Mars skall á
Ég er alveg að fara í smá ferðalag. Mest vegna vinnu. En ætla líka að hitta vinafólk. Svo ég á eiginlega að vera sofnaður. En langaði til að koma smá frá mér fyrst.
Ætlaði að vera ofsalega duglegur um helgina. Var búinn að sjá fyrir mér gönguferðir, veisluhöld og meiri veisluhöld. Auk þess sem ég ætlaði að vinna heima og vinna að heimilinu. En þetta fór ekki alveg samkvæmt áætlun. Sem var bara allt í lagi.
Málið var nefnilega að ég eldaði á föstudaginn. Ekki bara ofan í mig, heldur ofan í stórfjölskylduna. Foreldra, systur, mág og frændur og frænkur. Samt bara næsta fjölskylda þannig. Það var melóna og hráskinka í forrétt, humar og meðlæti í aðalrétt og svo ostakaka í eftirrétt. Með humar var freyðivín, koníak og kaffi á eftir. Það var koníakið sem fór svolítið með áætlunina er ég hræddur um. Ég var nefnilega ægilega veikur á laugardaginn.
Svo eftir að hafa látið mig langa alla vikuna að komast á fjöll. Þá var ég ekki maður í neitt. Fannst það frekar fúlt. Líka að ég lét mig vanta í löngu ákveðið boð þá um kvöldið. Vona að mér verði fyrirgefið, en ég hefði bara ekkert verið neitt sérstaklega skemmtilegur. Svo ég gerði ykkur þann greiða að mæta ekki. Þess í stað tók ég til. Svo sú áætlun gekk nokkuð vel upp. Málið er nefnilega að ég er á leið í árlega ferð til Berlínar. Þar sem mér skilst að sé verkfall í gangi hjá flestum tegundum almenningssamgangna. Svo þetta gæti orðið skemmtilegt ferðalag. En ég er ekkert stressaður. Hef góðan tíma í allar áttir. En þegar ég fer til útlanda. Þá vil ég helst koma heim í svona sæmilega hreint hús. Þess vegna hef ég það fyrir reglu að gera mitt besta til þess að það sé svona sæmilegt. Ætla samt ekkert að halda því fram að þetta sé það skemmtilegasta sem ég geri. Var með ægilega gott plan. Sem mér hefur ekkert gengið með. En ég er þó með plan. En þetta var aðeins sorglegra með gönguferðina um helgina. En ég verð duglegur að ganga í þessari viku. Hef töluvert að sjá. Ætla að halda ferðadagbók.
Annars finnst mér gleði sumra hér á landi yfir annars vegar umræðu um mataröryggi og hins vegar dómnum yfir dc++ félögunum harla undarleg. Í fyrsta lagi hefur verið á það bent að fæst rök þeirra sem telja sig verða fyrir tjóni af völdum tækniframfara halda vatni. Það á við þá félaga tónlist og myndir eins og aðra. Það er alveg útséð með að DRM er dautt. 2008 hefur nú þegar verið skilgreint sem árið sem það dó. En það sem veldur mér endalausum vonbrigðum er lítilvirðing sem okkur íslenskum neytendum er sýnd með ásökunum um stuld. Á meðan lítið sem ekkert er gert til að gera okkur kleyft að komast í efnið með löglegum hætti og að sjálfsögðu án DRM. Hver myndi t.d. vilja segja frá því að hafa gerst áskrifandi að netþjónustu Virgin. Sem lokaði ekki fyrir mjög löngu. Sitja núna uppi með efni sem ekki er hægt að spila, því DRM kerfið kemur í veg fyrir það. En ég ætla ekki þangað. Læt nægja að setja með þessar myndir hérna neðst. Man einhver þarna úti eftir þessu? Mataröryggi er hitt. Nú má vel vera að ég sé vondur og harðbrjósta. En hvers vegna eru bændur eina stétt landsins sem sérstaklega þarf að vernda fyrir vondum áhrifum? Ef við gæfum innflutning frjálsan og verðlag frjálst. Hversu mikið myndi þjóðarhagur batna? Ég veit að það færi illa um bændur á eftir. En er í alvöru líklegt að við munum líða fæðuskort hér á næstunni? Er einhver tilbúin til þess að benda mér á rökin sem benda til þess að slíkt muni gerast í Evrópu? Stundum held ég að það sé verið að gera grín að mér. En svo átta ég mig á því að þetta er sama fólkið og munar ekki um að brenna svo sem eins og hálfum milljarði markaðsátök erlendis. Gott að það haga sér ekki allir eins og við. Hvert ætluðum við þá að reyna að selja þessar afurðir?
Ætlaði að vera ofsalega duglegur um helgina. Var búinn að sjá fyrir mér gönguferðir, veisluhöld og meiri veisluhöld. Auk þess sem ég ætlaði að vinna heima og vinna að heimilinu. En þetta fór ekki alveg samkvæmt áætlun. Sem var bara allt í lagi.
Málið var nefnilega að ég eldaði á föstudaginn. Ekki bara ofan í mig, heldur ofan í stórfjölskylduna. Foreldra, systur, mág og frændur og frænkur. Samt bara næsta fjölskylda þannig. Það var melóna og hráskinka í forrétt, humar og meðlæti í aðalrétt og svo ostakaka í eftirrétt. Með humar var freyðivín, koníak og kaffi á eftir. Það var koníakið sem fór svolítið með áætlunina er ég hræddur um. Ég var nefnilega ægilega veikur á laugardaginn.
Svo eftir að hafa látið mig langa alla vikuna að komast á fjöll. Þá var ég ekki maður í neitt. Fannst það frekar fúlt. Líka að ég lét mig vanta í löngu ákveðið boð þá um kvöldið. Vona að mér verði fyrirgefið, en ég hefði bara ekkert verið neitt sérstaklega skemmtilegur. Svo ég gerði ykkur þann greiða að mæta ekki. Þess í stað tók ég til. Svo sú áætlun gekk nokkuð vel upp. Málið er nefnilega að ég er á leið í árlega ferð til Berlínar. Þar sem mér skilst að sé verkfall í gangi hjá flestum tegundum almenningssamgangna. Svo þetta gæti orðið skemmtilegt ferðalag. En ég er ekkert stressaður. Hef góðan tíma í allar áttir. En þegar ég fer til útlanda. Þá vil ég helst koma heim í svona sæmilega hreint hús. Þess vegna hef ég það fyrir reglu að gera mitt besta til þess að það sé svona sæmilegt. Ætla samt ekkert að halda því fram að þetta sé það skemmtilegasta sem ég geri. Var með ægilega gott plan. Sem mér hefur ekkert gengið með. En ég er þó með plan. En þetta var aðeins sorglegra með gönguferðina um helgina. En ég verð duglegur að ganga í þessari viku. Hef töluvert að sjá. Ætla að halda ferðadagbók.
Annars finnst mér gleði sumra hér á landi yfir annars vegar umræðu um mataröryggi og hins vegar dómnum yfir dc++ félögunum harla undarleg. Í fyrsta lagi hefur verið á það bent að fæst rök þeirra sem telja sig verða fyrir tjóni af völdum tækniframfara halda vatni. Það á við þá félaga tónlist og myndir eins og aðra. Það er alveg útséð með að DRM er dautt. 2008 hefur nú þegar verið skilgreint sem árið sem það dó. En það sem veldur mér endalausum vonbrigðum er lítilvirðing sem okkur íslenskum neytendum er sýnd með ásökunum um stuld. Á meðan lítið sem ekkert er gert til að gera okkur kleyft að komast í efnið með löglegum hætti og að sjálfsögðu án DRM. Hver myndi t.d. vilja segja frá því að hafa gerst áskrifandi að netþjónustu Virgin. Sem lokaði ekki fyrir mjög löngu. Sitja núna uppi með efni sem ekki er hægt að spila, því DRM kerfið kemur í veg fyrir það. En ég ætla ekki þangað. Læt nægja að setja með þessar myndir hérna neðst. Man einhver þarna úti eftir þessu? Mataröryggi er hitt. Nú má vel vera að ég sé vondur og harðbrjósta. En hvers vegna eru bændur eina stétt landsins sem sérstaklega þarf að vernda fyrir vondum áhrifum? Ef við gæfum innflutning frjálsan og verðlag frjálst. Hversu mikið myndi þjóðarhagur batna? Ég veit að það færi illa um bændur á eftir. En er í alvöru líklegt að við munum líða fæðuskort hér á næstunni? Er einhver tilbúin til þess að benda mér á rökin sem benda til þess að slíkt muni gerast í Evrópu? Stundum held ég að það sé verið að gera grín að mér. En svo átta ég mig á því að þetta er sama fólkið og munar ekki um að brenna svo sem eins og hálfum milljarði markaðsátök erlendis. Gott að það haga sér ekki allir eins og við. Hvert ætluðum við þá að reyna að selja þessar afurðir?
Ummæli