsælar færslur