Ísland, Íran - best í heimi?

Ég er svo vitlaus að halda að refsirammi þýði eitthvað. Með öðrum orðum að þegar löggjafinn býr til refsiramma, þá ætlist hann til að dómstólar notfæri sér þennan ramma. Þannig ætti einhver sem ekki á sér málsbætur, hefur áður brotið af sér, sýnt af sér mikinn brotavilja, verið ósamvinnufús við rannsókn máls, borið af sér allar sakir osfrv. væntanlega að fá á sig dóm sem væri nærri hámarki þessa ramma. Þeir sem teldust hafa brotið minna af sér fengju þá vægari dóm. Þannig virkar þetta til dæmis í hraðakstri. Mér bjóðast sektir fyrir minniháttar brot en enda í fangelsi fyrir ítrekuð brot.

Fyrir sum brot má búast við miklum og þungum dómum. Raunar virðist sem þynging refsinga hafi dregið verulega úr brota vilja í ákveðnum málaflokkum. Hækkun sekta fyrir umferðalaga brot lækkaði meðalhraða á þjóðvegum landsins síðastliðið sumar og árangurinn var sá að þeim fækkaði sem enduðu líf sitt eftir hraðakstur. Það voru helst ferðamenn sem máttu taka fram kreditkortin á þjóðvegum landsins. Í öðrum málaflokkum tíðkast refsingar við smávægilegustu brotum. Hefur heldur verið gefi í varðandi ákveðna flokka. Þannig hefur „zero tolerance” stefnan verið tekin upp í notkun ólöglegra vímugjafa og akstri.

Sumir málaflokkar virðast þó njóta sérstakrar mildi dómstóla. Hæstiréttur nýtti tæplega einn sjötta hluta þess refsiramma sem hann hefur í kynferðisbrotamálum á árunum 1999 til 2007. Mun þyngri dómar falla í fíkniefnamálum en fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum. Samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma menn í allt að sextán ára fangelsi fyrir nauðgun á Íslandi. Svo hörðum viðurlögum hefur þó aldrei verið beitt. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða mynd þetta endurspeglar af viðhorfi okkar. Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta endurspegli kvenfyrirlitningu íslenskra dómara. Raunar líka púritanisma okkar og trúrækni. Því nákvæmlega þetta viðhorf. Að það skuli fara vægum höndum um þessa tegund glæpa finnst mér endurspeglast ágætlega, þó það sé bara mín skoðun og því ekkert merkilegri en hver önnur, í svipuðu viðhorfi íslamska lýðveldisins í Íran.

Þar hefur til að mynda ekki þótt ástæða til þess að setja sérstök lög um barnamisnotkun. Enda þekkist slíkt ekki í lýðveldinu fremur en samkynhneigð. Það var því átakanlegt að hlusta á sögu ungrar konu frá Íran. Leila var "sold into prostitution aged 9, then saved from the hangman's noose at 18". Svo ótrúlegt sem það kanna að hljóma. Þá var hún sú eina af þeim sem komu að málinu sem hlaut slíkan dóm. Þess vegna skammast ég mín ekkert fyrir að bölva þeim í heyranda hljóði sem telja sig boðberar slíkra siða og heimsmyndar. Þess vegna skammast ég mín heldur ekkert fyrir það að segja frá því að mitt álit er það. Að ef refsirammi er ekki nýtur nema rétt um þriðjung þegar sá sem af sér brýtur. Telst ekki eiga sér neinar málsbætur og glæpurinn sannaður. Þá sé bara eitthvað að. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu Leilu – þá bendi ég á frábæra umfjöllun BBC.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/crossing_continents/7107184.stm

Ummæli

ellen sagði…
neverwhere.
you stole that name :D
i originally wanted o call like that my blog. i think, i hope, it's for the same: neil gaiman?
i think you should be icelandic or something like that, out of your spelling: it seems interesting, even if not understandable eheh
(i love icelandic music, as mùm)
well, nothing to say, just "hello" ^^

Vinsælar færslur