Allur á iði

Þó pestar hafi verið að hrjá mig. Þá hef ég alls ekki setið auðum höndum núna í janúar. Ég get til dæmis fullyrt að ég hafi aldrei fyrr komið mér í gönguskóna. Gekk með góðri vinkonu og göngufélaga upp á bæjarfjallið okkar, Helgafell. Helgafell er skemmtileg og þægileg ganga. Enda rákumst við á vinafólk á fjallinu. Hóp upprennandi verkfræðinga sem voru á gönguferð. Ég man ekki eftir því að hafa verið svona snemma á ferðinni áður. Enda var dagsbirtan um það bil horfin þegar við komum niður af fjalli.

Ég er heldur ekki alveg með það á hreinu hvernig maður klæðir sig í vetrarfærð. Varð þess vegna heldur heit á göngunni, en þess fljótari að kólna niður þegar við stoppuðum. Þetta þarf greinilega að vera í jafnvægi. Ég var líka að byrja að finna fyrir pestinni. Þetta var svona dagurinn sem hún var að byrja, en ég var að vonast til að væri bara eitthvað smávægilegt. En það hefur líka sína kosti að ganga svona fjölfarna leið í smá snjó. Þetta var sem sagt áður en allt var hulið snjó hérna. Það verður nefnilega svo auðvelt að rata. Sumstaðar gerir snjórinn manni líka auðveldara að komast. Í stað þess að klöngrast. Þá verða til spor í snjóskafli sem hægt er að fylgja. Svo ég er að byrja að verða sáttari við snjógöngur.

Raunar varð þessi reynsla til þess að ég ætla að fara koma mér af stað í göngur um helgar. Ef ekki er þess verra veður. Þá er greinilega ekkert mál að rölta stutt. Ég á líka orðið allan þann búnað sem þarf til að gera þetta að vetrarlagi. Leiðsögutæki og ljós til að þetta verði lítið mál. Neyðarblys ef ég lendi í algjörum ógöngum. Eða fer bara með Útivist.

Ummæli

Vinsælar færslur